Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. apríl 2015 14:03 Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. Vísir/GVA/Ernir Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, hefur kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birti þær sálfræðigreiningar sem hann sagði í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins að hefðu verið gerðar fyrir kröfuhafa föllnu bankanna á stjórnmálamönnum. „Varla mun úrskurðarnefnd um upplýsingamál standa gegn svo sakleysislegri beiðni,“ skrifar hann á Facebook og segist strax farinn að hlakka til lestursins. „En geri ráð fyrir að fátt muni koma mér á óvart!“ Össur segir að það hljóti að teljast þarft og tímabært að brjóta þá Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til mergjar út frá sálfræðilegu sjónarhorni.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum „Sú skýrsla gæti orðið bókmenntaverk ársins, jafnvel best-seller ef kæmist á markað,“ segir þingmaðurinn. Össur segir einnig að slíkar sálfræðigreinar geti verið mesti skemmtilestur en hann segist hafa lesið sálfræðigreiningu um sjálfan sig frá því að hann var utanríkisráðherra. „Hún var að ýmsu leyti flatterandi, og CIA fannst ég ekki vera líkt því eins kolgeggjaður og almennt fór orð af,“ segir hann. „Þar voru lýsingar á skaphöfn minni, m.a. sagt að ég væri „mercurial“ sem er sama orðið og vel metinn sendiherra notaði í annarri lýsingu, sem Wikileaks birti lika, um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson,“ segir Össur. „Í skýrslunni um mig kom líka fram að Bandaríkin gætu ekki treyst mér gagnvart Palestínu. Þurfti nú ekki Einstein til að komast að þeirri niðurstöðu.“ Frá því að Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins að kröfuhafar föllnu bankanna hefðu tekið saman skýrslur og sálfræðigreiningar á þingmönnum og blaðamönnum hefur fréttastofa ítrekað óskað eftir því að fá þau gögn sem hann vísar til afhent, án árangurs.Sálfræðiskýrslur Sigmundar - öll gögn til fólksins!Sálgreining á stjórnmálamönnum getur verið mikill skemmtilestur. Ég...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, April 12, 2015 Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, hefur kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birti þær sálfræðigreiningar sem hann sagði í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins að hefðu verið gerðar fyrir kröfuhafa föllnu bankanna á stjórnmálamönnum. „Varla mun úrskurðarnefnd um upplýsingamál standa gegn svo sakleysislegri beiðni,“ skrifar hann á Facebook og segist strax farinn að hlakka til lestursins. „En geri ráð fyrir að fátt muni koma mér á óvart!“ Össur segir að það hljóti að teljast þarft og tímabært að brjóta þá Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til mergjar út frá sálfræðilegu sjónarhorni.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum „Sú skýrsla gæti orðið bókmenntaverk ársins, jafnvel best-seller ef kæmist á markað,“ segir þingmaðurinn. Össur segir einnig að slíkar sálfræðigreinar geti verið mesti skemmtilestur en hann segist hafa lesið sálfræðigreiningu um sjálfan sig frá því að hann var utanríkisráðherra. „Hún var að ýmsu leyti flatterandi, og CIA fannst ég ekki vera líkt því eins kolgeggjaður og almennt fór orð af,“ segir hann. „Þar voru lýsingar á skaphöfn minni, m.a. sagt að ég væri „mercurial“ sem er sama orðið og vel metinn sendiherra notaði í annarri lýsingu, sem Wikileaks birti lika, um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson,“ segir Össur. „Í skýrslunni um mig kom líka fram að Bandaríkin gætu ekki treyst mér gagnvart Palestínu. Þurfti nú ekki Einstein til að komast að þeirri niðurstöðu.“ Frá því að Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins að kröfuhafar föllnu bankanna hefðu tekið saman skýrslur og sálfræðigreiningar á þingmönnum og blaðamönnum hefur fréttastofa ítrekað óskað eftir því að fá þau gögn sem hann vísar til afhent, án árangurs.Sálfræðiskýrslur Sigmundar - öll gögn til fólksins!Sálgreining á stjórnmálamönnum getur verið mikill skemmtilestur. Ég...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, April 12, 2015
Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira