Horfðu í augun á mér og segðu að allt sé í lagi Arndís Halla Jóhannesdóttir skrifar 4. maí 2015 22:32 Í uppvextinum lærum við mörg góð gildi sem okkur er ráðlagt að lifa eftir. Eitt af því sem við lærum er að allt sem við segjum eða gerum hefur afleiðingar, okkur líður vel þegar við fáum hrós eða eitthvað fallegt er sagt við okkur, eins líður okkur illa þegar eitthvað ljótt er sagt við okkur eða þegar eitthvað er gert á okkar hlut. Hver og einn einstaklingur hefur það vald að geta ákveðið hvernig hann vill koma fram við aðra, það er bara ég sem get ákveðið hvernig ég hegða mér, hvað ég segi og geri. Ég hef gengið í gegnum tvær krabbameinsmeðferðir og þarf reglulegt eftirlit og nokkuð örar en gengur og gerist. Á fimmtudaginn fór ég á Landspítalann þar sem ég átti tíma í segulómun, en það er tæki sem ég hef þurft að fara í miklu oftar en ég vildi. Þegar ég mætti fékk ég þær upplýsingar að það væri verkfall og því yrði engin segulómun í dag, það yrði kallað í mig þegar ég kæmist að. Ég vildi óska að staðan væri sú að ég hefði gengið út af spítalanum pollróleg og haldið mínu striki en svo er ekki, ég táraðist á leið út í bíl, af því að nú vissi ég að óvissan og biðin eftir niðurstöðu væri bara einhvern tímann í framtíðinni. Mér fannst ég beitt einhverju sem að mér var kennt í uppvextinum að væri rangt, þarna úti eru einhverjir sem er alveg sama um það hvort ég komist í segulómunina, eða hvað?Mig langar að beina orðum mínum að því ágæta fólki sem situr hvorum megin við samningaborðið og og tala við hvern og einn: ,,Líttu í kringum þig, hugsaðu um þig og þína nánustu, settu þig svo í spor þeirra sem þannig er komið fyrir að öryggi þeirra sé ógnað vegna þeirra aðgerða sem nú eru í gangi og þú ert einn/ein af þeim sem berð ábyrgð á því að þetta er raunin.“ Ég er svo heppin að starfa mikið með börnum og unglingum og margoft hef ég minnt þau á mikilvægi þess að senda aldrei frá sér skilaboð á samfélags- og samskiptamiðla sem eru þess eðlis að þau myndu ekki treysta sér til að horfa í augun á viðkomandi og segja það sem þau skrifa. Ég myndi þakklát vilja horfa í augun á þeim sem vill útskýra fyrir mér og öllum hinum sem er ógnað þessa dagana að staðan í dag sé réttlætanleg á einhvern hátt. Ég vona innilega að allt fari vel. Baráttukveðjur, Arndís Halla Jóhannesdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í uppvextinum lærum við mörg góð gildi sem okkur er ráðlagt að lifa eftir. Eitt af því sem við lærum er að allt sem við segjum eða gerum hefur afleiðingar, okkur líður vel þegar við fáum hrós eða eitthvað fallegt er sagt við okkur, eins líður okkur illa þegar eitthvað ljótt er sagt við okkur eða þegar eitthvað er gert á okkar hlut. Hver og einn einstaklingur hefur það vald að geta ákveðið hvernig hann vill koma fram við aðra, það er bara ég sem get ákveðið hvernig ég hegða mér, hvað ég segi og geri. Ég hef gengið í gegnum tvær krabbameinsmeðferðir og þarf reglulegt eftirlit og nokkuð örar en gengur og gerist. Á fimmtudaginn fór ég á Landspítalann þar sem ég átti tíma í segulómun, en það er tæki sem ég hef þurft að fara í miklu oftar en ég vildi. Þegar ég mætti fékk ég þær upplýsingar að það væri verkfall og því yrði engin segulómun í dag, það yrði kallað í mig þegar ég kæmist að. Ég vildi óska að staðan væri sú að ég hefði gengið út af spítalanum pollróleg og haldið mínu striki en svo er ekki, ég táraðist á leið út í bíl, af því að nú vissi ég að óvissan og biðin eftir niðurstöðu væri bara einhvern tímann í framtíðinni. Mér fannst ég beitt einhverju sem að mér var kennt í uppvextinum að væri rangt, þarna úti eru einhverjir sem er alveg sama um það hvort ég komist í segulómunina, eða hvað?Mig langar að beina orðum mínum að því ágæta fólki sem situr hvorum megin við samningaborðið og og tala við hvern og einn: ,,Líttu í kringum þig, hugsaðu um þig og þína nánustu, settu þig svo í spor þeirra sem þannig er komið fyrir að öryggi þeirra sé ógnað vegna þeirra aðgerða sem nú eru í gangi og þú ert einn/ein af þeim sem berð ábyrgð á því að þetta er raunin.“ Ég er svo heppin að starfa mikið með börnum og unglingum og margoft hef ég minnt þau á mikilvægi þess að senda aldrei frá sér skilaboð á samfélags- og samskiptamiðla sem eru þess eðlis að þau myndu ekki treysta sér til að horfa í augun á viðkomandi og segja það sem þau skrifa. Ég myndi þakklát vilja horfa í augun á þeim sem vill útskýra fyrir mér og öllum hinum sem er ógnað þessa dagana að staðan í dag sé réttlætanleg á einhvern hátt. Ég vona innilega að allt fari vel. Baráttukveðjur, Arndís Halla Jóhannesdóttir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun