Bónorð Ingu til Helga: „Vissi ekki hvernig hann tæki í svona bónorð“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. apríl 2015 13:36 Inga og Helgi skömmu eftir að sá síðarnefndi sagði já. mynd/úr myndbandinu „Ég bað hans á skátamóti fyrir fullorðna listaskáta í Rieneck-kastala í Þýskalandi,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, unnusta þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. „Ég hef farið á þetta mót undanfarin tíu ár og Helgi hefur komið með mér síðustu tvö skipti. Þetta er staður sem mér þykir mjög vænt um.“ Inga segir að margir af hennar bestu vinum séu af þessum mótum. „Ég hef farið í brúðkaup, jarðarfarir og skírnir hjá fólki sem ég hef kynnst þarna þannig mér fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir bónorð.“ Um hundrað manns komu að bónorðinu sem var nokkuð óvenjulegt. Helgi Hrafn stendur úti í glugga og horfir út þegar stúlka byrjar að dansa. Smám saman fjölgar í hópnum. Inga stendur fyrir neðan gluggann og stýrir dansinum án þess að Helgi viti af henni. Í lokin bætist hún við hópinn og fólkið ber upp bónorðið með því að lyfta upp klæðum sínum. „Þetta voru skátar frá allri Evrópu og nokkrir frá Suður-Afríku. Þegar þau lyfta upp bolunum þá eru tvær sem víxla stöðum. Þær tvær eru frá Rússlandi.“ Inga segir að hún hafi verið mjög stressuð fyrir þessu. „Ég borðaði eiginlega ekkert í matnum fyrir. Ég hafði sagt flestum í kringum mig frá planinu svo það var erfitt að bakka út,“ svarar hún aðspurð um hvort hún hafi fengið einhverja bakþanka. „Það var aldrei efi í mér að Helgi myndi segja já þegar að því kæmi að biðja hans en ég var ekki viss hvernig hann tæki því með þessu móti. Það hefur alltaf verið kýrskýrt að ég myndi biðja hans og hann sagði já þegar dansinum lauk.“ Inga Auðbjörg er virk í starfi Ungra Jafnaðarmanna á meðan Helgi Hrafn er Pírati. „Við kynntumst í gegnum pólitík og erum yfirleitt nokkuð sammála enda ekki stórkostlegur munur á Pírötum og UJ. Að auki fer ástin létt með að blómstra þvert á flokka,“ segir Inga. Vísir óskar Ingu og Helga til hamingju með trúlofunina. Tengdar fréttir Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Ég bað hans á skátamóti fyrir fullorðna listaskáta í Rieneck-kastala í Þýskalandi,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, unnusta þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. „Ég hef farið á þetta mót undanfarin tíu ár og Helgi hefur komið með mér síðustu tvö skipti. Þetta er staður sem mér þykir mjög vænt um.“ Inga segir að margir af hennar bestu vinum séu af þessum mótum. „Ég hef farið í brúðkaup, jarðarfarir og skírnir hjá fólki sem ég hef kynnst þarna þannig mér fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir bónorð.“ Um hundrað manns komu að bónorðinu sem var nokkuð óvenjulegt. Helgi Hrafn stendur úti í glugga og horfir út þegar stúlka byrjar að dansa. Smám saman fjölgar í hópnum. Inga stendur fyrir neðan gluggann og stýrir dansinum án þess að Helgi viti af henni. Í lokin bætist hún við hópinn og fólkið ber upp bónorðið með því að lyfta upp klæðum sínum. „Þetta voru skátar frá allri Evrópu og nokkrir frá Suður-Afríku. Þegar þau lyfta upp bolunum þá eru tvær sem víxla stöðum. Þær tvær eru frá Rússlandi.“ Inga segir að hún hafi verið mjög stressuð fyrir þessu. „Ég borðaði eiginlega ekkert í matnum fyrir. Ég hafði sagt flestum í kringum mig frá planinu svo það var erfitt að bakka út,“ svarar hún aðspurð um hvort hún hafi fengið einhverja bakþanka. „Það var aldrei efi í mér að Helgi myndi segja já þegar að því kæmi að biðja hans en ég var ekki viss hvernig hann tæki því með þessu móti. Það hefur alltaf verið kýrskýrt að ég myndi biðja hans og hann sagði já þegar dansinum lauk.“ Inga Auðbjörg er virk í starfi Ungra Jafnaðarmanna á meðan Helgi Hrafn er Pírati. „Við kynntumst í gegnum pólitík og erum yfirleitt nokkuð sammála enda ekki stórkostlegur munur á Pírötum og UJ. Að auki fer ástin létt með að blómstra þvert á flokka,“ segir Inga. Vísir óskar Ingu og Helga til hamingju með trúlofunina.
Tengdar fréttir Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01