Eiður Smári: Væri eins og ég skrifaði handritið sjálfur ljúki ég ferlinum á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2015 08:30 Eiður Smári spilaði stórvel með Bolton. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, átti enn einn stórleikinn á Bretlandseyjum í gær, en að þessu sinni utan vallar. Eiður var fenginn sem sérfræðingur Sky Sports á leik Chelsea og Crystal Palace um helgina þar sem lærisveinar José Mourinho tryggðu sér Englandsmeistaratitilinn. Eiður hefur áður verið sérfræðingur og Sky og fengið mikið lof fyrir. Eftir útsendinguna ræddi hann við Ed Chamberlain, íþróttafréttamann Sky Sports, um Chelsea-liðið og sinn eigin feril, en Eiður vann auðvitað tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea. „Tilfinning í kringum liðið er sú sama og þegar ég var hérna,“ sagði hann er hann horfði á sína fyrrverandi liðsfélaga fagna Englandsmeistaratitlinum. „Meira að segja sumir leikmannanna sem spiluðu þegar ég var hérna eru enn hluti af liðinu sem er frábært. Ég sé John Terry og Didier Drogba fagna. Svo er Petr Cech hérna og auðvitað José. Ég verð að viðurkenna þetta vekur upp gamlar og góðar minningar.“ „Þegar maður er að spila og maður er enn hjá félaginu áttar maður sig ekki á hvað þetta þýðir allt saman. Þegar maður yfirgefur félagið áttar maður sig á að það verður að halda í minningarnar,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári samdi við Bolton seint á síðasta ári og fór á kostum með liðinu í B-deildinni. Það vill semja við hann aftur. Dvöl hans hjá Bolton varð til þess að Eiður Smári sneri aftur í íslenska landsliðið, en hann skoraði í endurkomuleik sínum gegn Kasakstan í lok mars. „Ég gjörsamlega elska að vera kominn aftur. Ég sneri aftur fyrir mánuði síðan og það fékk mig til að átta mig á að maður fær bara einn fótboltaferil. Það er eins gott að njóta hans eins lengi og hægt er.“ „Ég er í líkamlega góðu standi og ekkert meiddur. Á meðan ég get stundað fótbolta ætla ég að gera það eins lengi og ég get.“Eiður Smári skoraði gegn Kasakstan.vísir/apEiður lofsamar íslenska landsliðið og segir það eina helstu ástæðu þess að hann ætlar að halda áfram að spila fótbolta. „Það veitti mér mikla ánægju að snúa aftur í landsliðið og við erum í góðri stöðu með að tryggja okkur farseðilinn á EM. Það er gulrót fyrir mig til að halda áfram,“ segir Eiður Smári. „Við vorum svo nálægt því að komast á HM en töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu. Þetta er það eina ég á eftir að upplifa á mínum ferli.“ „Ísland hefur aldrei komist á stórmót þannig að vera hluti af því og enda ferilinn á þeim nótunum væri eins og ég hefði skrifað handritið sjálfur,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.listen to 'Super Sunday - Ed Chamberlin's audio blog' on audioBoom Enski boltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45 Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, átti enn einn stórleikinn á Bretlandseyjum í gær, en að þessu sinni utan vallar. Eiður var fenginn sem sérfræðingur Sky Sports á leik Chelsea og Crystal Palace um helgina þar sem lærisveinar José Mourinho tryggðu sér Englandsmeistaratitilinn. Eiður hefur áður verið sérfræðingur og Sky og fengið mikið lof fyrir. Eftir útsendinguna ræddi hann við Ed Chamberlain, íþróttafréttamann Sky Sports, um Chelsea-liðið og sinn eigin feril, en Eiður vann auðvitað tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea. „Tilfinning í kringum liðið er sú sama og þegar ég var hérna,“ sagði hann er hann horfði á sína fyrrverandi liðsfélaga fagna Englandsmeistaratitlinum. „Meira að segja sumir leikmannanna sem spiluðu þegar ég var hérna eru enn hluti af liðinu sem er frábært. Ég sé John Terry og Didier Drogba fagna. Svo er Petr Cech hérna og auðvitað José. Ég verð að viðurkenna þetta vekur upp gamlar og góðar minningar.“ „Þegar maður er að spila og maður er enn hjá félaginu áttar maður sig ekki á hvað þetta þýðir allt saman. Þegar maður yfirgefur félagið áttar maður sig á að það verður að halda í minningarnar,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári samdi við Bolton seint á síðasta ári og fór á kostum með liðinu í B-deildinni. Það vill semja við hann aftur. Dvöl hans hjá Bolton varð til þess að Eiður Smári sneri aftur í íslenska landsliðið, en hann skoraði í endurkomuleik sínum gegn Kasakstan í lok mars. „Ég gjörsamlega elska að vera kominn aftur. Ég sneri aftur fyrir mánuði síðan og það fékk mig til að átta mig á að maður fær bara einn fótboltaferil. Það er eins gott að njóta hans eins lengi og hægt er.“ „Ég er í líkamlega góðu standi og ekkert meiddur. Á meðan ég get stundað fótbolta ætla ég að gera það eins lengi og ég get.“Eiður Smári skoraði gegn Kasakstan.vísir/apEiður lofsamar íslenska landsliðið og segir það eina helstu ástæðu þess að hann ætlar að halda áfram að spila fótbolta. „Það veitti mér mikla ánægju að snúa aftur í landsliðið og við erum í góðri stöðu með að tryggja okkur farseðilinn á EM. Það er gulrót fyrir mig til að halda áfram,“ segir Eiður Smári. „Við vorum svo nálægt því að komast á HM en töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu. Þetta er það eina ég á eftir að upplifa á mínum ferli.“ „Ísland hefur aldrei komist á stórmót þannig að vera hluti af því og enda ferilinn á þeim nótunum væri eins og ég hefði skrifað handritið sjálfur,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.listen to 'Super Sunday - Ed Chamberlin's audio blog' on audioBoom
Enski boltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45 Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45
Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15