Félagsráðgjöf á Landspítala Ásta Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2015 13:19 Ég heiti Ásta Guðmundsdóttir og er félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Í vinnu minni sem félagsráðgjafi á Landspítala sinni ég ýmsum verkefnum. Ég tek viðtöl við inniliggjandi sjúklinga, tengi sjúkling við þær stofnanir sem koma að þjónustu við hann, aðstoða við húsnæðismál, aðstoða ef greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður, sit þverfaglega teymisfundi, skrifa félagsráðgjafabréf með færni- og heilsumati svo eitthvað sé nefnt. Ég og maðurinn minn erum bæði 33 ára gömul, við erum bæði faglærð í okkar fagi, ég með 5 ára háskólamenntun og hann með 4 ára iðnmenntun. Við erum bæði í 100% vinnu og eigum 2 yndisleg börn, við eigum íbúð og erum að borga af bíl. Við hjónin erum í þeirri stöðu að við eigum fyrir skuldum okkar um hver mánaðamót en þegar búið er að borga allt þá erum við heppin ef við eigum 30.000 kr. í afgang af launum okkar til að lifa af út mánuðinn. Þetta ástand er bara svipað og þegar ég var í námi. Þá var ég á námslánum og í 40% vinnu á veturna og maðurinn minn í 100% vinnu. Þá hugsuðum við með okkur að þetta myndi lagast þegar ég væri búin í námi og komin í vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að nú stöndum við frammi fyrir því að annað hvort okkar þarf að fara í aukavinnu frá börnum okkar svo við getum keypt nauðsynjar! Er þetta boðlegt í okkar þjóðfélagi í dag? Ætti ekki að duga tvær fyrirvinnu í 100% vinnu á heimili til að sjá fyrir nauðsynjum? Bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara hafa gefið út neysluviðmið. Í þeim er gert ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum fyrir fötum, húsbúnaði og tómstundum en allt eru þetta útgjöld sem við getum ekki leyft okkur. Samkvæmt þessum viðmiðum vantar okkur hjónin að minnsta kosti 250.000 kr. upp á hver mánaðamót til að geta það.Metum menntun til launa Krafa okkar félaga í Bandalagi háskólamanna í þeirri kjarabaráttu sem við stöndum nú í við stjórnvöld er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum þurft að leggja út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og vilji að menntað starfsfólk sæki í störf hjá ríkinu. Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi fara tæplega ein mánaðarlaun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það gefur auga leið að í því felst ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör en í boði eru. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Þau geta svarað þessari spurningu með jákvæðum hætti með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Ásta Guðmundsdóttir og er félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Í vinnu minni sem félagsráðgjafi á Landspítala sinni ég ýmsum verkefnum. Ég tek viðtöl við inniliggjandi sjúklinga, tengi sjúkling við þær stofnanir sem koma að þjónustu við hann, aðstoða við húsnæðismál, aðstoða ef greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður, sit þverfaglega teymisfundi, skrifa félagsráðgjafabréf með færni- og heilsumati svo eitthvað sé nefnt. Ég og maðurinn minn erum bæði 33 ára gömul, við erum bæði faglærð í okkar fagi, ég með 5 ára háskólamenntun og hann með 4 ára iðnmenntun. Við erum bæði í 100% vinnu og eigum 2 yndisleg börn, við eigum íbúð og erum að borga af bíl. Við hjónin erum í þeirri stöðu að við eigum fyrir skuldum okkar um hver mánaðamót en þegar búið er að borga allt þá erum við heppin ef við eigum 30.000 kr. í afgang af launum okkar til að lifa af út mánuðinn. Þetta ástand er bara svipað og þegar ég var í námi. Þá var ég á námslánum og í 40% vinnu á veturna og maðurinn minn í 100% vinnu. Þá hugsuðum við með okkur að þetta myndi lagast þegar ég væri búin í námi og komin í vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að nú stöndum við frammi fyrir því að annað hvort okkar þarf að fara í aukavinnu frá börnum okkar svo við getum keypt nauðsynjar! Er þetta boðlegt í okkar þjóðfélagi í dag? Ætti ekki að duga tvær fyrirvinnu í 100% vinnu á heimili til að sjá fyrir nauðsynjum? Bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara hafa gefið út neysluviðmið. Í þeim er gert ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum fyrir fötum, húsbúnaði og tómstundum en allt eru þetta útgjöld sem við getum ekki leyft okkur. Samkvæmt þessum viðmiðum vantar okkur hjónin að minnsta kosti 250.000 kr. upp á hver mánaðamót til að geta það.Metum menntun til launa Krafa okkar félaga í Bandalagi háskólamanna í þeirri kjarabaráttu sem við stöndum nú í við stjórnvöld er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum þurft að leggja út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og vilji að menntað starfsfólk sæki í störf hjá ríkinu. Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi fara tæplega ein mánaðarlaun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það gefur auga leið að í því felst ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör en í boði eru. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Þau geta svarað þessari spurningu með jákvæðum hætti með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun