Hjúkrun á Landspítala Elfa Þöll Grétarsdóttir og Guðríður Kristín Þórðardóttir skrifar 12. maí 2015 08:00 Mikið hefur verið fjallað um Landspítala undanfarna mánuði og ár og þá einkum vegna álags, manneklu og fjárskorts. Niðurskurður, atgervisflótti heilbrigðisstarfsmanna, lítil nýliðun fagfólks, ákæra, húsnæðisskortur og nú verkföll. Er virkilega allt í steik á þessari virtu stofnun? Hvernig í ósköpunum fæst fólk til þess að standa vaktir við þessar aðstæður nótt sem nýtan dag? Er þjóðinni óhætt? Hvað er raunverulega í gangi á Landspítalanum? Í nýrri starfsumhverfiskönnun kom fram að þrátt fyrir að meirihluta hjúkrunarfræðinga finnist álagið of mikið og launin lág, þá eru þeir ánægðir í starfi. Miðað við þetta má velta því fyrir sér hvað það sé sem veitir þeim starfsánægju. Störf hjúkrunarfræðinga innan spítalans eru fjölbreytt en eiga það þó sameiginlegt að veita sjúklingum og aðstandendum þjónustu á viðkvæmum stundum í lífi þeirra. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans veita sína þjónustu af fagmennsku, öryggi og umhyggju. Þeir eru vel menntaðir og eftirsóttur starfskraftur víða um heim. Þekking og reynsla þeirra er dýrmæt fyrir spítalann. Það er krefjandi en á sama tíma mjög gefandi að styðja einstaklinga í erfiðum veikindum, eftir slys eða við andlát. Það sama má segja um að veita aðstandendum sjúklinga stuðning við að aðlagast breyttum aðstæðum í bráðum og langvinnum veikindum eða við missi. Hjúkrunarfræðingar vita að framlag þeirra skiptir máli í erfiðum aðstæðum en árangur vinnu þeirra er ekki hægt að meta til fjár. Fjárskortur og mannekla á spítalanum getur þó bitnað á gæðum, öryggi og á árangri. Þungur róður á Landspítala undanfarin ár hefur kennt okkur margt. Eitt af því mikilvægasta sem við höfum lært er það að í kreppum felast tækifæri. Starfsandi síðustu missera hefur einkennst af því hugarfari að klúðra ekki tækifærinu og hefur framkvæmdastjórn spítalans verið leiðandi í því hugarfari. Við markvissa endurskoðun á verkferlum og starfsháttum innan spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að efla öryggismenningu og bæta starfsumhverfið. Hjúkrunarfræðingar fagna árlega fæðingardegi frumkvöðulsins Florence Nightingale 12. maí, sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs Landspítala stendur fyrir svokallaðri „viku hjúkrunar” og að þessu sinni er þemað umbætur í hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og breytinga sem gerðar hafa verið til að viðhalda öryggi sjúklinga, bæta þjónustu og hagræða í rekstri. Í boði verða 38 fyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og yfir 50 veggspjaldakynningar. Vikan einkennist af uppskeruhátíð verkefna þar sem áhersla er á að sjá áskoranir, hugsa í lausnum, fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Kreppur undanfarinna ára hafa kennt okkur að leita árangursríkra lausna á hagkvæman hátt. Þær kynningar sem eru í dagskrá viku hjúkrunar er bara toppurinn af ísjakanum þegar horft er til lausnamiðaðra aðgerða sem er verið að beita á spítalanum. Það er viðhorf hjúkrunarfræðinga á Landspítala að hugsa í lausnum, fá góða hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd, ekki tala um vandamál heldur lausnir. Hjúkrunarfræðingar eru hluti af lausninni. Með því náum við árangri, eflum fagmennsku, tryggjum öryggi og verðum ánægð í starfi. Það er gott að að vera hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þar eru tækifærin til að efla hjúkrun, byggja upp og láta gott af sér leiða. Þar eru góðar fyrirmyndir og leiðtogar sem forréttindi eru að vinna með. Það geta allir hjúkrunarfræðingar verið stoltir af störfum sínum á þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum. Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn. Elfa Þöll Grétarsdóttir, formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs Landspítala Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Landspítala undanfarna mánuði og ár og þá einkum vegna álags, manneklu og fjárskorts. Niðurskurður, atgervisflótti heilbrigðisstarfsmanna, lítil nýliðun fagfólks, ákæra, húsnæðisskortur og nú verkföll. Er virkilega allt í steik á þessari virtu stofnun? Hvernig í ósköpunum fæst fólk til þess að standa vaktir við þessar aðstæður nótt sem nýtan dag? Er þjóðinni óhætt? Hvað er raunverulega í gangi á Landspítalanum? Í nýrri starfsumhverfiskönnun kom fram að þrátt fyrir að meirihluta hjúkrunarfræðinga finnist álagið of mikið og launin lág, þá eru þeir ánægðir í starfi. Miðað við þetta má velta því fyrir sér hvað það sé sem veitir þeim starfsánægju. Störf hjúkrunarfræðinga innan spítalans eru fjölbreytt en eiga það þó sameiginlegt að veita sjúklingum og aðstandendum þjónustu á viðkvæmum stundum í lífi þeirra. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans veita sína þjónustu af fagmennsku, öryggi og umhyggju. Þeir eru vel menntaðir og eftirsóttur starfskraftur víða um heim. Þekking og reynsla þeirra er dýrmæt fyrir spítalann. Það er krefjandi en á sama tíma mjög gefandi að styðja einstaklinga í erfiðum veikindum, eftir slys eða við andlát. Það sama má segja um að veita aðstandendum sjúklinga stuðning við að aðlagast breyttum aðstæðum í bráðum og langvinnum veikindum eða við missi. Hjúkrunarfræðingar vita að framlag þeirra skiptir máli í erfiðum aðstæðum en árangur vinnu þeirra er ekki hægt að meta til fjár. Fjárskortur og mannekla á spítalanum getur þó bitnað á gæðum, öryggi og á árangri. Þungur róður á Landspítala undanfarin ár hefur kennt okkur margt. Eitt af því mikilvægasta sem við höfum lært er það að í kreppum felast tækifæri. Starfsandi síðustu missera hefur einkennst af því hugarfari að klúðra ekki tækifærinu og hefur framkvæmdastjórn spítalans verið leiðandi í því hugarfari. Við markvissa endurskoðun á verkferlum og starfsháttum innan spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að efla öryggismenningu og bæta starfsumhverfið. Hjúkrunarfræðingar fagna árlega fæðingardegi frumkvöðulsins Florence Nightingale 12. maí, sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs Landspítala stendur fyrir svokallaðri „viku hjúkrunar” og að þessu sinni er þemað umbætur í hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og breytinga sem gerðar hafa verið til að viðhalda öryggi sjúklinga, bæta þjónustu og hagræða í rekstri. Í boði verða 38 fyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og yfir 50 veggspjaldakynningar. Vikan einkennist af uppskeruhátíð verkefna þar sem áhersla er á að sjá áskoranir, hugsa í lausnum, fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Kreppur undanfarinna ára hafa kennt okkur að leita árangursríkra lausna á hagkvæman hátt. Þær kynningar sem eru í dagskrá viku hjúkrunar er bara toppurinn af ísjakanum þegar horft er til lausnamiðaðra aðgerða sem er verið að beita á spítalanum. Það er viðhorf hjúkrunarfræðinga á Landspítala að hugsa í lausnum, fá góða hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd, ekki tala um vandamál heldur lausnir. Hjúkrunarfræðingar eru hluti af lausninni. Með því náum við árangri, eflum fagmennsku, tryggjum öryggi og verðum ánægð í starfi. Það er gott að að vera hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þar eru tækifærin til að efla hjúkrun, byggja upp og láta gott af sér leiða. Þar eru góðar fyrirmyndir og leiðtogar sem forréttindi eru að vinna með. Það geta allir hjúkrunarfræðingar verið stoltir af störfum sínum á þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum. Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn. Elfa Þöll Grétarsdóttir, formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs Landspítala Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar