Fótbolti

Emil átti stóran þátt í sigurmarki Hellas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil fagnar marki með Hellas fyrr á tímabilinu.
Emil fagnar marki með Hellas fyrr á tímabilinu. vísir/getty
Hellas Verona lyfti sér upp í tólfta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 2-1 sigri á Empoli í dag.

Riccardo Saponara kom Empoli yfir á sjöttu mínútu, en Vangelias Moras jafnaði metin fyrir Hellas á 24. mínútu. Staðan jöfn í háfleik.

Jacopo Sala reyndist hetja Hellas, en Emil Hallfreðsson átti stóran þátt í sigurmarkinu. Hann átti góða sendingu fyrir markið sem endaði með því að Sala skoraði. Lokatölur 2-1 sigur Hellas.

Með sigrinum hoppaði Hellas upp í tólfta sæti deildarinnar, en Empoli er í sextánda sætinu.

Emil Hallfreðsson var tekinn af velli þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Emil hefur leikið afar vel á tímabilinu og lagt upp fjölda marka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×