Anna Lea Friðriksdóttir, verslunarstjóri Máls og menningar, útilokar ekki að pöntuð verði fleiri eintök af blaðinu. Þau komi hugsanlega í næstu viku. Þá gerir Ragnar Veigar Guðmundsson, vörustjóri tímarita hjá Pennanum/Eymundsson, ráð fyrir að blöðin muni seljast upp fyrir vikulok. Alls voru fimmtíu manns á biðlista eftir blaðinu hjá Máli og menningu og fjöldinn álíka mikill hjá Eymundsson.
Tímaritið kom út víða um heim 14. janúar og seldist upp á örfáum klukkustundum. Það var prentað í þremur milljónum eintaka en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að prenta tvær milljónir eintaka til viðbótar. Venjulega er upplagið sextíu þúsund eintök.
Blaðið var gefið út til minningar þeirra sem létust í árásunum sem gerðar voru á skrifstofur Charlie Hebdo, og í blaðinu eru skopmyndir af Múhameð spámanni.
Innlegg frá Eymundsson.