Sport

Öll fimm fá að fara á Evrópumótið í Prag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Höður Gunnarsson keppir á EM.
Kolbeinn Höður Gunnarsson keppir á EM. Vísir/Valli
Frjálsíþróttasamband Íslands sendir að minnsta kosti fimm keppendur á Evrópumeistaramót innanhúss sem fer fram í Prag 5. til 8. mars næstkomandi.

Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, staðfesti það við Morgunblaðið í morgun að stjórn sambandsins hafi ákveðið að senda alla þá fimm keppendur á EM sem höfðu náð viðmunarlágmark fyrir mótið.

Aníta Hinriksdóttir og Hafdís Sigurðardóttir voru búnir að ná A-lágmarki og voru því öruggar inn en stjórnin þurfti að ákveðið hvort þau sem voru búin að ná B-lágmarkinu fengju líka að fara.

Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson fengu öll grænt ljós frá stjórninni og verða því með í för til Prag alveg eins og þjálfararnir Gísli Sigurðsson og Gunnar Jóakimsson.

Fleiri íslenskir keppendur eiga möguleika á því að komast til Prag. Sjöþrautarkappinn Einar Daði Lárusson er að reynast að komast í hóp þeirra fimmtán sem verður boðin þátttaka í sjöþrautinni, 400 metra hlauparinn Ívar Kristinn Jasonarson er alveg við EM-lágmarkið og langstökkvararnir Þorsteinn Ingvarsson og Kristinn eiga möguleika á EM-farseðli alveg eins og kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson.

Bikarkeppni FRÍ fer fram 28. febrúar, eða tæpri viku fyrir EM, og þar gæti komið endanlega í ljós hverjum af ofantöldum takist að ná EM-lágmarkinu. Fresturinn rennur út um næstu mánaðarmót.


Tengdar fréttir

Hrafnhild Eir undir 7,60 sekúndur í þriðja sinn á stuttum tíma

Fjórir frjálsíþróttamenn úr landsliðshópi FRÍ tóku þátt á Áskorendamóti Norðurlandanna í Bærum/Osló um helgina. Íslenska íþróttafólkið fór út án þjálfara en stóð sig með mikilli prýði á sínu fjórða móti á stuttum tíma.

Aníta: Draumurinn að fá boð á Demantamót

Aníta Hinriksdóttir virðist í góðu formi í upphafi nýs árs en hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss á Meistaramóti Íslands í Kaplakrika. Aníta bætti einnig eigið Evrópumet í flokki 19 ára og yngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×