Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 11:00 Mínútur Söru Diljá í úrvalsdeildinni gætu kostað Stjörnuna sæti á meðal þeirra bestu. vísir/valli Stjarnan tryggði sér sæti í Dominos-deild kvenna í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið lagði Njarðvík, 57-54, á útivelli í oddaleik umspilsins um úrvalsdeildarsætið. Svo gæti þó farið að Stjarnan verði áfram í 1. deildinni næsta vetur en Njarðvík verði á meðal þeirra bestu á ný. Njarðvík er búið að leggja fram kæru til KKÍ vegna meints ólöglegs leikmanns sem Stjarnan tefldi fram, en þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Vísi. Njarðvík vill meina að Sara Diljá Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki mátt spila með Garðabæjarliðinu í umspilinu þar sem hún er á meðal sjö leikjahæstu kvenna Valsliðsins í úrvalsdeildinni. Sara Diljá spilaði ekki fyrsta leikinn í umspilinu en spilaði leiki tvö og þrjú. Hún skoraði níu stig og tók 10 fráköst í oddaleiknum þegar Stjarnan tryggði sér sæti í efstu deild. Sara er á mála hjá Val en gerði venslasamning við Stjörnuna. Þeir eru notaðir fyrir stelpur sem fá minna að spila með úrvalsdeildarliðunum þannig þær fái mínútur í 1. deildinni. Reglan er þannig að þær sjö konur sem spila flestar mínútur að meðaltali með hverju úrvalsdeildarliði mega ekki spila með venslaliðum. Munurinn er ótrúlega lítill hjá Valsliðinu, en Sara Diljá er með 14 mínútur og 34 sekúndur að meðaltali í leik fyrir Val. Hún er sú sjöunda leikjahæsta, aðeins sjö sekúndum á undan Sóllilju Bjarnadóttur. Ef bikarinn er tekinn með er Sara Diljá þó langt fyrir neðan sjöunda sætið og lögleg með Stjörnunni í úrslitaeinvíginu, en nú á eftir að skera úr um hvort bara deildin telji eða deild og bikar. „Aga- og úrskurðarnefnd tekur þetta nú fyrir. Stjarnan fær tíma til að skila inn andmælum og sinni skýringu og svo verða lögfræðingar nefndarinnar að ákveða hvað verður,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27 Dominos-deild kvenna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Stjarnan tryggði sér sæti í Dominos-deild kvenna í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið lagði Njarðvík, 57-54, á útivelli í oddaleik umspilsins um úrvalsdeildarsætið. Svo gæti þó farið að Stjarnan verði áfram í 1. deildinni næsta vetur en Njarðvík verði á meðal þeirra bestu á ný. Njarðvík er búið að leggja fram kæru til KKÍ vegna meints ólöglegs leikmanns sem Stjarnan tefldi fram, en þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Vísi. Njarðvík vill meina að Sara Diljá Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki mátt spila með Garðabæjarliðinu í umspilinu þar sem hún er á meðal sjö leikjahæstu kvenna Valsliðsins í úrvalsdeildinni. Sara Diljá spilaði ekki fyrsta leikinn í umspilinu en spilaði leiki tvö og þrjú. Hún skoraði níu stig og tók 10 fráköst í oddaleiknum þegar Stjarnan tryggði sér sæti í efstu deild. Sara er á mála hjá Val en gerði venslasamning við Stjörnuna. Þeir eru notaðir fyrir stelpur sem fá minna að spila með úrvalsdeildarliðunum þannig þær fái mínútur í 1. deildinni. Reglan er þannig að þær sjö konur sem spila flestar mínútur að meðaltali með hverju úrvalsdeildarliði mega ekki spila með venslaliðum. Munurinn er ótrúlega lítill hjá Valsliðinu, en Sara Diljá er með 14 mínútur og 34 sekúndur að meðaltali í leik fyrir Val. Hún er sú sjöunda leikjahæsta, aðeins sjö sekúndum á undan Sóllilju Bjarnadóttur. Ef bikarinn er tekinn með er Sara Diljá þó langt fyrir neðan sjöunda sætið og lögleg með Stjörnunni í úrslitaeinvíginu, en nú á eftir að skera úr um hvort bara deildin telji eða deild og bikar. „Aga- og úrskurðarnefnd tekur þetta nú fyrir. Stjarnan fær tíma til að skila inn andmælum og sinni skýringu og svo verða lögfræðingar nefndarinnar að ákveða hvað verður,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27
Dominos-deild kvenna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira