Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskiptafræðinga? Aðalheiður Gígja Isaksen skrifar 11. maí 2015 12:02 „Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu. Við vinnum báðar í Blóðbankanum, hún er lífeindafræðingur og ég náttúrufræðingur. Hún sagðist mest hafa séð eftir því að hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð. Það tekur nefnilega þrjú ár að útskrifa viðskiptafræðing og hagfræðing en fjögur ár að búa til útskrifa lífeindafræðing. Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað? Nei, bíddu bíddu, hann viðskiptafræðingurinn er að sýsla með peninga en okkar starf felur í sér að taka þátt í lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk. Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn. En af hverju er ég að setja mig á þennan háa hest og finnast ég eiga að sjá hærri tölu á launaseðlinum? Vegna þess að starfið sem ég vinn er mikilvægt, krefst mikillar sérþekkingar, er unnið á öllum tímum sólarhringsins og oft undir miklu álagi, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast. En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum, sem og annars staðar á Landspítalanum erum ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun eins og haldið hefur verið fram. Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
„Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu. Við vinnum báðar í Blóðbankanum, hún er lífeindafræðingur og ég náttúrufræðingur. Hún sagðist mest hafa séð eftir því að hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð. Það tekur nefnilega þrjú ár að útskrifa viðskiptafræðing og hagfræðing en fjögur ár að búa til útskrifa lífeindafræðing. Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað? Nei, bíddu bíddu, hann viðskiptafræðingurinn er að sýsla með peninga en okkar starf felur í sér að taka þátt í lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk. Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn. En af hverju er ég að setja mig á þennan háa hest og finnast ég eiga að sjá hærri tölu á launaseðlinum? Vegna þess að starfið sem ég vinn er mikilvægt, krefst mikillar sérþekkingar, er unnið á öllum tímum sólarhringsins og oft undir miklu álagi, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast. En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum, sem og annars staðar á Landspítalanum erum ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun eins og haldið hefur verið fram. Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun