ÍBV hefur samið við enska miðjumanninn Jonathan Patrick Barden um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Tryggvi Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.
Barden þessi er 22 ára og hefur undanfarin ár leikið með háskólaliði James Madison University í Bandaríkjunum. Hann verður löglegur með ÍBV frá og með morgundeginum.
Eyjamenn hafa tapað báðum leikjum sínum í Pepsi-deildinni til þessa og ekki skorað mark. Það var því ljóst að þeir þyrftu á liðsstyrk að halda en félagaskiptaglugginn lokar á föstudaginn.
ÍBV sækir Fylki heim í 3. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn þar sem Barden gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Eyjaliðið.
Enskur miðjumaður til ÍBV

Tengdar fréttir

Bjarni vann fyrsta heimaleikinn fyrir 18 árum en enginn hefur unnið síðan
Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, tapaði fyrsta heimaleiknum sem þjálfari Eyjaliðsins í gær þegar Stjörnumenn sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 1-0 | Mark Þóris skildi liðin að
Fjölnir vann ÍBV í baráttu liðanna sem er spáð níunda og ellefta sæti Pepsi-deildar karla.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Meistararnir byrja vel
Íslandsmeistarar Stjörnunnar hefja leiktíðina í Pepsi-deildinni vel. Liðið er búið að vinna báða sína leiki í deildinni til þessa en þeir fóru báðir fram á útivöllum. Að þessu sinni vann Stjarnan sigur á ÍBV.