Svar Hönnu Birnu rýrara en vonast var eftir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2015 19:00 Ögmundur Jónasson, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir svör Hönnu Birnu Kristjánsdóttur rýrari en hann hefði vonast til. Hann segist ósammála því að lekamálinu sé lokið. Nefndin hefur í tvígang óskað eftir því að Hanna Birna, fyrrverandi innanríkisráðherra, komi fyrir nefndina til að til að ræða um lekamálið. Hanna Birna hafnaði þeirri beiðni í gær með bréfi þar sem hún segir að hún óski ekki eftir að koma frekari upplýsingum að vegna málsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í morgun. „Það má segja að svörin sem hún gefur okkur eru kannski rýrari en ég hafði vonast til. En við svo búið munum við einfaldlega setjast yfir málið og ræða með hvaða hætti við skilum af okkur til Alþingis,“ segir Ögmundur.Hönnu Birnu ber ekki lagaleg skylda til að koma fyrir nefndina. En telur þú að henni beri siðferðisleg eða pólitísk skylda til að gera það? „Þar hefur bara hver sína skoðun á því máli. Ég hef mínar skoðanir og við höfum öll okkar skoðanir á því. Það er hennar að taka ákvörðun og ég ætla ekki að hafa skoðun á því fyrir hennar hönd,“ segir Ögmundur. Í svari Hönnu Birnu kemur fram að rannsókn og saksókn málsins hafi lokið með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi aðstoðarmanni hennar. Þá sé frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis einnig lokið. „Það sem við höfum haft til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru samskipti hennar við Alþingi, það sem sagt var þar, bæði í okkar nefnd og í sölum Alþingis. Sá þáttur er ekki til lykta leiddur,“ segir Ögmundur. Alþingi Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir svör Hönnu Birnu Kristjánsdóttur rýrari en hann hefði vonast til. Hann segist ósammála því að lekamálinu sé lokið. Nefndin hefur í tvígang óskað eftir því að Hanna Birna, fyrrverandi innanríkisráðherra, komi fyrir nefndina til að til að ræða um lekamálið. Hanna Birna hafnaði þeirri beiðni í gær með bréfi þar sem hún segir að hún óski ekki eftir að koma frekari upplýsingum að vegna málsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í morgun. „Það má segja að svörin sem hún gefur okkur eru kannski rýrari en ég hafði vonast til. En við svo búið munum við einfaldlega setjast yfir málið og ræða með hvaða hætti við skilum af okkur til Alþingis,“ segir Ögmundur.Hönnu Birnu ber ekki lagaleg skylda til að koma fyrir nefndina. En telur þú að henni beri siðferðisleg eða pólitísk skylda til að gera það? „Þar hefur bara hver sína skoðun á því máli. Ég hef mínar skoðanir og við höfum öll okkar skoðanir á því. Það er hennar að taka ákvörðun og ég ætla ekki að hafa skoðun á því fyrir hennar hönd,“ segir Ögmundur. Í svari Hönnu Birnu kemur fram að rannsókn og saksókn málsins hafi lokið með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi aðstoðarmanni hennar. Þá sé frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis einnig lokið. „Það sem við höfum haft til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru samskipti hennar við Alþingi, það sem sagt var þar, bæði í okkar nefnd og í sölum Alþingis. Sá þáttur er ekki til lykta leiddur,“ segir Ögmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00
Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30