Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Linda Blöndal skrifar 2. apríl 2015 20:30 Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Byggingarefni og samfélagsgerðin sé allt önnur nú en þá. Erfitt sé að ráða í orð forsætisráðherra sem vill nota gamlar teikningar Guðjóns. Nokkuð tvíeggja hugmyndTillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar er nokkuð tvíeggja, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðjón var húsameistari ríkisins frá 1920 til 1950 og eftir hann eru margar fegurstu byggingar landsins. Guðjón er í hugum arkitekta einn sá flinkasti fyrr og síðar hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld mátti sjá hvernig húsið myndi verða á óbyggðri lóð Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Þar sagði Sigmundur Davíð að "nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús".Erfitt að ráða í orð ráðherra„Það er svolítið erfitt að ráða í þessi orð vegna þess að maður spyr hvernig á að vinna með Guðjóni Samúelssyni í dag nema að Sálarrannsóknarfélaginu verði falið að hafa milligöngu um þetta", sagði Hjörleifur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Fyrir hundrað árum síðan þegar hann gerði þessar teikningar þá gerði hann þær út frá þeim byggingarefnum og byggingaraðferðum og samfélagsgerð sem þá var. En smá saman breyttust húsin sem Guðjón teiknaði, þau breyttust eftir því sem aðstæður breyttust og voru undir lok starfsævi hans orðin allt öðruvísi", segir Hjörleifur. „Hvernig hann myndi leysa þetta viðfangsefni, viðbyggingu við Alþingishúsið útfrá byggingarefnum dagsins í dag og þeim aðferðum sem nú eru notaðar, er ómögulegt að segja", segir hann. Hjörleifur segir að í tillögunum felist að virðing skuli borin fyrir gamla þinghúsinu sem var teiknað af húsameistara Dana Ferdinard Meldahl árið 1881 og segir Hjörleifur að í teikningu Guðjóns sé augljóslega borin virðing fyrir verki Meldahls.Líka góð tíðindi„Svo getum við líka valið þann kostinn að skoða þessi orð forsætisráðherra sem yfirlýsingu um hversu mikilvægt þetta verkefni er og hve merkileg bygging Alþingishúsið er. Að við eigum að vanda okkur eins og nokkur er kostur að gera bygginguna kurteislega og hæfilega með hliðsjón af Alþingishúsinu", sagði Hjörleifur sem segir að góðu tíðindin í tillögu ráðherra séu að nú sé kannski loks farið að huga að nauðsynlegri byggingu við þinghúsið. Alþingi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira
Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Byggingarefni og samfélagsgerðin sé allt önnur nú en þá. Erfitt sé að ráða í orð forsætisráðherra sem vill nota gamlar teikningar Guðjóns. Nokkuð tvíeggja hugmyndTillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar er nokkuð tvíeggja, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðjón var húsameistari ríkisins frá 1920 til 1950 og eftir hann eru margar fegurstu byggingar landsins. Guðjón er í hugum arkitekta einn sá flinkasti fyrr og síðar hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld mátti sjá hvernig húsið myndi verða á óbyggðri lóð Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Þar sagði Sigmundur Davíð að "nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús".Erfitt að ráða í orð ráðherra„Það er svolítið erfitt að ráða í þessi orð vegna þess að maður spyr hvernig á að vinna með Guðjóni Samúelssyni í dag nema að Sálarrannsóknarfélaginu verði falið að hafa milligöngu um þetta", sagði Hjörleifur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Fyrir hundrað árum síðan þegar hann gerði þessar teikningar þá gerði hann þær út frá þeim byggingarefnum og byggingaraðferðum og samfélagsgerð sem þá var. En smá saman breyttust húsin sem Guðjón teiknaði, þau breyttust eftir því sem aðstæður breyttust og voru undir lok starfsævi hans orðin allt öðruvísi", segir Hjörleifur. „Hvernig hann myndi leysa þetta viðfangsefni, viðbyggingu við Alþingishúsið útfrá byggingarefnum dagsins í dag og þeim aðferðum sem nú eru notaðar, er ómögulegt að segja", segir hann. Hjörleifur segir að í tillögunum felist að virðing skuli borin fyrir gamla þinghúsinu sem var teiknað af húsameistara Dana Ferdinard Meldahl árið 1881 og segir Hjörleifur að í teikningu Guðjóns sé augljóslega borin virðing fyrir verki Meldahls.Líka góð tíðindi„Svo getum við líka valið þann kostinn að skoða þessi orð forsætisráðherra sem yfirlýsingu um hversu mikilvægt þetta verkefni er og hve merkileg bygging Alþingishúsið er. Að við eigum að vanda okkur eins og nokkur er kostur að gera bygginguna kurteislega og hæfilega með hliðsjón af Alþingishúsinu", sagði Hjörleifur sem segir að góðu tíðindin í tillögu ráðherra séu að nú sé kannski loks farið að huga að nauðsynlegri byggingu við þinghúsið.
Alþingi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira