Hvað er femínismi eiginlega? Róberta Michelle Hall skrifar 19. maí 2015 16:37 Nýlega kláraði ég þriggja mánaða kynjafræði áfanga sem vægast sagt hefur sett mark sitt á líf mitt. Ég taldi mig vita sitthvað um femínisma, jafnrétti og stöðu kynjanna en ég hafði í raun ekki hugmynd hvað daglegt samspil kynjanna stjórnaði lífi mínu. Þegar ég hugsaði um femínisma sá ég alltaf fyrir mér pirraðar, loðnar konur sem gerðu ekki annað en að rífast í öðrum. Það fyrsta sem spratt ávalt í hugan á mér voru öfgafemínistar, eins og þeir væru eitraðir og maður ætti að passa sig á því að vera sko EKKI bendluð við þá. En ef það væri ekki fyrir róttæka femínista, hvernig væri þá staða kvenna í dag? Í fyrsta tímanum mínum var ég strax byrjuð að taka upp hanskann fyrir karlpeninginn því ég ætlaði að styðja mína menn. Magnað hvað við konur erum oft tilbúnar að verja mennina okkar og taka afstöðu með þeim og á móti okkur sjálfum. En hvað er eiginlega femínismi? Þegar áfanginn tók á flug þá kom í ljós að femínismi er eins fjölbreyttur og margbreytilegur og við sjálf. Hann getur verið lífskoðun, hreyfing, pólitík, kenningar og svo framvegis. Það eru til margar tegundir af femínistum og því erfitt að negla niður eina skilgreiningu á hvað femínismi sé. Femínismi eða kvenfrelsisstefna er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Í grófum dráttum má segja að femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.Kynjafræði ekki skyldufag Algeng baráttumál femínista eru til dæmis barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun, klámvæðingu samfélagsins, rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annara tækifæra til jafns við karla Það sem ég hef alltaf furðað mig sérstaklega á, eru ójöfn laun kynjanna. Árið 1976 voru samþykkt lög um að jafnréttisfræðsla ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Enn þann dag í dag er kynjafræði ekki skyldufag á neinu skólastigi ef frá eru taldir örfáir framhaldsskólar Núna ætla ég að tala beint frá hjartanu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa seinustu þremur mánuðum í lífi mínu en ég ætla að reyna. Strax eftir fyrsta tíma ákvað ég að vera alveg opin fyrir kennslunni sem fór fram. Eftir hvern einasta tíma kom ég heim algjörlega undrandi á því hvernig allt þetta ójafnrétti hafi farið framhjá mér. Ég get ekki lýst því betur heldur en á góðri íslensku „Once it has been seen, it cannot be unseen“. Eða á enn betri íslensku „þegar þetta hefur verið séð, verður það ekki óséð“. Ég sé heiminn í öðru ljósi og það sem mikilvægara er, ég sé sjálfa mig í öðru ljósi. Þvílík valdefling sem þessi áfangi er og mun það verða mitt persónulega markmið að fræða unglinga um stöðu kynjanna. Ef ég hefði fengið þessa fræðslu í gunnskóla hefði það sparað mér ótrúlega mikið af vondum og illskiljanlegum tilfinningum. Femínismi skiptir okkur öll máli, eins og Emma Watson vinkona mín sagði, ójafnrétti kynjanna er einnig karllægt vandamál. Bæði kynin hafa rétt á sínum tilfinningum og rétt til að gera hvað sem þau vilja án þess að vera dæmd eða útskúfuð af samfélaginu vegna úreltra staðalmynda. Við þurfum að afmá ljótu ímyndina af orðinu femínismi og einbeita okkur að innihaldinu. Ég var alltaf ein af þeim sem sagði, ,,Ég er ekki femínisti, ég er jafnréttissinni‘‘. Með því að segja þetta ertu að halda þér í hlutlausa hópnum, það geta nefnilega allir sagt að þeir séu jafnréttissinnar en með því að segja stoltur, ,,Ég er femínisti‘‘ þá ertu að taka raunverulega afstöðu með baráttunni fyrir jafnrétti og Lengi lifi byltingin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kláraði ég þriggja mánaða kynjafræði áfanga sem vægast sagt hefur sett mark sitt á líf mitt. Ég taldi mig vita sitthvað um femínisma, jafnrétti og stöðu kynjanna en ég hafði í raun ekki hugmynd hvað daglegt samspil kynjanna stjórnaði lífi mínu. Þegar ég hugsaði um femínisma sá ég alltaf fyrir mér pirraðar, loðnar konur sem gerðu ekki annað en að rífast í öðrum. Það fyrsta sem spratt ávalt í hugan á mér voru öfgafemínistar, eins og þeir væru eitraðir og maður ætti að passa sig á því að vera sko EKKI bendluð við þá. En ef það væri ekki fyrir róttæka femínista, hvernig væri þá staða kvenna í dag? Í fyrsta tímanum mínum var ég strax byrjuð að taka upp hanskann fyrir karlpeninginn því ég ætlaði að styðja mína menn. Magnað hvað við konur erum oft tilbúnar að verja mennina okkar og taka afstöðu með þeim og á móti okkur sjálfum. En hvað er eiginlega femínismi? Þegar áfanginn tók á flug þá kom í ljós að femínismi er eins fjölbreyttur og margbreytilegur og við sjálf. Hann getur verið lífskoðun, hreyfing, pólitík, kenningar og svo framvegis. Það eru til margar tegundir af femínistum og því erfitt að negla niður eina skilgreiningu á hvað femínismi sé. Femínismi eða kvenfrelsisstefna er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Í grófum dráttum má segja að femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.Kynjafræði ekki skyldufag Algeng baráttumál femínista eru til dæmis barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun, klámvæðingu samfélagsins, rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annara tækifæra til jafns við karla Það sem ég hef alltaf furðað mig sérstaklega á, eru ójöfn laun kynjanna. Árið 1976 voru samþykkt lög um að jafnréttisfræðsla ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Enn þann dag í dag er kynjafræði ekki skyldufag á neinu skólastigi ef frá eru taldir örfáir framhaldsskólar Núna ætla ég að tala beint frá hjartanu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa seinustu þremur mánuðum í lífi mínu en ég ætla að reyna. Strax eftir fyrsta tíma ákvað ég að vera alveg opin fyrir kennslunni sem fór fram. Eftir hvern einasta tíma kom ég heim algjörlega undrandi á því hvernig allt þetta ójafnrétti hafi farið framhjá mér. Ég get ekki lýst því betur heldur en á góðri íslensku „Once it has been seen, it cannot be unseen“. Eða á enn betri íslensku „þegar þetta hefur verið séð, verður það ekki óséð“. Ég sé heiminn í öðru ljósi og það sem mikilvægara er, ég sé sjálfa mig í öðru ljósi. Þvílík valdefling sem þessi áfangi er og mun það verða mitt persónulega markmið að fræða unglinga um stöðu kynjanna. Ef ég hefði fengið þessa fræðslu í gunnskóla hefði það sparað mér ótrúlega mikið af vondum og illskiljanlegum tilfinningum. Femínismi skiptir okkur öll máli, eins og Emma Watson vinkona mín sagði, ójafnrétti kynjanna er einnig karllægt vandamál. Bæði kynin hafa rétt á sínum tilfinningum og rétt til að gera hvað sem þau vilja án þess að vera dæmd eða útskúfuð af samfélaginu vegna úreltra staðalmynda. Við þurfum að afmá ljótu ímyndina af orðinu femínismi og einbeita okkur að innihaldinu. Ég var alltaf ein af þeim sem sagði, ,,Ég er ekki femínisti, ég er jafnréttissinni‘‘. Með því að segja þetta ertu að halda þér í hlutlausa hópnum, það geta nefnilega allir sagt að þeir séu jafnréttissinnar en með því að segja stoltur, ,,Ég er femínisti‘‘ þá ertu að taka raunverulega afstöðu með baráttunni fyrir jafnrétti og Lengi lifi byltingin!
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun