Farþegar Easy Jet sitja fastir á Egilsstöðum

Uppfært 18.00: Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru aðstæður nú skárri í Keflavík og vélarnar tvær að búast til ferðar. Farþegar hafa verið beðnir um að gera sig klára fyrir brottför eins fljótt og auðið er.
Farþegi vélarinnar frá Basel segir í samtali við Vísi að farþegum hafi upphaflega verið boðið að fara frá borði, til að reyna að koma sér á áfangastað. Nú sé hinsvegar búið að tilkynna þeim að allir vegir frá Egilsstöðum séu lokaðir og enginn megi fara frá borði.
„Tollurinn bannar það,“ segir farþeginn. „Það er ung móðir hérna með tveggja mánaða barn sem ætlaði að fara frá borði og bókaði flug til Reykjavíkur á morgun. En tollurinn leyfir það ekki.“
Vegna óveðursins hefur Keflavíkurflugvöllur ekki getað afgreitt vélar við flugstöðina undanfarnar klukkustundir. Að sögn viðmælanda Vísis er vélin frá Basel full af fólki. Búið er að bjóða fólki ókeypis drykki en ekki er víst hvaða ráðstafanir verða gerðar í sambandi við mat.
Tengdar fréttir

Samgöngur lamast: Reykjanesbrautin og Hellisheiðin lokaðar
Búið er að loka veginum um Reykjanesbraut, Hellisheiði, Sandskeið, Þrengsli, Kjalarnes og Mosfellsheiði. Hálka og skafrenningur eru á Reykjanesbraut og á flestum öðrum leiðum á Reykjanesi og versnandi veður.

Börn örugg í skólum: Fara ekki heim nema í fylgd fullorðna
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu varðandi röskun á skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs.

35 leikskólabörn strandaglópar í Kaldárseli
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út víða á suðvesturhorni landsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Lögreglan: „Fólk á ekki að vera á ferðinni“
Hálka og ekkert ferðaveður segir aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Ökumaður á Reykjanesbraut: „Þú sérð varla næstu stiku fyrir framan þig“
Allar helstu leiðir úr höfuðborginni lokaðar.

Mikil röskun á flugi vegna veðurs: „Fer ekkert á milli mála að þetta hefur verið mjög erfiður vetur“
Mikil seinkun er á vélum Icelandair frá Evrópu í dag auk þess sem flugfélagið hefur aflýst 12 ferðum.

Hviður allt að 55 metrum á sekúndu: „Einum gír ofar en venjulegur stormur“
„Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum.