Krabbameinsleit í afmælisgjöf Helga María Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2015 08:50 Jafnvel þótt við viljum stundum halda að við séum ódauðleg og finnst óþægilegt fá áminningu um að við séum það ekki, þá er staðreyndin sú að lífið er hverfult og það getur alltaf eitthvað komið upp á, jafnvel fyrir mann sjálfan. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli verður í þróunarferli frumna vegna stökkbreytingar eða galla. Þetta veldur því að frumurnar fjölga sér stjórnlaust og starfsemi frumnanna verður ekki eins og hún á að vera. Þetta getur gerst í öllum vefjum og líffærum líkamans en eru birtingarmyndir þess mismunandi. Krabbameinin eru kennd við upphafslíffæri en þau geta dreift sér um líkamann (meinvörp).Ristilkrabbamein var þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og fjórða algengasta hjá körlum á árunum 2008-2012 samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Krabbamein var næst stærsti flokkur dánarmeina á Íslandi árið 2009, á því sama ári létust 50 manns úr ristilkrabbameini (Hagstofan). Það er alltaf stefna heilbrigðisstarfsmanna að finna leiðir til að minnka líkur á krabbameinum og eru forvarnir mikilvægur hluti þar. Kosturinn við ristilkrabbamein er sá að það er yfirleitt læknanlegur sjúkdómur EF hann greinist nógu snemma. En það getur liðið langur tími frá því að fólk finnur fyrir breytingum í hægðamynstri þar til það leitar til læknis. Í dag er í boði að fara í skimun fyrir ristilkrabbameini og forstigi þess. Blóð í hægðum getur verið eitt einkenni um ristilkrabbamein. Hægt er að athuga með einföldu prófi hvort að blóð finnist í hægðum, en það getur einnig stafað af öðrum orsökum og því er möguleiki á ristilspeglun til frekari greiningar. Þar er farið með speglunartæki inn um endaþarminn og þrætt upp ristilinn og slímhúðin skoðuð þannig. Stundum eru tekin vefjasýni og gerðar vefjarannsóknir ef vísbendingar eru um breytingar á slímhúð. Með þessu er hægt að sjá og greina ristilkrabbamein á öllum stigum þess. Á fyrsta stigi ristilkrabbameins koma ekki alltaf fram einkenni sem gefa til kynna hversu mikilvæg skimunin er. En önnur almenn einkenni geta verið þreyta, magnleysi og þyngdartap. Mælt er með því að allir einstaklingar fimmtugir eða eldri eigi að fara reglulega í skimun fyrir ristilkrabbameini þrátt fyrir því að vera einkennalausir. Með því að fara reglulega í skimun er möguleiki á því að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins en það fer algerlega eftir okkur sjálfum. Ég tel því mjög sniðugt að gefa sjálfum sér ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf þar sem það er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér. Tökum ábyrgð á okkar eigin heilsu og förum í skimun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Jafnvel þótt við viljum stundum halda að við séum ódauðleg og finnst óþægilegt fá áminningu um að við séum það ekki, þá er staðreyndin sú að lífið er hverfult og það getur alltaf eitthvað komið upp á, jafnvel fyrir mann sjálfan. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli verður í þróunarferli frumna vegna stökkbreytingar eða galla. Þetta veldur því að frumurnar fjölga sér stjórnlaust og starfsemi frumnanna verður ekki eins og hún á að vera. Þetta getur gerst í öllum vefjum og líffærum líkamans en eru birtingarmyndir þess mismunandi. Krabbameinin eru kennd við upphafslíffæri en þau geta dreift sér um líkamann (meinvörp).Ristilkrabbamein var þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og fjórða algengasta hjá körlum á árunum 2008-2012 samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Krabbamein var næst stærsti flokkur dánarmeina á Íslandi árið 2009, á því sama ári létust 50 manns úr ristilkrabbameini (Hagstofan). Það er alltaf stefna heilbrigðisstarfsmanna að finna leiðir til að minnka líkur á krabbameinum og eru forvarnir mikilvægur hluti þar. Kosturinn við ristilkrabbamein er sá að það er yfirleitt læknanlegur sjúkdómur EF hann greinist nógu snemma. En það getur liðið langur tími frá því að fólk finnur fyrir breytingum í hægðamynstri þar til það leitar til læknis. Í dag er í boði að fara í skimun fyrir ristilkrabbameini og forstigi þess. Blóð í hægðum getur verið eitt einkenni um ristilkrabbamein. Hægt er að athuga með einföldu prófi hvort að blóð finnist í hægðum, en það getur einnig stafað af öðrum orsökum og því er möguleiki á ristilspeglun til frekari greiningar. Þar er farið með speglunartæki inn um endaþarminn og þrætt upp ristilinn og slímhúðin skoðuð þannig. Stundum eru tekin vefjasýni og gerðar vefjarannsóknir ef vísbendingar eru um breytingar á slímhúð. Með þessu er hægt að sjá og greina ristilkrabbamein á öllum stigum þess. Á fyrsta stigi ristilkrabbameins koma ekki alltaf fram einkenni sem gefa til kynna hversu mikilvæg skimunin er. En önnur almenn einkenni geta verið þreyta, magnleysi og þyngdartap. Mælt er með því að allir einstaklingar fimmtugir eða eldri eigi að fara reglulega í skimun fyrir ristilkrabbameini þrátt fyrir því að vera einkennalausir. Með því að fara reglulega í skimun er möguleiki á því að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins en það fer algerlega eftir okkur sjálfum. Ég tel því mjög sniðugt að gefa sjálfum sér ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf þar sem það er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér. Tökum ábyrgð á okkar eigin heilsu og förum í skimun.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun