Varnaðarorð varðandi sólmyrkvann Guðrún J. Guðmundsdóttir skrifar 17. mars 2015 21:17 Það hefur varla farið fram hjá neinum að tækifæri gefst til að horfa á sólmyrkva í vikulokin ef veður leyfir. Að mínu viti hefur ekki verið lögð nærri nógu mikil áhersla á hættuna sem er því samfara að horfa á sólmyrkva án sérstakra sólmyrkvagleraugna. Að vísu hafa öll grunnskólabörn fengið afhent slík gleraugu og öðrum gefst kostur á að kaupa þau á völdum stöðum. Viss hætta hlýtur samt að vera á því að einhverjir sem ekki hafa náð að útvega sér gleraugun í tæka tíð freistist til að kíkja aðeins á þetta margumrædda fyrirbæri og hvað með leikskólabörnin sem ef til vill eru úti að leik á meðan á sólmyrkvanum stendur? Flestir kannast við að hægt er að valda bruna með því að beina sólargeislum í gegnum stækkunargler. Hið sama getur gerst í auganu þegar augasteinninn brýtur sólargeislana og beinir þeim í brennipunkt á sjónhimnu augans. Þar sem augað horfir beint í sólina getur því myndast brunagat á versta stað, það er að segja í miðgróf sjónhimnunnar og veldur það blindum bletti í miðju sjónsviðsins með tilheyrandi sjónskerðingu. Til eru vægari útgáfur af augnbotnaskemmdum sem eru að vissu marki afturkræfar en oft verður þessi blindi blettur varanlegur og getur verið misstór, allt frá því að einn og einn stafur detti út úr orðum upp í algjört tap á lestrarsjón og skarpri sjón augans. Undirrituð hefur starfað sem augnlæknir á Vesturlandi í tæpa þrjá áratugi og á þeim tíma hafa sést nokkrir sólmyrkvar á Íslandi, misstórir. Eftir hvern sólmyrkva sem sést hefur á þessu svæði hef ég séð minnst einn einstakling með varanlega sjónskerðingu eftir að hafa horft á sólmyrkvann án hlífðarbúnaðar og hlýtur að mega gera ráð fyrir að þó nokkrir einstaklingar hafi hlotið augnskaða á landinu öllu. Ég vil því vara alla við að horfa á sólmyrkvann án tilskilins hlífðarbúnaðar. Það skal tekið fram að venjuleg sólgleraugu veita enga vörn í þessu tilfelli og því síður þrívíddargleraugu. Leikskólakennurum vil ég ráðleggja að halda börnunum inni á meðan á sólmyrkvanum stendur og sérstaklega vil ég beina því til þeirra sem verða með stóra hópa barna að horfa á myrkvann að brýna fyrir þeim að horfa allan tímann í gegnum gleraugun. Það þarf ekki að horfa á sólina í langan tíma til að valda óbætanlegum skaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að tækifæri gefst til að horfa á sólmyrkva í vikulokin ef veður leyfir. Að mínu viti hefur ekki verið lögð nærri nógu mikil áhersla á hættuna sem er því samfara að horfa á sólmyrkva án sérstakra sólmyrkvagleraugna. Að vísu hafa öll grunnskólabörn fengið afhent slík gleraugu og öðrum gefst kostur á að kaupa þau á völdum stöðum. Viss hætta hlýtur samt að vera á því að einhverjir sem ekki hafa náð að útvega sér gleraugun í tæka tíð freistist til að kíkja aðeins á þetta margumrædda fyrirbæri og hvað með leikskólabörnin sem ef til vill eru úti að leik á meðan á sólmyrkvanum stendur? Flestir kannast við að hægt er að valda bruna með því að beina sólargeislum í gegnum stækkunargler. Hið sama getur gerst í auganu þegar augasteinninn brýtur sólargeislana og beinir þeim í brennipunkt á sjónhimnu augans. Þar sem augað horfir beint í sólina getur því myndast brunagat á versta stað, það er að segja í miðgróf sjónhimnunnar og veldur það blindum bletti í miðju sjónsviðsins með tilheyrandi sjónskerðingu. Til eru vægari útgáfur af augnbotnaskemmdum sem eru að vissu marki afturkræfar en oft verður þessi blindi blettur varanlegur og getur verið misstór, allt frá því að einn og einn stafur detti út úr orðum upp í algjört tap á lestrarsjón og skarpri sjón augans. Undirrituð hefur starfað sem augnlæknir á Vesturlandi í tæpa þrjá áratugi og á þeim tíma hafa sést nokkrir sólmyrkvar á Íslandi, misstórir. Eftir hvern sólmyrkva sem sést hefur á þessu svæði hef ég séð minnst einn einstakling með varanlega sjónskerðingu eftir að hafa horft á sólmyrkvann án hlífðarbúnaðar og hlýtur að mega gera ráð fyrir að þó nokkrir einstaklingar hafi hlotið augnskaða á landinu öllu. Ég vil því vara alla við að horfa á sólmyrkvann án tilskilins hlífðarbúnaðar. Það skal tekið fram að venjuleg sólgleraugu veita enga vörn í þessu tilfelli og því síður þrívíddargleraugu. Leikskólakennurum vil ég ráðleggja að halda börnunum inni á meðan á sólmyrkvanum stendur og sérstaklega vil ég beina því til þeirra sem verða með stóra hópa barna að horfa á myrkvann að brýna fyrir þeim að horfa allan tímann í gegnum gleraugun. Það þarf ekki að horfa á sólina í langan tíma til að valda óbætanlegum skaða.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar