ÍBV hefur samið við enska miðjumanninn Jonathan Patrick Barden um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Tryggvi Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.
Barden þessi er 22 ára og hefur undanfarin ár leikið með háskólaliði James Madison University í Bandaríkjunum. Hann verður löglegur með ÍBV frá og með morgundeginum.
Eyjamenn hafa tapað báðum leikjum sínum í Pepsi-deildinni til þessa og ekki skorað mark. Það var því ljóst að þeir þyrftu á liðsstyrk að halda en félagaskiptaglugginn lokar á föstudaginn.
ÍBV sækir Fylki heim í 3. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn þar sem Barden gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Eyjaliðið.
