Fótbolti

Albert Guðmundsson einn af nýliðunum í 21 árs landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Mynd/Heimasíða Heerenween
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari 21 árs landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Rúmeníu í vináttulandsleik 26. mars næstkomandi.

Eyjólfur velur níu nýliða í hópinn að þessu sinn og um helmingur hópsins er að spila með erlendum liðum.

Albert Guðmundsson, leikmaður hollenska liðsins Heerenween, er yngstur nýliðanna en hann verður átján ára sumar.

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og Orri Sigurður Ómarsson eiga flesta leiki í hópnum eða tíu hvor.

Álasunds-strákarnir Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson eru báðir í hópnum sem og Kristján Flóki Finnbogason sem gekk til liðs við Breiðablik frá FCK í vikunni.

Leikurinn fer fram í Targu Mures í Rúmeníu en þetta er í þriðja skiptið sem þjóðirnar mætast í þessum aldursflokki.

Þessi leikur er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2017 en Ísland hefur leik þar gegn Makedóníu á heimavelli, 11. júní.  Aðrar þjóðir í riðli Íslands eru: Frakkland, Norður Írland, Skotland og Úkraína.



Hópurinn á móti Rúmeníu:

Markmenn

Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland

Frederik August Albrecht Schram, Vestsjælland

Aðrir leikmenn

Orri Sigurður Ómarsson, Valur

Árni Vilhjálmsson, Lilleström

Aron Elís Þrándarson, Álasund

Gunnar Þorsteinsson, ÍBV

Oliver Sigurjónsson, Breiðablik

Elías Már Ómarsson, Valerenga

Þorri Geir Rúnarsson, Stjarnan

Adam Örn Arnarsson, Nordsjælland

Albert Guðmundsson, Heerenween

Böðvar Böðvarsson, FH

Daníel Leó Grétarsson, Álasund

Heiðar Ægisson, Stjarnan

Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik

Kristján Flóki Finnbogason, Breiðablik

Viðar Ari Jónsson Fjölnir

Samúel Kári Friðjónsson, Reading




Fleiri fréttir

Sjá meira


×