„Þakklátur fyrir að konan sé tilbúin að leyfa mér að upplifa þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2025 22:32 Arnar Guðjónsson þjálfaði áður Stjörnumenn í sex ár. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Tindastóls í karlakörfuboltanum en félagið greindi frá þessu á blaðamannafundi nú síðdegis. Arnar gerir tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Tindastóls en hann skrifaði undir samninginn á Hótel Varmahlíð í dag. Arnar hefur undanfarið ár starfað sem Afreksstjóri KKÍ en þar áður þjálfaði hann Stjörnuna frá árinu 2018. Arnar gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í þrígang og tvívegis varð liðið deildarmeistari undir hans stjórn. Mikil tilhlökkun Tindastóll tapaði fyrir Stjörnunni í oddaleik á heimavelli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í vor. „Ég er bara spenntur og hef langað lengi til að starfa hérna. Það er bara mikil tilhlökkun og þakklæti fyrir að fá tækifæri,“ sagði Arnar Guðjónsson í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er mikil pressa að taka við liði sem spilar í úrslitum og tapar? „Það er alltaf pressa í þjálfun. Menn þurfa bara að vita hvað þeir vilja standa fyrr og reyna að vinna þannig. Það er það sem við munum gera hér,“ sagði Arnar. Öll fjölskyldan flytur „Ég kem bara með haustinu og fjölskyldan kemur síðan eitthvað aðeins seinna. Við ætlum að flytja öll fjölskyldan því annars hefði þetta aldrei gengið upp,“ sagði Arnar. „Ég er þakklátur fyrir að konan sé tilbúin að fylgja mér og leyfa mér að upplifa þetta því mig hefur lengi langað þetta,“ sagði Arnar. Hann veit ekki hvort hann klárar sumarið með KKÍ en karlalandsliðið er á leiðinni á Eurobasket. „Það í rauninni kemur í ljós á næstu dögum. Þetta kom mjög hratt upp á,“ sagði Arnar. Það verða augljóslega breytingar En hvað með leikmannamál Stólanna? „Við verðum með einhverja karla það gefur augaleið. Þeir sjá um að tilkynna það á næstu dögum hverjir endursemja og hvort við fáum einhverja nýja hesta í þetta. Það verða augljóslega breytingar,“ sagði Arnar. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Arnar gerir tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Tindastóls en hann skrifaði undir samninginn á Hótel Varmahlíð í dag. Arnar hefur undanfarið ár starfað sem Afreksstjóri KKÍ en þar áður þjálfaði hann Stjörnuna frá árinu 2018. Arnar gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í þrígang og tvívegis varð liðið deildarmeistari undir hans stjórn. Mikil tilhlökkun Tindastóll tapaði fyrir Stjörnunni í oddaleik á heimavelli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í vor. „Ég er bara spenntur og hef langað lengi til að starfa hérna. Það er bara mikil tilhlökkun og þakklæti fyrir að fá tækifæri,“ sagði Arnar Guðjónsson í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er mikil pressa að taka við liði sem spilar í úrslitum og tapar? „Það er alltaf pressa í þjálfun. Menn þurfa bara að vita hvað þeir vilja standa fyrr og reyna að vinna þannig. Það er það sem við munum gera hér,“ sagði Arnar. Öll fjölskyldan flytur „Ég kem bara með haustinu og fjölskyldan kemur síðan eitthvað aðeins seinna. Við ætlum að flytja öll fjölskyldan því annars hefði þetta aldrei gengið upp,“ sagði Arnar. „Ég er þakklátur fyrir að konan sé tilbúin að fylgja mér og leyfa mér að upplifa þetta því mig hefur lengi langað þetta,“ sagði Arnar. Hann veit ekki hvort hann klárar sumarið með KKÍ en karlalandsliðið er á leiðinni á Eurobasket. „Það í rauninni kemur í ljós á næstu dögum. Þetta kom mjög hratt upp á,“ sagði Arnar. Það verða augljóslega breytingar En hvað með leikmannamál Stólanna? „Við verðum með einhverja karla það gefur augaleið. Þeir sjá um að tilkynna það á næstu dögum hverjir endursemja og hvort við fáum einhverja nýja hesta í þetta. Það verða augljóslega breytingar,“ sagði Arnar.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum