Stytti sér leið á lokasprettinum en úrslitin munu standa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2015 10:50 Efstu þrír í karlaflokki. Arnar Pétursson úr ÍR, Ingvar Hjartarson úr Fjölni og Sæmundur Ólafsson. Mynd/Frjálsíþróttadeild ÍR ÍR-ingar funduðu í gær með forsvarsmönnum Frjálsíþróttasambands Íslands vegna endasprettsins í Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór á Sumardaginn fyrsta. Arnar Pétursson úr ÍR hafði betur eftir harða baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni. Munaði einni sekúndu. Niðurstaða fundarins er sú að ekki er forsenda til að breyta úrslitunum og verður Arnar því áfram sigurvegari í hlaupinu.Sjá einnig:Yfirlýsing frá ÍR-ingum vegna málsins Ingvar veitti því ekki sjálfur athygli en myndband sem birt hefur verið af lokasprettinum sýnir glögglega að Arnar hljóp yfir steyptan kant á lokametrunum og stytti leið sína þannig.Í samtali við DV segist Ingvar ekki hafa tekið eftir þessu fyrr en að hlaupinu loknu þegar áhorfendur bentu honum á málið. Hann hafi ekki viljað vera með leiðindi á staðnum og ákveðið að velta málinu fyrir sér hvort hann ætti að kæra. Síðar komst hann að því að hann hefði aðeins hálftímann að hlaupinu loknu til að kæra.Myndband af lokasprettinum má sjá hér að neðan.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015Víðavangshlaup ÍR-inga er einnig Íslandsmótið í 5 kílómetra götuhlaupi. Því gilda alþjóðlegar reglur og leituðu ÍR-ingar því álits frá FRÍ í gær. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, segir í samtali við Vísi að von sé á yfirlýsingu frá ÍR vegna málsins. Niðurstaða fundarins í gær hafi verið sú að ekki séu forsendur til að breyta neinu er varði úrslitin. Arnar sé sigurvegari hlaupsins og Ingvar í öðru sæti. Rökin ásamt áliti FRÍ mun fylgja yfirlýsingu ÍR-inga. Ingvar segir í samtali við DV að úrslitin muni haf mikil áhrif á val á mótum í sumar. Hann hafi verið að vonast eftir því að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum. „Þar er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupi og hefur Kári Steinn Karlsson iðulega farið fyrir hönd Íslands á leikanna síðustu ár. Þar sem þeir eru haldnir á Íslandi í sumar fá tveir að taka þátt í hverri grein. Sigurvegari Víðavangshlaups ÍR á að vera sá sem keppir ásamt Kára Steini,“ segir Ingvar í samtali við DV.Arnar Pétursson í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið sumar.Vísir/StefánEndurtekið efni Athygli vekur að um annað skiptið á innan við ári er Arnar sakaður um svindl í hlaupi. Arnar, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið sumar, var sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. Áfrýjunardómstólll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands vísaði hins vegar málinu frá þar sem það þótti ekki rétt undribúið til meðferðar. Yfirdómnefnd maraþonsins og dómstóll ÍSÍ höfðu áður vísað málinu frá vegna þess að ekki þótti sannað að Arnar hefði svindlað.Nánar um málið hér. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons hafnaði kæru Péturs Sturlu Bjarnasonar en hann sakar Arnar Pétursson um að hafa svindlað þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. 11. september 2014 15:45 Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
ÍR-ingar funduðu í gær með forsvarsmönnum Frjálsíþróttasambands Íslands vegna endasprettsins í Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór á Sumardaginn fyrsta. Arnar Pétursson úr ÍR hafði betur eftir harða baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni. Munaði einni sekúndu. Niðurstaða fundarins er sú að ekki er forsenda til að breyta úrslitunum og verður Arnar því áfram sigurvegari í hlaupinu.Sjá einnig:Yfirlýsing frá ÍR-ingum vegna málsins Ingvar veitti því ekki sjálfur athygli en myndband sem birt hefur verið af lokasprettinum sýnir glögglega að Arnar hljóp yfir steyptan kant á lokametrunum og stytti leið sína þannig.Í samtali við DV segist Ingvar ekki hafa tekið eftir þessu fyrr en að hlaupinu loknu þegar áhorfendur bentu honum á málið. Hann hafi ekki viljað vera með leiðindi á staðnum og ákveðið að velta málinu fyrir sér hvort hann ætti að kæra. Síðar komst hann að því að hann hefði aðeins hálftímann að hlaupinu loknu til að kæra.Myndband af lokasprettinum má sjá hér að neðan.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015Víðavangshlaup ÍR-inga er einnig Íslandsmótið í 5 kílómetra götuhlaupi. Því gilda alþjóðlegar reglur og leituðu ÍR-ingar því álits frá FRÍ í gær. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, segir í samtali við Vísi að von sé á yfirlýsingu frá ÍR vegna málsins. Niðurstaða fundarins í gær hafi verið sú að ekki séu forsendur til að breyta neinu er varði úrslitin. Arnar sé sigurvegari hlaupsins og Ingvar í öðru sæti. Rökin ásamt áliti FRÍ mun fylgja yfirlýsingu ÍR-inga. Ingvar segir í samtali við DV að úrslitin muni haf mikil áhrif á val á mótum í sumar. Hann hafi verið að vonast eftir því að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum. „Þar er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupi og hefur Kári Steinn Karlsson iðulega farið fyrir hönd Íslands á leikanna síðustu ár. Þar sem þeir eru haldnir á Íslandi í sumar fá tveir að taka þátt í hverri grein. Sigurvegari Víðavangshlaups ÍR á að vera sá sem keppir ásamt Kára Steini,“ segir Ingvar í samtali við DV.Arnar Pétursson í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið sumar.Vísir/StefánEndurtekið efni Athygli vekur að um annað skiptið á innan við ári er Arnar sakaður um svindl í hlaupi. Arnar, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið sumar, var sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. Áfrýjunardómstólll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands vísaði hins vegar málinu frá þar sem það þótti ekki rétt undribúið til meðferðar. Yfirdómnefnd maraþonsins og dómstóll ÍSÍ höfðu áður vísað málinu frá vegna þess að ekki þótti sannað að Arnar hefði svindlað.Nánar um málið hér.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons hafnaði kæru Péturs Sturlu Bjarnasonar en hann sakar Arnar Pétursson um að hafa svindlað þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. 11. september 2014 15:45 Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons hafnaði kæru Péturs Sturlu Bjarnasonar en hann sakar Arnar Pétursson um að hafa svindlað þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. 11. september 2014 15:45
Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34
Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43