Körfubolti

Frábær fjórði leikhluti Haukastúlkna | Unnu bikarmeistarana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lele Hardy.
Lele Hardy. Vísir/Andri Marinó
Haukakonur ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttunni við Grindavík og Val um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Haukaliðið sótti mikilvæg stig á heimavöll bikarmeistara Grindavíkur í kvöld.

Haukar unnu þá 11 stiga sigur á Grindavík, 80-69, eftir að hafa verið sjö stigum undir í hálfleik, 38-31, og átta stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 54-46.

Haukakonur tryggðu sér lífsnauðsynlegan sigur með frábærum fjórða leikhluta sem Hafnarfjarðarliðið vann 34-15.

Lele Hardy ætlar sér að koma sínu liði í úrslitakeppnina en hún var með 36 stig, 22 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Hauka í kvöld. Sólrún Inga Gísladóttir skoraði 12 stig fyrir Hauka, Auður Ólafsdóttir skoraði 11 stig og Guðrún Ósk Ámundadóttir var með 10 stig og 11 fráköst.

Kristina King skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar.

Sigurinn og tap Vals í Hólminum þýða að Haukar og Valur er bæði með 28 stig í 4. og 5. sæti en Grindavík er áfram með 30 stig í þriðja sætinu. Fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×