Fótbolti

Verona kastaði frá sér sigrinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil og Luca Toni fagna marki þess síðarnefnda.
Emil og Luca Toni fagna marki þess síðarnefnda. vísir/getty
Íslendingaliðin Verona og Cesena gerðu 3-3 jafntefli í ítölsku úrvalsdeildinni.

Verona-menn fóru illa að ráði sínu en eftir rúman klukkutíma var staðan 3-0 þeim í vil. Gamla brýnið Luca Toni skoraði tvö marka Verona og Juanito Gómez eitt.

Cesena fór í gang á lokakaflanum og tryggði sér stig með þremur mörkum á 11 mínútna kafla. Carlos Carbonero, Franci Brienza og Davide Succi skoruðu mörkin.

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Verona en fór af velli á 69. mínútu þegar staðan var 3-0.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekk Cesena sem er í 18. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Verona er hins vegar í 15. sæti með 33 stig.

Úrslit dagsins:

Roma 1-0 Napoli

Sassuolo 1-0 Chievo

Verona 3-3 Cesena

Genoa 1-1 Udinese

Atalanta 1-2 Torino

Inter 1-1 Parma

Palermo 1-2 AC Milan

Cagliari 1-3 Lazio




Fleiri fréttir

Sjá meira


×