Fjárlaganefnd vill frekari svör um meint samkeppnisbrot Íslandspósts Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2015 15:23 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandspósts komu á fund fjárlaganefndar í dag til að svara spurningum nefndarmanna um meint samkeppnislagabrot. Íslandspóstur hefur verið sakaður um að nýta þann hluta rekstursins sem ríkið hefur gefið fyrirtækinu einkarétt á að sinna til að greiða niður samkeppnisrekstur þess. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, kveðst ánægð með fundinn þar sem stjórnendur Póstsins svöruðu spurningum og rökstuddu mál sitt. „Það sem við þurfum að skoða betur eru fullyrðingar sem að við þurfum að fá svör við bæði frá Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu,“ segir Vigdís um niðurstöðu fundarins. Búið er að óska eftir fundi með forsvarsmönnum stofnunarinnar til að fá svör við þeim spurningum. „Okkur finnst enn þá vera aðeins óskýrt þessar fullyrðingar Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem uppi eru áhöld um að einkaleyfi sé að greiða niður samkeppnisrekstur,“ útskýrir Vigdís. Aðspurð segir Vigdís skoðun fjárlaganefndar ekki snúa að kaupi og kjörum stjórnenda fyrirtækisins, sem þó hefur sætt nokkurri gagnrýni. „Við erum að horfa á reksturinn, stóru myndina, þessar stóru ávirðingar sem hafa komið fram,” segir hún og vísar þar til meintra samkeppnisbrota fyrirtækisins. „Þeir hafa stofnað dótturfélög á síðustu árum og kaupa fyrirtæki á markaði til að setja undir hatt Íslandspósts, sem ég tel ekki samrýmast lögum að öllu leyti,“ segir hún. „Þeir telja að þeim sé þetta heimilt.” Alþingi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Forstjóri og stjórnarformaður Íslandspósts komu á fund fjárlaganefndar í dag til að svara spurningum nefndarmanna um meint samkeppnislagabrot. Íslandspóstur hefur verið sakaður um að nýta þann hluta rekstursins sem ríkið hefur gefið fyrirtækinu einkarétt á að sinna til að greiða niður samkeppnisrekstur þess. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, kveðst ánægð með fundinn þar sem stjórnendur Póstsins svöruðu spurningum og rökstuddu mál sitt. „Það sem við þurfum að skoða betur eru fullyrðingar sem að við þurfum að fá svör við bæði frá Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu,“ segir Vigdís um niðurstöðu fundarins. Búið er að óska eftir fundi með forsvarsmönnum stofnunarinnar til að fá svör við þeim spurningum. „Okkur finnst enn þá vera aðeins óskýrt þessar fullyrðingar Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem uppi eru áhöld um að einkaleyfi sé að greiða niður samkeppnisrekstur,“ útskýrir Vigdís. Aðspurð segir Vigdís skoðun fjárlaganefndar ekki snúa að kaupi og kjörum stjórnenda fyrirtækisins, sem þó hefur sætt nokkurri gagnrýni. „Við erum að horfa á reksturinn, stóru myndina, þessar stóru ávirðingar sem hafa komið fram,” segir hún og vísar þar til meintra samkeppnisbrota fyrirtækisins. „Þeir hafa stofnað dótturfélög á síðustu árum og kaupa fyrirtæki á markaði til að setja undir hatt Íslandspósts, sem ég tel ekki samrýmast lögum að öllu leyti,“ segir hún. „Þeir telja að þeim sé þetta heimilt.”
Alþingi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira