Sport

Kanadískur hlaupari lést í æfingabúðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Parnaby er fyrir miðju.
Parnaby er fyrir miðju. vísir/getty
Daundre Barnaby, kandadíski Ólympíuhlauparinn í 400 metra hlaupi, hefur verið úrskurðaður látinn eftir slys í æfingabúðum, einungis 24 ára að aldri.

Barnaby er talinn hafi drukknað þegar hann synti í æfingabúðum með félögum sínum rétt fyrir utan eyjuna Saint Kitts. Hún er staðsett í karabíska hafinu. Atvikið gerðist í fyrradag og var hann úrskurðaður látinn sama dag.

Hann hljóp fyrir Kanada í London 2012 og lenti þar í sjötta sæti, en einnig keppti hann í Glasgow í fyrra þar sem hann komst í undanúrslitin.

Rob Guy, talsmaður frjálsíþróttasambands Kanada, sagði að Barnaby hafi verið frábær íþróttamaður og einnig frábæran ungur maður. Hann fæddist á Jamaíka, en keppti ætíð fyrir hönd Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×