Ásdís: Þrír og hálfur mánuður síðan ég var með með brotna hendi og tárin í augunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2015 20:34 Ásdís Hjálmsdóttir fer á HM í ár og ÓL á næsta ári. vísir/getty „Það er eiginlega svolítið erfitt að lýsa því hvernig mér leið þegar ég sá hversu langt þetta var,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi. Ásdís vann spjótkastkeppnina á Riga-bikarnum í Lettlandi í kvöld með kasti upp á 62,14 metra sem hjó nærri Íslandsmeti hennar sem er 62,77 metrar. Kastið tryggði Ásdísi þátttökurétt á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári, en lágmarkið til Ríó eru 62 metrar. „Það er meiri léttir að vera komin með lágmörkin heldur en að ná þessari lengd. Ég vissi vel að ég ætti inni fyrir svona löngu kasti þannig þetta var ekkert fullkomið draumakast,“ segir Ásdís.vísir/gettyHún segir allt öðruvísi að æfa og keppa þegar búið er að ná lágmörkum fyrir þessi stórmót. „Ef þú ert með þessa pressu á þér að þurfa kasta þessa vegalend þarftu að vera toppa fyrir hvert mót,“ segir hún. „Fresturinn til að ná lágmarki fyrir HM rennur út í byrjun ágúst. Það væri ekki góður undirbúningur að vera í stressi að reyna að ná lágmarki fyrir HM og keppa kannski á tveimur mótunum vikunni fyrir Peking. Þá ertu að stefna að því að toppa á þeim mótum en ekki tveimur vikum síðar á HM.“ „Nú verður sumarið aðeins öðruvísi hjá mér. Ég þarf ekki að keppa jafnmikið heldur get ég æft í gegnum mótið og miðað við það að toppa í ágúst. Það sama gildir á næsta ári. Þá mun allt miðast við að toppa á Ól í ágúst,“ segir Ásdís.Ásdís var fánaberi Íslands á opnunarhátíð ÓL 2012.vísir/gettyÁsdís segist hafa fundið það um leið og hún sleppti spjótinu að kastið væri gott. Hún bjóst þó ekki við þessari lengd sem eru í raun góð tíðindi. „Þegar ég náði Íslandsmetinu í London small allt. Það var rosalega gott kast þar sem allt gekk upp. Núna var þetta ekki þannig. Ég fann að kastið var gott en ég bjóst ekki við þessari lengd sem sýnir að ég á meira inni,“ segir hún. „Spjótið sjálft er 2,10 metrar og ég sá að það fór allt yfir 60 metra línuna þannig ég vissi um leið að þetta var lengra en 62 metrar. Ég bjóst samt ekki alveg við þessu.“ Spjótkastkeppnin í Riga-bikarnum er aðalnúmerið og verðlaunagripurinn fyrir fyrsta sætið í henni mun stærri en önnur verðlaun á mótinu. „Ég fékk ekki bara gullmedalíu heldur gott betur en það. Ég er með risastóran bikar sem ég þarf einhvernveginn að drösla heim. Þetta er svakalega stór dolla sem ég kem ekki í töskuna. Ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Ásdís og hlær.Hún vonast til að komast á fleiri Demantamót.vísir/afpHún býr og æfir í Zürich og þarf að koma bikarnum þangað. En fyrst þarf hún að koma honum til Íslands þannig sá stóri verður á ferð og flugi. „Ég er náttúrlega að koma heim í fyrramálið til að keppa á Smáþjóðaleikunum. Ég kasta spjótinu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn og svo kringlu á fimmtudaginn. Það er nóg að gera,“ segir hún kát. Ásdís keppir á Demantamóti í Osló í næsta mánuði, en hún vonar að sigurinn í Ríga og þetta kast komi henni á sterkari mót. „Þetta opnar vonandi dyr á sterkustu mótin. Það eru Demantamót í París og Stokkhólmi í júlí og það er spurning hvort maður fær boð á þau,“ segir Ásdís. Árangurinn hjá Ásdísi til þessa á árinu er í raun magnaður því ekki er langt síðan hún brotnaði á kasthendinni. „Þetta er sætt því undirbúningurinn í vetur hefur verið nokkuð skrautlegur. Það eru ekki nema þrír og hálfur mánuður síðan ég sat með tárin í augunum og brotna hendi upp á slysó,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. 3 birds 1 stone and all that! 62,14 m, a win today and I'm qualified for #Beijing World Champs and #RioOlympics!! #Speachless #GameOfThrows #Season2015 #RigaCup A photo posted by Ásdís Hjálms (@asdishjalms) on May 28, 2015 at 12:09pm PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
„Það er eiginlega svolítið erfitt að lýsa því hvernig mér leið þegar ég sá hversu langt þetta var,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi. Ásdís vann spjótkastkeppnina á Riga-bikarnum í Lettlandi í kvöld með kasti upp á 62,14 metra sem hjó nærri Íslandsmeti hennar sem er 62,77 metrar. Kastið tryggði Ásdísi þátttökurétt á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári, en lágmarkið til Ríó eru 62 metrar. „Það er meiri léttir að vera komin með lágmörkin heldur en að ná þessari lengd. Ég vissi vel að ég ætti inni fyrir svona löngu kasti þannig þetta var ekkert fullkomið draumakast,“ segir Ásdís.vísir/gettyHún segir allt öðruvísi að æfa og keppa þegar búið er að ná lágmörkum fyrir þessi stórmót. „Ef þú ert með þessa pressu á þér að þurfa kasta þessa vegalend þarftu að vera toppa fyrir hvert mót,“ segir hún. „Fresturinn til að ná lágmarki fyrir HM rennur út í byrjun ágúst. Það væri ekki góður undirbúningur að vera í stressi að reyna að ná lágmarki fyrir HM og keppa kannski á tveimur mótunum vikunni fyrir Peking. Þá ertu að stefna að því að toppa á þeim mótum en ekki tveimur vikum síðar á HM.“ „Nú verður sumarið aðeins öðruvísi hjá mér. Ég þarf ekki að keppa jafnmikið heldur get ég æft í gegnum mótið og miðað við það að toppa í ágúst. Það sama gildir á næsta ári. Þá mun allt miðast við að toppa á Ól í ágúst,“ segir Ásdís.Ásdís var fánaberi Íslands á opnunarhátíð ÓL 2012.vísir/gettyÁsdís segist hafa fundið það um leið og hún sleppti spjótinu að kastið væri gott. Hún bjóst þó ekki við þessari lengd sem eru í raun góð tíðindi. „Þegar ég náði Íslandsmetinu í London small allt. Það var rosalega gott kast þar sem allt gekk upp. Núna var þetta ekki þannig. Ég fann að kastið var gott en ég bjóst ekki við þessari lengd sem sýnir að ég á meira inni,“ segir hún. „Spjótið sjálft er 2,10 metrar og ég sá að það fór allt yfir 60 metra línuna þannig ég vissi um leið að þetta var lengra en 62 metrar. Ég bjóst samt ekki alveg við þessu.“ Spjótkastkeppnin í Riga-bikarnum er aðalnúmerið og verðlaunagripurinn fyrir fyrsta sætið í henni mun stærri en önnur verðlaun á mótinu. „Ég fékk ekki bara gullmedalíu heldur gott betur en það. Ég er með risastóran bikar sem ég þarf einhvernveginn að drösla heim. Þetta er svakalega stór dolla sem ég kem ekki í töskuna. Ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Ásdís og hlær.Hún vonast til að komast á fleiri Demantamót.vísir/afpHún býr og æfir í Zürich og þarf að koma bikarnum þangað. En fyrst þarf hún að koma honum til Íslands þannig sá stóri verður á ferð og flugi. „Ég er náttúrlega að koma heim í fyrramálið til að keppa á Smáþjóðaleikunum. Ég kasta spjótinu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn og svo kringlu á fimmtudaginn. Það er nóg að gera,“ segir hún kát. Ásdís keppir á Demantamóti í Osló í næsta mánuði, en hún vonar að sigurinn í Ríga og þetta kast komi henni á sterkari mót. „Þetta opnar vonandi dyr á sterkustu mótin. Það eru Demantamót í París og Stokkhólmi í júlí og það er spurning hvort maður fær boð á þau,“ segir Ásdís. Árangurinn hjá Ásdísi til þessa á árinu er í raun magnaður því ekki er langt síðan hún brotnaði á kasthendinni. „Þetta er sætt því undirbúningurinn í vetur hefur verið nokkuð skrautlegur. Það eru ekki nema þrír og hálfur mánuður síðan ég sat með tárin í augunum og brotna hendi upp á slysó,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. 3 birds 1 stone and all that! 62,14 m, a win today and I'm qualified for #Beijing World Champs and #RioOlympics!! #Speachless #GameOfThrows #Season2015 #RigaCup A photo posted by Ásdís Hjálms (@asdishjalms) on May 28, 2015 at 12:09pm PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast