Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 10:45 Dagur Sigurðsson var svekktur með gang mála. Vísir/Getty Þýskaland tapaði í dag sínum öðrum leik í röð á HM í handbolta og er liðið lá fyrir Króatíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 í keppninni. Úrslitin þýða að lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa að fara í hreinan úrslitaleik gegn tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu um sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. Það er draumur allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og mikið áhersluatriði fyrir þá þýsku í aðdraganda þessa leiks. Sú von er ekki úti en hún minnkaði í dag. Þar að auki er nú ljóst að Þýskaland á ekki lengur möguleika á að halda sinn riðil á heimavelli í undankeppninni, komist þeir þýsku þangað.vísir/eva björkÞjóðverjar byrjuðu þó af miklum krafti og komust í 6-4 forystu. Króatarnir virkuðu áhugalausir og um tíma virtist sem að þeir þýsku ætluðu að síga fram úr, hægt og rólega. Annað kom á daginn. Markvörðurinn Mirko Alilovic fór í gang og þá kom slæmur níu mínútna kafli þar sem Þjóðverjar skoruðu ekki mark og Króatía breytti stöðunni í 8-6. Steffen Weinhold, skyttan úr Kiel, meiddist í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum og hans var sárt saknað í dag. Jens Schöngarth byrjaði í hans stað en fann sig ekki í byrjun, né heldur Michael Müller sem kom inn í hans stað. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 13-11 fyrir lok hálfleiksins. Það var smá heppni í nokkrum markanna hjá þeim þýsku en þeir þurftu svo sannarlega á henni að halda.vísir/eva björkEftir hálfleiksræðu Dags komu Þjóðverjar út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu metin, 13-13. En sóknarleikur liðsins datt aftur niður og Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alilovic hélt áfram að verja úr dauðafærum og þýska vörnin náði ekki að stöðva útsjónarsama sóknarmenn Króata. Dagur reyndi ýmislegt, til að mynda að taka Heinevtter út af í markinu og spila með sjö manna sókn. Það gaf ágæta raun til að byrja með en það fjaraði svo undan því. Króatar héldu áfram að skora sín mörk og þeir þýsku náðu aldrei að ógna forystu þeirra að verulegu ráði. Uwe Gensheimer og Schöngarth voru markahæstir í þýska liðinu með sex mörk hvor en heilt yfir var leikur þeirra þýsku ósannfærandi í dag, bæði í vörn og sókn. Silvio Heinevetter var besti maður liðsins með 21 varið skot en frammistaða hans dugði ekki til að koma þeim þýsku inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Mirko Alilovic varði sextán skot, þar af mörg úr dauðafærum. Hafi Þjóðverjar átt einhverja von um að koma sér aftur inn í leikinn sá hann til þess að þær yrðu að engu. Manuel Strlek nýtti færin sín vel og skoraði átta mörk úr níu skotum. Króatía mætir sigurliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu í leiknum um fimmta sæti keppninnar á morgun. HM 2015 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Þýskaland tapaði í dag sínum öðrum leik í röð á HM í handbolta og er liðið lá fyrir Króatíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 í keppninni. Úrslitin þýða að lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa að fara í hreinan úrslitaleik gegn tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu um sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. Það er draumur allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og mikið áhersluatriði fyrir þá þýsku í aðdraganda þessa leiks. Sú von er ekki úti en hún minnkaði í dag. Þar að auki er nú ljóst að Þýskaland á ekki lengur möguleika á að halda sinn riðil á heimavelli í undankeppninni, komist þeir þýsku þangað.vísir/eva björkÞjóðverjar byrjuðu þó af miklum krafti og komust í 6-4 forystu. Króatarnir virkuðu áhugalausir og um tíma virtist sem að þeir þýsku ætluðu að síga fram úr, hægt og rólega. Annað kom á daginn. Markvörðurinn Mirko Alilovic fór í gang og þá kom slæmur níu mínútna kafli þar sem Þjóðverjar skoruðu ekki mark og Króatía breytti stöðunni í 8-6. Steffen Weinhold, skyttan úr Kiel, meiddist í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum og hans var sárt saknað í dag. Jens Schöngarth byrjaði í hans stað en fann sig ekki í byrjun, né heldur Michael Müller sem kom inn í hans stað. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 13-11 fyrir lok hálfleiksins. Það var smá heppni í nokkrum markanna hjá þeim þýsku en þeir þurftu svo sannarlega á henni að halda.vísir/eva björkEftir hálfleiksræðu Dags komu Þjóðverjar út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu metin, 13-13. En sóknarleikur liðsins datt aftur niður og Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alilovic hélt áfram að verja úr dauðafærum og þýska vörnin náði ekki að stöðva útsjónarsama sóknarmenn Króata. Dagur reyndi ýmislegt, til að mynda að taka Heinevtter út af í markinu og spila með sjö manna sókn. Það gaf ágæta raun til að byrja með en það fjaraði svo undan því. Króatar héldu áfram að skora sín mörk og þeir þýsku náðu aldrei að ógna forystu þeirra að verulegu ráði. Uwe Gensheimer og Schöngarth voru markahæstir í þýska liðinu með sex mörk hvor en heilt yfir var leikur þeirra þýsku ósannfærandi í dag, bæði í vörn og sókn. Silvio Heinevetter var besti maður liðsins með 21 varið skot en frammistaða hans dugði ekki til að koma þeim þýsku inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Mirko Alilovic varði sextán skot, þar af mörg úr dauðafærum. Hafi Þjóðverjar átt einhverja von um að koma sér aftur inn í leikinn sá hann til þess að þær yrðu að engu. Manuel Strlek nýtti færin sín vel og skoraði átta mörk úr níu skotum. Króatía mætir sigurliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu í leiknum um fimmta sæti keppninnar á morgun.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira