Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2015 21:48 Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Vísir/AFP Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Verkefnin voru ekki boðin út og þrjú þeirra hafa ítrekað sætt gagnrýni af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna þess hvernig staðið var að þeim. Kostnaður ríkisins við verkefnin nam hátt í tvö hundruð milljónir króna á núvirði. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar kom einnig fram að einn fulltrúa þáverandi félagsmálaráðherra í stýrihóp sem hafði umsjón með einu verkefnanna gegndi á sama tíma starfi stjórnarformanns Forsvars. Einnig var hann eigandi fyrirtækis sem síðar rak hugbúnaðinn. „Flestir myndu kalla þetta einhvers konar spillingu, óvönduð stjórnsýsla er kannski smekklegra orðalag,“ sagði Eiríkur Karl Ólafsson Smith, verkefnastjóri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, í Kastljósi.Ókláruð vinna fór langt fram úr kostnaðaráætlunÞað voru sjávarútvegs- og félagsmálaráðuneytið sem stóðu að gerð samninganna við Forsvar. Um var að ræða fjögur verkefni á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerð. Aðeins eitt þeirra, upplýsingakerfi um þjónustu við fatlaða, komst í notkun og það aðeins tímabundið. Fyrsti samningurinn sem gerður var við fyrirtækið, árið 2003, sneri að hugbúnaði til að halda utan um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Verkefnið var lagt á hilluna óklárað þegar Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að kaupa annað hugbúnað, en þá var kostnaður við verkefnið þegar kominn langt fram úr áætlun.Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis.Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður kjördæmisins, skrifaði undir samninginn við Forsvar og lýsti við tilefnið yfir ánægju yfir því að aðili á landsbyggðinni hefði fengið verkefnið. Ríkisendurskoðun gerði síðar athugasemdir við samninginn, meðal annars vegna þess að verkið var ekki boðið út, vinnan aldrei kláruð og engin ákvæði um vanefndir eða tafabætur voru í samningnum.Gerði samning við sjálfan sigGarðar Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, var viðstaddur undirritun samningsins árið 2003. Hann var síðar skipaður í stýrihóp um uppbyggingu upplýsingakerfis um félagsþjónustu fatlaðra, sem síðar fékk heitið Gróska, og hélt sæti sínu í hópnum eftir að hann sagði upp störfum hjá ráðuneytinu árið 2004. Stuttu síðar stofnaði hann félagið Glax group ásamt Elínu Líndal, skrifstofustjóra Forsvars og fyrrverandi aðstoðarþingmanni Páls Péturssonar. Svo fór að ráðuneytið samdi við Forsvar um þarfagreiningu vegna Grósku og úthlutaði fyrirtækinu síðan verkefnið, án útboðs.Garðar Jónsson sat beggja vegna borðsins í samningaviðræðum ríkisins við Forsvar.Vísir/Hörður SveinssonEftir að Forsvar fékk þennan samning, settist Garðar í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann hélt þó enn sæti sínu í stýrihópnum, meira að segja þegar félagsmálaráðuneytið skrifaði undir annan samning við Forsvar. Formaður stýrihópsins skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.Aldrei það stjórntæki sem ætlast var til Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir við það að kostnaður við Grósku fór langt fram úr áætlun án þess að kerfið yrði nokkurn tímann það stjórntæki sem ætlast var til, meðal annars vegna tæknilegra galla. Þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríkinu til sveitarfélaga var hætt að notast við kerfið, að því er virðist í öllum sveitarfélögum nema í Hornafirði og Húnaþingi vestra, en kostnaður við það hafði þá þegar numið um áttatíu milljónum króna á núvirði. „Það er farið fram hjá lögum um opinber innkaup, virðist vera,“ sagði Gestur Páll Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, í Kastljósi um vinnubrögð ríkisins í samningagerð við Forsvar. „Í tilviki eins meðlims stýrihópsins er um skýrt vanhæfi að ræða.“Uppfært klukkan 10:33Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að kostnaður við Grósku hefði numið 80 milljörðum króna þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Hið rétta er að kostnaðurinn nam 80 milljónum króna. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Verkefnin voru ekki boðin út og þrjú þeirra hafa ítrekað sætt gagnrýni af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna þess hvernig staðið var að þeim. Kostnaður ríkisins við verkefnin nam hátt í tvö hundruð milljónir króna á núvirði. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar kom einnig fram að einn fulltrúa þáverandi félagsmálaráðherra í stýrihóp sem hafði umsjón með einu verkefnanna gegndi á sama tíma starfi stjórnarformanns Forsvars. Einnig var hann eigandi fyrirtækis sem síðar rak hugbúnaðinn. „Flestir myndu kalla þetta einhvers konar spillingu, óvönduð stjórnsýsla er kannski smekklegra orðalag,“ sagði Eiríkur Karl Ólafsson Smith, verkefnastjóri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, í Kastljósi.Ókláruð vinna fór langt fram úr kostnaðaráætlunÞað voru sjávarútvegs- og félagsmálaráðuneytið sem stóðu að gerð samninganna við Forsvar. Um var að ræða fjögur verkefni á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerð. Aðeins eitt þeirra, upplýsingakerfi um þjónustu við fatlaða, komst í notkun og það aðeins tímabundið. Fyrsti samningurinn sem gerður var við fyrirtækið, árið 2003, sneri að hugbúnaði til að halda utan um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Verkefnið var lagt á hilluna óklárað þegar Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að kaupa annað hugbúnað, en þá var kostnaður við verkefnið þegar kominn langt fram úr áætlun.Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis.Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður kjördæmisins, skrifaði undir samninginn við Forsvar og lýsti við tilefnið yfir ánægju yfir því að aðili á landsbyggðinni hefði fengið verkefnið. Ríkisendurskoðun gerði síðar athugasemdir við samninginn, meðal annars vegna þess að verkið var ekki boðið út, vinnan aldrei kláruð og engin ákvæði um vanefndir eða tafabætur voru í samningnum.Gerði samning við sjálfan sigGarðar Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, var viðstaddur undirritun samningsins árið 2003. Hann var síðar skipaður í stýrihóp um uppbyggingu upplýsingakerfis um félagsþjónustu fatlaðra, sem síðar fékk heitið Gróska, og hélt sæti sínu í hópnum eftir að hann sagði upp störfum hjá ráðuneytinu árið 2004. Stuttu síðar stofnaði hann félagið Glax group ásamt Elínu Líndal, skrifstofustjóra Forsvars og fyrrverandi aðstoðarþingmanni Páls Péturssonar. Svo fór að ráðuneytið samdi við Forsvar um þarfagreiningu vegna Grósku og úthlutaði fyrirtækinu síðan verkefnið, án útboðs.Garðar Jónsson sat beggja vegna borðsins í samningaviðræðum ríkisins við Forsvar.Vísir/Hörður SveinssonEftir að Forsvar fékk þennan samning, settist Garðar í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann hélt þó enn sæti sínu í stýrihópnum, meira að segja þegar félagsmálaráðuneytið skrifaði undir annan samning við Forsvar. Formaður stýrihópsins skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.Aldrei það stjórntæki sem ætlast var til Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir við það að kostnaður við Grósku fór langt fram úr áætlun án þess að kerfið yrði nokkurn tímann það stjórntæki sem ætlast var til, meðal annars vegna tæknilegra galla. Þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríkinu til sveitarfélaga var hætt að notast við kerfið, að því er virðist í öllum sveitarfélögum nema í Hornafirði og Húnaþingi vestra, en kostnaður við það hafði þá þegar numið um áttatíu milljónum króna á núvirði. „Það er farið fram hjá lögum um opinber innkaup, virðist vera,“ sagði Gestur Páll Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, í Kastljósi um vinnubrögð ríkisins í samningagerð við Forsvar. „Í tilviki eins meðlims stýrihópsins er um skýrt vanhæfi að ræða.“Uppfært klukkan 10:33Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að kostnaður við Grósku hefði numið 80 milljörðum króna þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Hið rétta er að kostnaðurinn nam 80 milljónum króna.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira