Fótbolti

Margrét Lára byrjar á móti Noregi | Átta breytingar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir var síðast í byrjunarliðinu í október 2013.
Margrét Lára Viðarsdóttir var síðast í byrjunarliðinu í október 2013. vísir/stefán
„Við spiluðum síðast við Noreg fyrir ári síðan og unnum,“ segir Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, við KSÍ í aðdraganda leiksins gegn Noregi á Algarve-mótinu.

Liðin mætast í öðrum leik mótsins klukkan 18.00 í kvöld. Ísland tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss.

„Það er ákveðin barátta um hótelvirðinguna því við erum á sama hóteli og Noregur. Hvorugt liðið vill ganga eftir göngunum með tap á bakinu,“ segir Ásmundur.

Það eru miklar breytingar á liðinu frá tapinu gegn Sviss. „Við erum að spila tvo leiki á þremur dögum þannig það segir sig sjálft að ekki er hægt að spila á sama liði með svo stuttu millibili,“ segir Ásmundur.

Allt viðtalið við hann má sjá hér að neðan.

Frey og Ásmundur gera átta breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjar í fyrsta skipti síðan í október en systir hennar Elísa er einnig í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir - Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×