Fótbolti

Tvö stigin dregin af Parma

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Ítalska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að draga tvö stig af Parma í Seríu A, en liðið hefur átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Leikmenn hafa ekki fengið neitt greitt á tímabilinu og er liðið í mikilli skuldarstöðu.

Þetta rótgróa félag situr á botni ítölsku úrvalsdeildarinnar, fimmtán stigum frá öruggu sæti. Dregið var eitt stig af Parma í desember, en þá var það einnig vegna þess að liðið gat ekki greitt leikmönnum sínum laun.

Parma sem vann UEFA-bikarinn tvisvar á sínum tíma mun fara fyrir dómstóla nítjánda mars, en fyrrum eigandi klúbbsins og formaður íþróttamála hafa verið dæmdir í fjögurra mánaðar bann af ítalska knattspyrnusambandinu.

LIðinu var lánaðar fimm milljónir evra frá öðrum liðum í deildinni til þess að hjálpa þeim að klára tímabilið með sæmd. Parma spilaði aftur síðustu helgi eftir að tveimur leikjum var frestað af ítalska knattspyrnusambandinu, svo liðið gæti leyst úr einhverjum af sínum vandamálum.

Parma endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili, en þeir gátu ekki tekið þátt í Evrópudeildinni vegna þess að þeir uppfylltu ekki skilyrði UEFA varðandi ógreidda reikninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×