Afhverju þarf ég kynjafræði? Afhverju þarft þú kynjafræði? Hvað hefur kynjafræði gefið mér? Aron Már Þórðarson skrifar 19. maí 2015 16:42 Þegar ég var á mínu þriðja ári í menntaskóla og kominn með nokkra reynslu af kennsluháttum í skólanum mínum þá frétti ég af einum áfanga sem ég varð að fara í að sögn samnemenda minna. Þessi áfangi var Kynjafræði 103. Ég hafði einnig heyrt talað um hann af öðrum kennurum og þar sem ég er á félagsfræðibraut þá fannst mér tilvalið að skrá mig í áfangann. Ég var engan veginn viss hvernig þetta myndi verða. Ætlar einhver kona bara að tala um hversu ósanngjarn heimurinn er gagnvart konum? Þetta var spurning sem kviknaði í hausnum á mér, ég dvaldi ekki lengi við þessa hugsun en samt kom hún. En þessi spurning myndi ekki verða til í dag. Kynjafræði hefur opnað hugsun mína gagnvart óréttlætinu sem fylgir því að vera kona í daglegu samfélagi okkar og hvernig það er að vera karl sem fer gegn ríkjandi gildum samfélagsins um karlmennsku. Femínismi snýst um jafnstöðu kynjanna, ekki bara réttlæti gagnvart konum. En afhverju er ofbeldi gegn konum? Svarið liggur hjá gerendunum.Ábyrgðina þarf að færa yfir á gerendur Samkvæmt rannsóknum eru flestir gerendur karlkyns Þetta eru ekki alltaf vondir menn. Þeir hafa verið mótaðir í samfélagi þar sem kvenfyrirlitning er normalíseruð og skilja örugglega ekki alltaf sjálfir hvers vegna þeir gera þetta. Ábyrgðin þarf hins vegar að vera færð yfir á þá en ekki konuna. Kynjafræðin kennir þetta og eflir fræðslu hjá ungu fólki sem þarf virkilega á því að halda. Myndir þú styðja son þinn eða dóttur sem beitir aðra ofbeldi? Ég vil halda að svarið sé nei hjá flestum. Ég er bara þannig að ég trúi á það góða í fólki og vil halda því áfram. Með kynjafræðslu hef ég öðlast dýpri skilning á hvernig samfélagið hefur verið byggt á svokölluðu karlaveldi eða kynjakerfi, þar sem allir tapa. Karlinn er yfir konunni. Þetta sést mjög vel á vinnumarkaðinum í dag og þetta mun halda áfram þar til við sem þjóð segjum einfaldlega NEI TAKK. Með kynjafræði í öllum skólum sem skylduáfangi er hægt að efla hug barna okkar og stuðla að jafnrétti. Með því að búa til öruggt umhverfi í tímum getum við deilt hugsunum okkar og reynslu með jafningjum og fengið stuðning. Það er staðreynd að sum börn eru beitt ofbeldi á heimilum og mörg þeirra hafa enga til að leita til. Þau byrgja þetta inni og mótast af þessari reynslu. Án þess að vinna með skaðlega menningu og tala um þetta munum við ekki ná jafnrétti. Hjálpum hvort öðru að verða að betri manneskjum. Segðu JÁ við jafnrétti og JÁ við kynjafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var á mínu þriðja ári í menntaskóla og kominn með nokkra reynslu af kennsluháttum í skólanum mínum þá frétti ég af einum áfanga sem ég varð að fara í að sögn samnemenda minna. Þessi áfangi var Kynjafræði 103. Ég hafði einnig heyrt talað um hann af öðrum kennurum og þar sem ég er á félagsfræðibraut þá fannst mér tilvalið að skrá mig í áfangann. Ég var engan veginn viss hvernig þetta myndi verða. Ætlar einhver kona bara að tala um hversu ósanngjarn heimurinn er gagnvart konum? Þetta var spurning sem kviknaði í hausnum á mér, ég dvaldi ekki lengi við þessa hugsun en samt kom hún. En þessi spurning myndi ekki verða til í dag. Kynjafræði hefur opnað hugsun mína gagnvart óréttlætinu sem fylgir því að vera kona í daglegu samfélagi okkar og hvernig það er að vera karl sem fer gegn ríkjandi gildum samfélagsins um karlmennsku. Femínismi snýst um jafnstöðu kynjanna, ekki bara réttlæti gagnvart konum. En afhverju er ofbeldi gegn konum? Svarið liggur hjá gerendunum.Ábyrgðina þarf að færa yfir á gerendur Samkvæmt rannsóknum eru flestir gerendur karlkyns Þetta eru ekki alltaf vondir menn. Þeir hafa verið mótaðir í samfélagi þar sem kvenfyrirlitning er normalíseruð og skilja örugglega ekki alltaf sjálfir hvers vegna þeir gera þetta. Ábyrgðin þarf hins vegar að vera færð yfir á þá en ekki konuna. Kynjafræðin kennir þetta og eflir fræðslu hjá ungu fólki sem þarf virkilega á því að halda. Myndir þú styðja son þinn eða dóttur sem beitir aðra ofbeldi? Ég vil halda að svarið sé nei hjá flestum. Ég er bara þannig að ég trúi á það góða í fólki og vil halda því áfram. Með kynjafræðslu hef ég öðlast dýpri skilning á hvernig samfélagið hefur verið byggt á svokölluðu karlaveldi eða kynjakerfi, þar sem allir tapa. Karlinn er yfir konunni. Þetta sést mjög vel á vinnumarkaðinum í dag og þetta mun halda áfram þar til við sem þjóð segjum einfaldlega NEI TAKK. Með kynjafræði í öllum skólum sem skylduáfangi er hægt að efla hug barna okkar og stuðla að jafnrétti. Með því að búa til öruggt umhverfi í tímum getum við deilt hugsunum okkar og reynslu með jafningjum og fengið stuðning. Það er staðreynd að sum börn eru beitt ofbeldi á heimilum og mörg þeirra hafa enga til að leita til. Þau byrgja þetta inni og mótast af þessari reynslu. Án þess að vinna með skaðlega menningu og tala um þetta munum við ekki ná jafnrétti. Hjálpum hvort öðru að verða að betri manneskjum. Segðu JÁ við jafnrétti og JÁ við kynjafræðslu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar