Árangur þýska handboltalandsliðsins hefur vakið verðskuldaða eftirtekt í heimalandinu en liðið mun með sigri á Sádí Arabíu í dag tryggja sér efsta sæti hins sterka D-riðils á HM í Katar.
Þýska blaðið Bild fjallar um Dag Sigurðsson sem var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins í sumar og er maðurinn á bak við góðan árangur liðsins hér á HM í Katar.
Í greininni er Dagur kallaður handbolta-Jogi Þjóðverja en Jogi er gælunafn Joachim Löw, þjálfara þýska landsliðsins í knattspyrnu sem varð heimsmeistari á HM í Brasilíu síðastliðið sumar.
„Báðir eru rólyndismenn en geta látið vel í sér heyra á hliðarlínunni,“ segir í greininni en eftirfarandi er haft eftir Degi: „Eg er tilfinningaríkur maður. En bara á meðan leiknum stendur eða á nokkrum augnablikum á æfingum.“
Enn fremur er sagt að báðir leggi áherslu á að hafa góða stemningu í hópnum og að báðir skokki til að hreinsa hugann.
Þá er sagt frá því að Dagur þótti efnilegur knattspyrnumaður á sínum tíma og komst í U-17 ára landslið Íslands. Einnig er greint frá því að hann sé góðvinur Eiðs Smára Guðjohnsen og að hann sé einn eiganda Kex Hostel á Íslandi.
Dagur er einnig sagður vilja læra þýska þjóðsönginn. „Ég hef rennt yfir textann nokkrum sinnum. Þegar tilfinningin kemur yfir mig þá syng ég með.“
„Dagur er okkar handbolta-Jogi“

Tengdar fréttir

Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí
Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar.

Dagur: Leikmenn geta ekkert sagt
Dagur Sigurðsson ákvað að breyta um varnartaktík nokkrum klukkutímum fyrir leikinn gegn Dönum á HM.

Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli.

Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka
Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni.

Kretzschmar: Erum eins og Danir á EM 1992
Stefan Kretzschmar er sama hvort Þjóðverjar verði í fyrsta eða öðru sæti síns riðils.