Fjörutíu prósent hrefna veidd innan gamla griðarsvæðisins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2015 13:29 Breytingin var í samræmi við tillögu Hafrannsóknarstofnunar frá árinu 2009. Fjörutíu prósent þeirra hrefna sem veiddust árin 2013 og 2014 voru innan þess svæðis sem Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra breytti úr griðarsvæði í nýtingarsvæði árið 2013. Breytingin var í samræmi við tillögu Hafrannsóknarstofnunar frá árinu 2009 en fyrirrennari Sigurðar stækkaði svæðið.24 dýr innan gamla svæðisinsUpplýsingar um nákvæmar staðsetningar þeirra dýra sem veidd voru síðastliðin tvö ár voru birt í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Vísir hefur teiknað staðsetningarnar inn á kort auk tveggja reglugerða um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum.Sjá einnig: Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu Þegar gögnin eru borin saman kemur í ljós að 24 af 59 veiddum hrefnum voru veiddar á svæði sem gamla reglugerðin, sem felld var úr gildi með þeirri nýju, lagði bann við veiðum. Ein hrefna var síðan veidd innan griðarsvæðisins eins og það lítur út í dag og var því veidd ólöglega. Upplýsingar um eina hrefnu eru ófullnægjandi. Kort af svæðunum og staðsetningum veiddra hrefna má sjá neðst í fréttinni.Miklar breytingar gerðarSvæðið eins og það er í dag er í samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnunar sem gerðar voru árið 2009. Mörkin sem þar voru dregin voru í gildi allt frá 2009 til 21. maí 2013 þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi sjávarútvegsráðherra, gaf út nýja reglugerð sem stækkaði svæðið verulega. Þau mörk giltu þó ekki nema í nokkrar vikur því 5. júlí sama ár gaf Sigurður Ingi, þá nýr ráðherra, út reglugerð sem færði mörkin til þess sem áður var. Í tilkynningu frá honum vegna breytinganna kom fram að meðal raka fyrir þeim væri hversu margar hrefnur hefðu áður veiðst á svæðinu.Afar umdeildar ákvarðanirÁkvarðanir beggja ráðherra um hvalaskoðunarsvæðin, eða griðarsvæði hvala, hafa verið afar umdeildar. Hvalveiðimenn mótmæltu harðlega ákvörðunar um sérstakt hvalaskoðunarsvæði þegar það var fyrst skilgreint árið 2009 og svo aftur þegar Steingrímur ákvað að stækka svæðið til muna á síðustu dögum sínum í embætti. Andstæðingar hvalaveiða mótmæltu hins vegar þegar Sigurður Ingi ákvað að færa mörkin aftur til baka auk ferðaþjónustufyrirtækja. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu Þrjú skip á bak við veiðarnar síðastliðin tvö ár. 23. febrúar 2015 16:53 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Fjörutíu prósent þeirra hrefna sem veiddust árin 2013 og 2014 voru innan þess svæðis sem Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra breytti úr griðarsvæði í nýtingarsvæði árið 2013. Breytingin var í samræmi við tillögu Hafrannsóknarstofnunar frá árinu 2009 en fyrirrennari Sigurðar stækkaði svæðið.24 dýr innan gamla svæðisinsUpplýsingar um nákvæmar staðsetningar þeirra dýra sem veidd voru síðastliðin tvö ár voru birt í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Vísir hefur teiknað staðsetningarnar inn á kort auk tveggja reglugerða um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum.Sjá einnig: Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu Þegar gögnin eru borin saman kemur í ljós að 24 af 59 veiddum hrefnum voru veiddar á svæði sem gamla reglugerðin, sem felld var úr gildi með þeirri nýju, lagði bann við veiðum. Ein hrefna var síðan veidd innan griðarsvæðisins eins og það lítur út í dag og var því veidd ólöglega. Upplýsingar um eina hrefnu eru ófullnægjandi. Kort af svæðunum og staðsetningum veiddra hrefna má sjá neðst í fréttinni.Miklar breytingar gerðarSvæðið eins og það er í dag er í samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnunar sem gerðar voru árið 2009. Mörkin sem þar voru dregin voru í gildi allt frá 2009 til 21. maí 2013 þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi sjávarútvegsráðherra, gaf út nýja reglugerð sem stækkaði svæðið verulega. Þau mörk giltu þó ekki nema í nokkrar vikur því 5. júlí sama ár gaf Sigurður Ingi, þá nýr ráðherra, út reglugerð sem færði mörkin til þess sem áður var. Í tilkynningu frá honum vegna breytinganna kom fram að meðal raka fyrir þeim væri hversu margar hrefnur hefðu áður veiðst á svæðinu.Afar umdeildar ákvarðanirÁkvarðanir beggja ráðherra um hvalaskoðunarsvæðin, eða griðarsvæði hvala, hafa verið afar umdeildar. Hvalveiðimenn mótmæltu harðlega ákvörðunar um sérstakt hvalaskoðunarsvæði þegar það var fyrst skilgreint árið 2009 og svo aftur þegar Steingrímur ákvað að stækka svæðið til muna á síðustu dögum sínum í embætti. Andstæðingar hvalaveiða mótmæltu hins vegar þegar Sigurður Ingi ákvað að færa mörkin aftur til baka auk ferðaþjónustufyrirtækja.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu Þrjú skip á bak við veiðarnar síðastliðin tvö ár. 23. febrúar 2015 16:53 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu Þrjú skip á bak við veiðarnar síðastliðin tvö ár. 23. febrúar 2015 16:53