Ísraelsmenn undirbúi árás á skútuna með Gretu Thunberg um borð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 13:19 Hópurinn hafði stefnt að því að ná Gasaströndinni á morgun. AP/Salvatore Cavalli Varnarmálaráðherra Ísraels segist hafa skipað ísraelska hernum að hindra skútu með hjálpargögn fyrir Palestínumenn komist að ströndum Gasa. Aðgerðarsinninn ungi Greta Thunberg er meðal þeirra sem eru um borð. Hópurinn segir Ísraelsmenn undirbúa árás á skútuna. Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg sigldi af stað frá hafnarborginni Kataníu á Sikiley til Gasa við tólfta mann. Hópurinn hugðist mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til hinnar hungursorfnu Gasastrandar. Með Gretu í för er meðal annars Liam Cunningham sem fór með hlutverk sinjórs Davos Seaworth í Krúnuleikunum og franskur þingmaður Evrópuþingsins. Hungur sverfur að Gasabúum Hópurinn hóf för sína frá Sikiley að kvöldi síðasta sunnudags og til stóð að hann næði Botnalöndum á morgun. Mikil hungursneyð sverfur að íbúum Gasastrandarinnar enda hefur Ísraelsher unnið markvisst gegn því að mannúðaraðstoð berist þangað undanfarna mánuði. Ísraelsmenn hyggjast leggja Gasaströndina endanlega undir sig á næstu mánuðum. Skútan Madleen hefur hægt og bítandi nálgast Palestínu undanfarna daga en hægt er að fylgjast með ferðum hennar í rauntíma með því að smella hér. Hins vegar er líklegt að Ísraelsmenn hafi beitt truflunarbúnaði á staðsetningarbúnað aðgerðarsinnanna enda eru þau samkvæmt búnaðinum stödd á alþjóðaflugvellinum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, sem er um rúmum hundrað kílómetrum frá ströndum Palestínu og því harla ólíklegt að þeim hafi tekist að sigla þangað. „Ég hef skipað ísraelska hernum að bregðast við og sjá til þess að Madleen nái ekki til Gasa. Við gyðingahatarann Gretu og félaga hennar, segi ég skýrt: Snúið við því þið munuð ekki ná Gasa,“ er haft eftir Israel Katz varnarmálaráðherra í yfirlýsingu en Times of Israel greinir frá. „Ísraelsríki mun ekki leyfa neinum að rjúfa herkvína á Gasa. Aðaltilgangur hennar er að hindra vopnagjafir til Hamas, morðóðra hryðjuverkasamtaka sem eru með gísla í haldi og fremur stríðsglæpi,“ segir hann jafnframt. Ísraelsmenn undirbúi árás Brasilíski aðgerðarsinninn Thiago Ávila sem er um borð í Madleen birti færslu fyrr í dag þar sem hann segir skútuna vera um 162 sjómílum frá ströndum Gasa. „Við vitum hvað það þýðir þegar þeir fara að trufla fjarskiptabúnaðinn okkar. Það þýðir að þeir eru að undirbúa sig undir viðbragð eða árás,“ segir hann í myndbandi sem hann birti af þilfari skútunnar í dag. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Við höfum öll heyrt í ísraelskum miðlum að S13-sveit ísraelsku leyniþjónustunnar sveitarinnar væri á leiðinni. Þeir eru að undirbúa stríðsglæp og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Thiago. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg sigldi af stað frá hafnarborginni Kataníu á Sikiley til Gasa við tólfta mann. Hópurinn hugðist mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til hinnar hungursorfnu Gasastrandar. Með Gretu í för er meðal annars Liam Cunningham sem fór með hlutverk sinjórs Davos Seaworth í Krúnuleikunum og franskur þingmaður Evrópuþingsins. Hungur sverfur að Gasabúum Hópurinn hóf för sína frá Sikiley að kvöldi síðasta sunnudags og til stóð að hann næði Botnalöndum á morgun. Mikil hungursneyð sverfur að íbúum Gasastrandarinnar enda hefur Ísraelsher unnið markvisst gegn því að mannúðaraðstoð berist þangað undanfarna mánuði. Ísraelsmenn hyggjast leggja Gasaströndina endanlega undir sig á næstu mánuðum. Skútan Madleen hefur hægt og bítandi nálgast Palestínu undanfarna daga en hægt er að fylgjast með ferðum hennar í rauntíma með því að smella hér. Hins vegar er líklegt að Ísraelsmenn hafi beitt truflunarbúnaði á staðsetningarbúnað aðgerðarsinnanna enda eru þau samkvæmt búnaðinum stödd á alþjóðaflugvellinum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, sem er um rúmum hundrað kílómetrum frá ströndum Palestínu og því harla ólíklegt að þeim hafi tekist að sigla þangað. „Ég hef skipað ísraelska hernum að bregðast við og sjá til þess að Madleen nái ekki til Gasa. Við gyðingahatarann Gretu og félaga hennar, segi ég skýrt: Snúið við því þið munuð ekki ná Gasa,“ er haft eftir Israel Katz varnarmálaráðherra í yfirlýsingu en Times of Israel greinir frá. „Ísraelsríki mun ekki leyfa neinum að rjúfa herkvína á Gasa. Aðaltilgangur hennar er að hindra vopnagjafir til Hamas, morðóðra hryðjuverkasamtaka sem eru með gísla í haldi og fremur stríðsglæpi,“ segir hann jafnframt. Ísraelsmenn undirbúi árás Brasilíski aðgerðarsinninn Thiago Ávila sem er um borð í Madleen birti færslu fyrr í dag þar sem hann segir skútuna vera um 162 sjómílum frá ströndum Gasa. „Við vitum hvað það þýðir þegar þeir fara að trufla fjarskiptabúnaðinn okkar. Það þýðir að þeir eru að undirbúa sig undir viðbragð eða árás,“ segir hann í myndbandi sem hann birti af þilfari skútunnar í dag. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Við höfum öll heyrt í ísraelskum miðlum að S13-sveit ísraelsku leyniþjónustunnar sveitarinnar væri á leiðinni. Þeir eru að undirbúa stríðsglæp og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Thiago.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira