Síðustu mínútur flugsins Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2015 11:30 Fjallshlíðin þar sem vélin brotlenti er mjög brött og gerir það starf björgunarmanna erfitt. Vísir/EPA Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn. 150 létust í brotlendingunni, þar af sex áhafnarmeðlimir. Erlendir miðlar hafa púslað saman síðustu mínútum flugsins út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. Vélinni var flogið af stað frá Barcelona klukkan 9:01 á þriðjudaginn og stefnan sett á Düsseldorf í Þýskalandi. Langflestir farþegar vélarinnar, alls 71, voru frá Þýskalandi, 48 voru frá Spáni, þrír frá Argentínu, þrír frá Ameríku, tveir frá frá Ástralíu, tveir frá Bretlandi, tveir frá Kólumbíu og tveir frá Íran. Þar að auki voru einstaklingar frá öðrum löndum. Síðustu samskipti flugumferðarstjórnar við flugvélina voru klukkan 09:30. Á þeim tímapunkti virtist allt vera á réttu róli, samkvæmt BBC. Mínútu seinna fór vélin að lækka flugið. Saksóknarinn Brice Robin sagði í gær að fyrstu tuttugu mínútur flugsins hefðu samræður flugmannanna verið eðlilegar. Hins vegar sagði hann að þegar flugstjórinn fór að tala um lendingarferlið hafi svör aðstoðarflugmannsins, Andreas Lubitz orðið stutt og reiðileg. Skömmu seinna stóð flugstjórinn upp til þess að fara á klósettið og bað Lubitz um að taka við stjórninni. Þá má heyra hurð lokast og aðstoðarflugmaðurinn var einn í flugstjórnarklefanum. Mun hann þá hafa breytt stillingum vélarinnar svo hún fór að lækka flugið. „Breytingin á hæðarstillingunni getur einungis hafa verið vísvitandi,“ sagði Robin. Samkvæmt gagnagreiningu starfsmanna Flightradar24 var hæðarstillingu sjálfsstýringarinnar breytt úr 38 þúsund fetum í hundrað. Analysis of Flightradar24 ADS-B/ModeS data: Autopilot was manually changed from 38,000 to 100 ft at 09:30:55 #4U9525 pic.twitter.com/YKZKPxMnm7— Flightradar24 (@flightradar24) March 26, 2015 Starfsmenn flugumferðarstjórnar reyndu að ná sambandi við vélina þegar þeir sáu hæðarbreytingarnar, en fengu engin svör. Um klukkan 09:35 bankaði flugstjórinn á dyr flugstjórnarklefans og bað um að vera hleypt inn. Honum var heldur ekki svarað og reyndi hann þá að slá inn neyðarnúmer til opna dyrnar. Þegar númerið er slegið inn er 30 sekúndna tímabil þar sem mögulegt er að koma í veg fyrir opnun dyranna úr flugstjórnarklefanum. Þegar dyrnar opnuðust ekki eftir þessar 30 sekúndur byrjaði flugstjórinn að berja harðar á hurðina og og biðja Lubitz um að hleypa sér inn. Meðal annars notaði hann öxi til að reyna að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann. Andardráttur aðstoðarflugmannsins heyrist á upptökunum og hefur honum verið lýst sem eðlilegum. Hann sendi ekki út nein neyðarskilaboð, né sagði hann stakt orð. Á undir tíu mínútum brotlenti flugvélin í Ölpunum, en hún flaug á fjall á um 700 kílómetra hraða. Undir lok myndbandsins heyrast öskur farþeganna á upptökunni, en Robin telur að þau hafi ekki áttað sig á því hvað hafi verið að gerast fyrr en í blálokin. Flugumferðarstjórn missti radarsamband við vélina klukkan 09:40:47 og þá var vélin í 6.175 feta hæð. #INFOGRAPHIC Precedents of pilots downing their planes pic.twitter.com/25gtCGysea— Agence France-Presse (@AFP) March 27, 2015 Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21 Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49 Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn. 150 létust í brotlendingunni, þar af sex áhafnarmeðlimir. Erlendir miðlar hafa púslað saman síðustu mínútum flugsins út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. Vélinni var flogið af stað frá Barcelona klukkan 9:01 á þriðjudaginn og stefnan sett á Düsseldorf í Þýskalandi. Langflestir farþegar vélarinnar, alls 71, voru frá Þýskalandi, 48 voru frá Spáni, þrír frá Argentínu, þrír frá Ameríku, tveir frá frá Ástralíu, tveir frá Bretlandi, tveir frá Kólumbíu og tveir frá Íran. Þar að auki voru einstaklingar frá öðrum löndum. Síðustu samskipti flugumferðarstjórnar við flugvélina voru klukkan 09:30. Á þeim tímapunkti virtist allt vera á réttu róli, samkvæmt BBC. Mínútu seinna fór vélin að lækka flugið. Saksóknarinn Brice Robin sagði í gær að fyrstu tuttugu mínútur flugsins hefðu samræður flugmannanna verið eðlilegar. Hins vegar sagði hann að þegar flugstjórinn fór að tala um lendingarferlið hafi svör aðstoðarflugmannsins, Andreas Lubitz orðið stutt og reiðileg. Skömmu seinna stóð flugstjórinn upp til þess að fara á klósettið og bað Lubitz um að taka við stjórninni. Þá má heyra hurð lokast og aðstoðarflugmaðurinn var einn í flugstjórnarklefanum. Mun hann þá hafa breytt stillingum vélarinnar svo hún fór að lækka flugið. „Breytingin á hæðarstillingunni getur einungis hafa verið vísvitandi,“ sagði Robin. Samkvæmt gagnagreiningu starfsmanna Flightradar24 var hæðarstillingu sjálfsstýringarinnar breytt úr 38 þúsund fetum í hundrað. Analysis of Flightradar24 ADS-B/ModeS data: Autopilot was manually changed from 38,000 to 100 ft at 09:30:55 #4U9525 pic.twitter.com/YKZKPxMnm7— Flightradar24 (@flightradar24) March 26, 2015 Starfsmenn flugumferðarstjórnar reyndu að ná sambandi við vélina þegar þeir sáu hæðarbreytingarnar, en fengu engin svör. Um klukkan 09:35 bankaði flugstjórinn á dyr flugstjórnarklefans og bað um að vera hleypt inn. Honum var heldur ekki svarað og reyndi hann þá að slá inn neyðarnúmer til opna dyrnar. Þegar númerið er slegið inn er 30 sekúndna tímabil þar sem mögulegt er að koma í veg fyrir opnun dyranna úr flugstjórnarklefanum. Þegar dyrnar opnuðust ekki eftir þessar 30 sekúndur byrjaði flugstjórinn að berja harðar á hurðina og og biðja Lubitz um að hleypa sér inn. Meðal annars notaði hann öxi til að reyna að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann. Andardráttur aðstoðarflugmannsins heyrist á upptökunum og hefur honum verið lýst sem eðlilegum. Hann sendi ekki út nein neyðarskilaboð, né sagði hann stakt orð. Á undir tíu mínútum brotlenti flugvélin í Ölpunum, en hún flaug á fjall á um 700 kílómetra hraða. Undir lok myndbandsins heyrast öskur farþeganna á upptökunni, en Robin telur að þau hafi ekki áttað sig á því hvað hafi verið að gerast fyrr en í blálokin. Flugumferðarstjórn missti radarsamband við vélina klukkan 09:40:47 og þá var vélin í 6.175 feta hæð. #INFOGRAPHIC Precedents of pilots downing their planes pic.twitter.com/25gtCGysea— Agence France-Presse (@AFP) March 27, 2015
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21 Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49 Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21
Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49
Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06