Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2015 13:12 Vísir/GVA Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Stofnunin telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði neðan viðmiðunarmarka. Hvort sem tekið sé tillit til klukkustundar- sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Gert er ráð fyrir allt að 110 þúsund tonna ársframleiðslu á kísilmálmi. Þrátt fyrir að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs, muni verða innan viðmiðunarmarka, telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert. Það er vegna samanlagðs útblástrar frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðuráls og United Silicon. „Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið nærri íbúðarbyggð muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Áhrifin eru þó að mestu staðbundin og afturkræf að því undanskildu að reikna má með uppsöfnun þungmálma næst iðjuverunum. Þó telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert vegna efna úr útblæstri,“ segir í álitinu. Fjögur skilyrði eru lögð til að Skipulagsstofnun:1. Verði breytingar á mannvirkjum innan lóðar Thorsil þarf fyrirtækið að sýna fram á að þær hafi ekki marktæk áhrif á styrk mengunarefna utan þynningarsvæðis. Ef ástæða er til að ætla að slíkar breytingar kunni að auka mengun utan þynningarsvæðis þarf Thorsil að leggja fram nýja útreikninga á dreifingu mengunarefna og bera hana undir Umhverfisstofnun áður en Reykjanesbær breytir deiliskipulag svæðisins eða veitir leyfir fyrir breytingunum. 2. Losun Thorsil á brennisteinsdíoxíði þarf að vera undir 15 kg SO2 á hvert framleitt tonn af kísli, a.m.k. þar til vöktun leiðir í ljós að mögulega verði hægt að rýmka losunarheimildir. 3. Í vöktunaráætlun þarf að gera ráð fyrir mælistöð vegna loftmengunar í þeirri línu sem mesti styrkur mengunarefna teygir sig að þéttbýlinu í Reykjanesbæ samkvæmt líkanreikningum. 4. Í vöktunaráætlun þarf að koma fram að uppsöfnun á helstu þungmálmum í mosum á svæðinu verði mæld með reglubundnum hætti.Sjónræn áhrif talsvert neikvæð Byggingar á svæðinu verða allt að 45 metra háar og skorsteinar allt að 52 metra háir. Samkvæmt álitinu telst svæðið ekki vera einstakt og ekki vera ósnortið. Þó segir að landmótun umhverfis verksmiðjuna, ásamt endanlegri hönnun og litavali bygginga muni hafa það að markmiði að lágmarka sjónræn áhrif. Skipulagsstofnun telur að sjónaræn áhrif verði talsvert neikvæð frá Reykjanesbæ vegna umfangs bygginga og nálægðar þeirra. Þó kemur á móti að iðnaðarsvæðið við Helguvík liggur lægra í landi en svæðið umhverfis og dragi það úr sýnileika mannvirkja. Þá þykir ljóst að starfsemin mun auka nokkuð heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum. „Skipulagsstofnun telur brýnt að Thorsil hagi starfsemi sinni með þeim hætti að losun gróðurhúsaloftegunda verði sem fyrst neðan viðmiðunarmarka IPCC. Engu að síður verður um umtalsverða losun gróðurhúsalofttegunda að ræða og því telur Skipulagsstofnun að áhrif af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda verði talsvert neikvæð.“ Í álitinu segir að nauðsynlegt verði að fylgjast með loftgæðum á svæðinu umhverfis Helguvík og styrk helstu þungmálma í mosum á svæðinu. Álitið í heild sinni má sjá hér á heimasíðu Skipulagsstofnunnar. Loftslagsmál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Stofnunin telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði neðan viðmiðunarmarka. Hvort sem tekið sé tillit til klukkustundar- sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Gert er ráð fyrir allt að 110 þúsund tonna ársframleiðslu á kísilmálmi. Þrátt fyrir að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs, muni verða innan viðmiðunarmarka, telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert. Það er vegna samanlagðs útblástrar frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðuráls og United Silicon. „Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið nærri íbúðarbyggð muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Áhrifin eru þó að mestu staðbundin og afturkræf að því undanskildu að reikna má með uppsöfnun þungmálma næst iðjuverunum. Þó telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert vegna efna úr útblæstri,“ segir í álitinu. Fjögur skilyrði eru lögð til að Skipulagsstofnun:1. Verði breytingar á mannvirkjum innan lóðar Thorsil þarf fyrirtækið að sýna fram á að þær hafi ekki marktæk áhrif á styrk mengunarefna utan þynningarsvæðis. Ef ástæða er til að ætla að slíkar breytingar kunni að auka mengun utan þynningarsvæðis þarf Thorsil að leggja fram nýja útreikninga á dreifingu mengunarefna og bera hana undir Umhverfisstofnun áður en Reykjanesbær breytir deiliskipulag svæðisins eða veitir leyfir fyrir breytingunum. 2. Losun Thorsil á brennisteinsdíoxíði þarf að vera undir 15 kg SO2 á hvert framleitt tonn af kísli, a.m.k. þar til vöktun leiðir í ljós að mögulega verði hægt að rýmka losunarheimildir. 3. Í vöktunaráætlun þarf að gera ráð fyrir mælistöð vegna loftmengunar í þeirri línu sem mesti styrkur mengunarefna teygir sig að þéttbýlinu í Reykjanesbæ samkvæmt líkanreikningum. 4. Í vöktunaráætlun þarf að koma fram að uppsöfnun á helstu þungmálmum í mosum á svæðinu verði mæld með reglubundnum hætti.Sjónræn áhrif talsvert neikvæð Byggingar á svæðinu verða allt að 45 metra háar og skorsteinar allt að 52 metra háir. Samkvæmt álitinu telst svæðið ekki vera einstakt og ekki vera ósnortið. Þó segir að landmótun umhverfis verksmiðjuna, ásamt endanlegri hönnun og litavali bygginga muni hafa það að markmiði að lágmarka sjónræn áhrif. Skipulagsstofnun telur að sjónaræn áhrif verði talsvert neikvæð frá Reykjanesbæ vegna umfangs bygginga og nálægðar þeirra. Þó kemur á móti að iðnaðarsvæðið við Helguvík liggur lægra í landi en svæðið umhverfis og dragi það úr sýnileika mannvirkja. Þá þykir ljóst að starfsemin mun auka nokkuð heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum. „Skipulagsstofnun telur brýnt að Thorsil hagi starfsemi sinni með þeim hætti að losun gróðurhúsaloftegunda verði sem fyrst neðan viðmiðunarmarka IPCC. Engu að síður verður um umtalsverða losun gróðurhúsalofttegunda að ræða og því telur Skipulagsstofnun að áhrif af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda verði talsvert neikvæð.“ Í álitinu segir að nauðsynlegt verði að fylgjast með loftgæðum á svæðinu umhverfis Helguvík og styrk helstu þungmálma í mosum á svæðinu. Álitið í heild sinni má sjá hér á heimasíðu Skipulagsstofnunnar.
Loftslagsmál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira