Stjórnarskráin eina kosningamálið Arnþór Sigurðsson skrifar 4. maí 2015 15:36 Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. Þetta eina mál er kosning um stjórnarskrána. Hugmyndin er sú að almenningur setji málið á dagskrá og geri þá kröfu að þeir flokkar sem komi til með að bjóða fram lista til alþingskosninga gefi upp hvort þeir muni sameinast um meirihluta um samþykkt á nýrri stjórnarskrá, þeirri sem stjórnlagaráð hefur þegar lagt fram til þingsins en var aldrei afgreidd. Krafan verði sú að þingið verði stutt og þetta eina mál verði verkefni nýs meirihluta og afgreitt, þinginu slitið og boðað verði til kosninga á ný. Með þessu er hlutunum snúið á hvolf. Almenningur stillir flokkunum upp við vegg með þessa einu spurningu, með eða á móti nýrri stjórnarskrá. Í grunninn er þetta mjög einfalt og ætti að vera framkvæmanlegt. Því fleiri sem fylgja þessari hugmynd því meiri möguleiki á því að hún verði að veruleika. Það er viðbúið að þeir flokkar sem ekki vilji að þetta gerist reyni að þvæla málið og flækja en með fókus á þetta eina mál má koma í veg fyrir að þetta verið eyðilagt eins og eflaust verður reynt að gera. Það er mín sannfæring að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að ný stjórnarskrá verði samþykkt eins og stjórnlagaráð lagið hana fram. Það er líka mín sannfæring að þetta sé gerlegt. Það er hinsvegar undir þjóðinni sjálfri komið hvort að þetta geti gerst. Enn er töluverður tími til næstu kosninga ef núverandi ríkisstjórn heldur út kjörtímabilið og er því nægur tími til þess að undirbúa málið. Kosturinn við þessa aðferð er sú að þeir sem kjósa ákveðna flokka út af einhverjum sérstökum ástæðum geta brugðið út af vananum og valið þann flokk sem þeir treysta til verksins. Þeir geta síðan kosið sinn flokk að nýju aftur að nokkrum mánuðum liðnum þegar boðað verður til kosninga á ný eftir að þingið hefur lokið störfum. Hugmyndin er spennandi að því leyti að þjóðin tekur fram fyrir hendurnar á flokkakerfinu og setur þeim fyrir verkum. Gylliboð flokkanna flækjast ekki fyrir ef þjóðin hundsar þau en setur fókus á aðeins eitt mál. Nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. Þetta eina mál er kosning um stjórnarskrána. Hugmyndin er sú að almenningur setji málið á dagskrá og geri þá kröfu að þeir flokkar sem komi til með að bjóða fram lista til alþingskosninga gefi upp hvort þeir muni sameinast um meirihluta um samþykkt á nýrri stjórnarskrá, þeirri sem stjórnlagaráð hefur þegar lagt fram til þingsins en var aldrei afgreidd. Krafan verði sú að þingið verði stutt og þetta eina mál verði verkefni nýs meirihluta og afgreitt, þinginu slitið og boðað verði til kosninga á ný. Með þessu er hlutunum snúið á hvolf. Almenningur stillir flokkunum upp við vegg með þessa einu spurningu, með eða á móti nýrri stjórnarskrá. Í grunninn er þetta mjög einfalt og ætti að vera framkvæmanlegt. Því fleiri sem fylgja þessari hugmynd því meiri möguleiki á því að hún verði að veruleika. Það er viðbúið að þeir flokkar sem ekki vilji að þetta gerist reyni að þvæla málið og flækja en með fókus á þetta eina mál má koma í veg fyrir að þetta verið eyðilagt eins og eflaust verður reynt að gera. Það er mín sannfæring að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að ný stjórnarskrá verði samþykkt eins og stjórnlagaráð lagið hana fram. Það er líka mín sannfæring að þetta sé gerlegt. Það er hinsvegar undir þjóðinni sjálfri komið hvort að þetta geti gerst. Enn er töluverður tími til næstu kosninga ef núverandi ríkisstjórn heldur út kjörtímabilið og er því nægur tími til þess að undirbúa málið. Kosturinn við þessa aðferð er sú að þeir sem kjósa ákveðna flokka út af einhverjum sérstökum ástæðum geta brugðið út af vananum og valið þann flokk sem þeir treysta til verksins. Þeir geta síðan kosið sinn flokk að nýju aftur að nokkrum mánuðum liðnum þegar boðað verður til kosninga á ný eftir að þingið hefur lokið störfum. Hugmyndin er spennandi að því leyti að þjóðin tekur fram fyrir hendurnar á flokkakerfinu og setur þeim fyrir verkum. Gylliboð flokkanna flækjast ekki fyrir ef þjóðin hundsar þau en setur fókus á aðeins eitt mál. Nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar