Ótrúlegar tölur hjá McCarthy | Valur fjarlægist úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 18:34 Kristen McCarthy átti frábæran leik fyrir Snæfell gegn Keflavík í dag. vísir/vilhelm Snæfell vann öruggan sigur á Keflavík, 86-66, í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Íslandsmeistararnir eru nú komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn en Snæfell er sex stigum á undan Keflavík þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Snæfellskonur tóku strax völdin í leik dagsins og leiddu með 12 stigum að loknum 1. leikhluta, 22-10. Þrettán stigum munaði á liðunum í hálfleik, 41-28, og þann mun náðu Keflvíkingar aldrei að vinna upp. Lokatölur 86-66, Snæfelli í vil. Kristen McCarthy átti algjöran stórleik í liði Íslandsmeistaranna; skoraði 40 stig, tók 25 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, auk þess sem hún stal boltanum sjö sinnum. Mögnuð frammistaða hjá þessum öfluga leikmanni. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti einnig fínan leik með 23 stig og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir skilaði níu stigum, níu fráköstum og fimm stigum. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 18 stig og fimm stoðsendingar. Hún tapaði boltanum hins vegar fimm sinnum en alls töpuðu Keflavíkurkonur boltanum 29 sinnum í leiknum. Þá var skotnýting liðsins inni í teig aðeins 30%. Haukar unnu yfirburðasigur á Hamri í Schenker-höllinni, 86-44. Heimakonur höfðu gríðarlega yfirburði í leiknum en til marks um það var staðan 21-6 eftir 1. leikhluta. Hamar sótti í veðrið í 2. leikhluta en staðan í hálfleik var 37-23, Haukum í vil. Haukakonur juku svo forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleik og unnu að lokum 42 stiga sigur, 86-44. LeLe Hardy var að venju öflug í liði Hafnfirðinga en hún skoraði 38 stig og tók 25 fráköst. Þess má geta að allt Hamarsliðið tók 34 fráköst í leiknum. Hin 16 ára gamla Dýrfinna Arnardóttir var næst stigahæst í liði Hauka með 13 stig. Sydnei Moss skoraði 16 stig og tók 10 fráköst hjá Hamri sem er enn í 6. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.Guðbjörg Sverrisdóttir og stöllur hennar í Val máttu sætta sig við tap gegn botnliði Breiðabliks.vísir/vilhelmLiðið í 9. sæti, KR, tapaði með tveimur stigum, 57-59, fyrir Grindavík á heimavelli. Bikarmeistarnir voru sterkari aðilinn lengst af en slökuðu mikið á í 4. leikhluta og hleyptu KR-konum hættulega nærri sér. Á endanum kom það þó ekki að sök. Kristina King skoraði 23 stig fyrir Grindavík sem er í 4. sæti með jafn mörg stig og Haukar (32) og fjórum stigum meira en Valur sem tapaði mjög óvænt fyrir botnliði Breiðabliks á heimavelli, 68-78. Blikakonur mættu ákveðnar til leiks í dag og leiddu með 15 stigum eftir 1. leikhluta, 13-28. Þessi slæma byrjun Vals varð þeim að falli en Valskonur náðu aldrei að minnka muninn í meira en átta stig í þeim þremur leikhlutum sem eftir voru. Berglind Karen Ingvarsdóttir var stigahæst í liði Blika með 19 stig. Jóhanna Björk Sveinsdóttir átti einnig afbragðs leik með 18 stig og 13 fráköst. Þá var Arielle Wideman með þrefalda tvennu; 14 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Taleya Mayberry skoraði 35 stig og tók 11 fráköst í liði Vals sem fjærlægðist úrslitakeppnina með ósigrinum í dag.Tölfræði úr leikjum dagsins: Snæfell-Keflavík 86-66 (22-10, 19-18, 19-17, 26-21)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/25 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir/3 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 23, Hildur Sigurðardóttir 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 7/5 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 5/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10, Carmen Tyson-Thomas 9/10 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 1, Lovísa Falsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar-Hamar 86-44 (21-6, 16-17, 20-12, 29-9)Haukar: LeLe Hardy 38/25 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Dýrfinna Arnardóttir 13, Sólrún Inga Gísladóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 7, Inga Sif Sigfúsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Rakel Rós Ágústsdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/6 fráköst, Magdalena Gísladóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst/6 stoðsendingar. Hamar: Sydnei Moss 16/10 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 7/7 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 5, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 4/4 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Hafdís Ellertsdóttir 2, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Helga Vala Ingvarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0.KR-Grindavík 57-59 (12-13, 12-15, 12-17, 21-14)KR: Simone Jaqueline Holmes 26/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 17/7 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Helga Einarsdóttir 4/10 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0.Grindavík: Kristina King 23/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 7/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/5 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 2/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.Valur-Breiðablik 68-78 (13-28, 18-13, 18-21, 19-16)Valur: Taleya Mayberry 35/11 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 14/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 4/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0/5 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.Breiðablik: Berglind Karen Ingvarsdóttir 19/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18/13 fráköst/3 varin skot, Arielle Wideman 14/12 fráköst/10 stoðsendingar, Aníta Rún Árnadóttir 9, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 7/7 fráköst/4 varin skot, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/10 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 3, Kristbjörg Pálsdóttir 2, Kristín Rós Sigurðardóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Thelma Rut Sigurðardóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira
Snæfell vann öruggan sigur á Keflavík, 86-66, í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Íslandsmeistararnir eru nú komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn en Snæfell er sex stigum á undan Keflavík þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Snæfellskonur tóku strax völdin í leik dagsins og leiddu með 12 stigum að loknum 1. leikhluta, 22-10. Þrettán stigum munaði á liðunum í hálfleik, 41-28, og þann mun náðu Keflvíkingar aldrei að vinna upp. Lokatölur 86-66, Snæfelli í vil. Kristen McCarthy átti algjöran stórleik í liði Íslandsmeistaranna; skoraði 40 stig, tók 25 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, auk þess sem hún stal boltanum sjö sinnum. Mögnuð frammistaða hjá þessum öfluga leikmanni. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti einnig fínan leik með 23 stig og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir skilaði níu stigum, níu fráköstum og fimm stigum. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 18 stig og fimm stoðsendingar. Hún tapaði boltanum hins vegar fimm sinnum en alls töpuðu Keflavíkurkonur boltanum 29 sinnum í leiknum. Þá var skotnýting liðsins inni í teig aðeins 30%. Haukar unnu yfirburðasigur á Hamri í Schenker-höllinni, 86-44. Heimakonur höfðu gríðarlega yfirburði í leiknum en til marks um það var staðan 21-6 eftir 1. leikhluta. Hamar sótti í veðrið í 2. leikhluta en staðan í hálfleik var 37-23, Haukum í vil. Haukakonur juku svo forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleik og unnu að lokum 42 stiga sigur, 86-44. LeLe Hardy var að venju öflug í liði Hafnfirðinga en hún skoraði 38 stig og tók 25 fráköst. Þess má geta að allt Hamarsliðið tók 34 fráköst í leiknum. Hin 16 ára gamla Dýrfinna Arnardóttir var næst stigahæst í liði Hauka með 13 stig. Sydnei Moss skoraði 16 stig og tók 10 fráköst hjá Hamri sem er enn í 6. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.Guðbjörg Sverrisdóttir og stöllur hennar í Val máttu sætta sig við tap gegn botnliði Breiðabliks.vísir/vilhelmLiðið í 9. sæti, KR, tapaði með tveimur stigum, 57-59, fyrir Grindavík á heimavelli. Bikarmeistarnir voru sterkari aðilinn lengst af en slökuðu mikið á í 4. leikhluta og hleyptu KR-konum hættulega nærri sér. Á endanum kom það þó ekki að sök. Kristina King skoraði 23 stig fyrir Grindavík sem er í 4. sæti með jafn mörg stig og Haukar (32) og fjórum stigum meira en Valur sem tapaði mjög óvænt fyrir botnliði Breiðabliks á heimavelli, 68-78. Blikakonur mættu ákveðnar til leiks í dag og leiddu með 15 stigum eftir 1. leikhluta, 13-28. Þessi slæma byrjun Vals varð þeim að falli en Valskonur náðu aldrei að minnka muninn í meira en átta stig í þeim þremur leikhlutum sem eftir voru. Berglind Karen Ingvarsdóttir var stigahæst í liði Blika með 19 stig. Jóhanna Björk Sveinsdóttir átti einnig afbragðs leik með 18 stig og 13 fráköst. Þá var Arielle Wideman með þrefalda tvennu; 14 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Taleya Mayberry skoraði 35 stig og tók 11 fráköst í liði Vals sem fjærlægðist úrslitakeppnina með ósigrinum í dag.Tölfræði úr leikjum dagsins: Snæfell-Keflavík 86-66 (22-10, 19-18, 19-17, 26-21)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/25 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir/3 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 23, Hildur Sigurðardóttir 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 7/5 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 5/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10, Carmen Tyson-Thomas 9/10 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 1, Lovísa Falsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar-Hamar 86-44 (21-6, 16-17, 20-12, 29-9)Haukar: LeLe Hardy 38/25 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Dýrfinna Arnardóttir 13, Sólrún Inga Gísladóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 7, Inga Sif Sigfúsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Rakel Rós Ágústsdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/6 fráköst, Magdalena Gísladóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst/6 stoðsendingar. Hamar: Sydnei Moss 16/10 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 7/7 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 5, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 4/4 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Hafdís Ellertsdóttir 2, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Helga Vala Ingvarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0.KR-Grindavík 57-59 (12-13, 12-15, 12-17, 21-14)KR: Simone Jaqueline Holmes 26/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 17/7 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Helga Einarsdóttir 4/10 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0.Grindavík: Kristina King 23/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 7/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/5 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 2/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.Valur-Breiðablik 68-78 (13-28, 18-13, 18-21, 19-16)Valur: Taleya Mayberry 35/11 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 14/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 4/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0/5 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.Breiðablik: Berglind Karen Ingvarsdóttir 19/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18/13 fráköst/3 varin skot, Arielle Wideman 14/12 fráköst/10 stoðsendingar, Aníta Rún Árnadóttir 9, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 7/7 fráköst/4 varin skot, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/10 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 3, Kristbjörg Pálsdóttir 2, Kristín Rós Sigurðardóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Thelma Rut Sigurðardóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira