Meistari Messi afgreiddi Bæjara í 3-0 sigri | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2015 16:52 Lionel Messi fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Messi skoraði tvö fyrstu mörkin með þriggja mínútna millibili í seinni hálfleik og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Neymar sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Lionel Messi tók um leið markametið af Cristiano Ronaldo en Messi hefur nú aftur skorað mest allra í sögu Meistaradeildarinnar eða 77 mörk. Messi er líka markahæstur á þessu tímabili í Meistaradeildinni með tíu mörk. Mörkin frá Messi, sem komu á 77. og 80. mínútu, voru enn eitt dæmi um hversu góður Argentínumaðurinn er í fótbolta eða hreinlega óstöðvandi þegar hann varnarmenn andstæðinganna missa hann á ferðina. Það er hinsvegar mark Neymar í uppbótartíma sem fór langt með að gera út um einvígið því Bæjarar þurfa nú að vinna upp þriggja marka forskot í seinni leiknum. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, kom mörgum á óvart með því að byrja með þriggja manna vörn en varð síðan að kalla fjórða manninn í vörnina eftir eftir að Bayern-vörnin hafði opnast hvað eftir annað á upphafsmínútunum. Það var mikið fjör í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir markaleysið buðu liðin upp á mjög fínan leik þar sem hraðinn var mikill áhorfendum til mikillar skemmtunar. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sýndi snilli sína í hálfleiknum og þá sérstaklega þegar hann varði frá bæði Luis Suárez og Dani Alves. Suárez fékk sem dæmi algjört dauðafæri á 14. mínútu en Neuer "skildi" aðra löppina eftir og varði frá honum. Robert Lewandowski fékk eitt allra besta færi leiksins á 18. mínútu eftir frábæran undirbúning Thomas Müller en hitti hreinlega ekki boltann fyrir opnu marki. Þetta var algjört dauðafæri og mark þarna hefði breytt miklu fyrir Bæjara. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum. Bæjarar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en svo tók við góður kafli heimamanna í Barcelona þar sem bæði Lionel Messi og Neymar fengu færi. Lionel Messi tók síðan þrjár mínútur í að afgreiða þýsku meistarana með tveimur snildarmörkum þar sem hann sýndi enn á ný hæfileika sína á stóra sviðinu. Messi braut ísinn á 77. mínútu. Dani Alves vann þá boltann af Juan Bernat, gaf hann á Lionel Messi sem var fljótur að ná frábæru óverjandi skoti fyrir Manuel Neuer. Lionel Messi var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hann labbaði í gegnum vörn Bayern áður en hann lyfti boltanum yfir markvörðinn Manuel Neuer. Messi spilaði síðan Neymar í gegn í uppbótartíma og Brasilíumaðurinn skoraði af yfirvegun og gerði nánast út um þetta undanúrslitaeinvígi. Bæjarar eiga afar erfitt verkefni í seinni leiknum en þeir geta þakkað markverði sínum Manuel Neuer að tapið var ekki enn stærra. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Messi skoraði tvö fyrstu mörkin með þriggja mínútna millibili í seinni hálfleik og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Neymar sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Lionel Messi tók um leið markametið af Cristiano Ronaldo en Messi hefur nú aftur skorað mest allra í sögu Meistaradeildarinnar eða 77 mörk. Messi er líka markahæstur á þessu tímabili í Meistaradeildinni með tíu mörk. Mörkin frá Messi, sem komu á 77. og 80. mínútu, voru enn eitt dæmi um hversu góður Argentínumaðurinn er í fótbolta eða hreinlega óstöðvandi þegar hann varnarmenn andstæðinganna missa hann á ferðina. Það er hinsvegar mark Neymar í uppbótartíma sem fór langt með að gera út um einvígið því Bæjarar þurfa nú að vinna upp þriggja marka forskot í seinni leiknum. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, kom mörgum á óvart með því að byrja með þriggja manna vörn en varð síðan að kalla fjórða manninn í vörnina eftir eftir að Bayern-vörnin hafði opnast hvað eftir annað á upphafsmínútunum. Það var mikið fjör í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir markaleysið buðu liðin upp á mjög fínan leik þar sem hraðinn var mikill áhorfendum til mikillar skemmtunar. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sýndi snilli sína í hálfleiknum og þá sérstaklega þegar hann varði frá bæði Luis Suárez og Dani Alves. Suárez fékk sem dæmi algjört dauðafæri á 14. mínútu en Neuer "skildi" aðra löppina eftir og varði frá honum. Robert Lewandowski fékk eitt allra besta færi leiksins á 18. mínútu eftir frábæran undirbúning Thomas Müller en hitti hreinlega ekki boltann fyrir opnu marki. Þetta var algjört dauðafæri og mark þarna hefði breytt miklu fyrir Bæjara. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum. Bæjarar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en svo tók við góður kafli heimamanna í Barcelona þar sem bæði Lionel Messi og Neymar fengu færi. Lionel Messi tók síðan þrjár mínútur í að afgreiða þýsku meistarana með tveimur snildarmörkum þar sem hann sýndi enn á ný hæfileika sína á stóra sviðinu. Messi braut ísinn á 77. mínútu. Dani Alves vann þá boltann af Juan Bernat, gaf hann á Lionel Messi sem var fljótur að ná frábæru óverjandi skoti fyrir Manuel Neuer. Lionel Messi var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hann labbaði í gegnum vörn Bayern áður en hann lyfti boltanum yfir markvörðinn Manuel Neuer. Messi spilaði síðan Neymar í gegn í uppbótartíma og Brasilíumaðurinn skoraði af yfirvegun og gerði nánast út um þetta undanúrslitaeinvígi. Bæjarar eiga afar erfitt verkefni í seinni leiknum en þeir geta þakkað markverði sínum Manuel Neuer að tapið var ekki enn stærra.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira