Gary Martin verður áfram í herbúðum KR, eftir því sem fram kemur í viðtali við hann á Fótbolti.net í dag.
Martin er samningsbundinn KR til loka tímabilsins en hann hefur verið að þreifa fyrir sér á erlendum vettvangi í vetur og átt í samskiptum við lið í England, Noregi og Belgíu.
Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til belgísks félags en að aðilar hafi ekki náð saman á lokaspretti viðræðanna. Þá hafi norska liðið Sarpsborg gert tilboð í hann sem KR hafnaði.
„Svona hlutir gerast í fótboltanum. Ég held áfram og einbeiti mér að því að spila vel fyrir KR í sumar,“ segir Martin.
Hann segist stefna að því að spila í stærri deild í framtíðinni en útilokar engu að síður ekki að framlengja samning sinn við KR. „Ég hef nú þegar rætt við KR um að vera áfram og við erum að komast á sömu blaðsíðu,“ sagði hann í viðtalinu.
„Ég er enn 24 ára og tel að ég sé á góðum aldri ef að rétta tækifærið kemur eftir tímabilið.“
Nánast öruggt að Martin verði með KR í sumar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
