Þrefalda refsingin mun lifa áfram góðu lífi í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 12:30 Rauða spjaldið á loft í leik hjá Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea. Vísir/Getty Knattspyrnuforystuna ætlar ekki að breyta reglum um rautt spjald á markmenn en á heimasíðu KSÍ má finna fréttir af ársfundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda þar sem hin umdeilda "þrefalda refsing" var tekin fyrir. Ársfundur Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda (IFAB) fór fram hinn 28. febrúar síðastliðinn og þar fjallaði nefndin meðal annars um hina svokölluðu "þreföldu refsingu" (skv. 12. gr. Knattspyrnulaganna), það er brottrekstur, vítaspyrnu og leikbann, sem fylgir því að "hafa af mótherja augljóst marktækifæri". Nefndin var sammála um að þessi refsing væri of hörð og að finna þyrfti betri lausn. Á fundinum var tillögu Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), sem fól í sér nákvæma skilgreiningu á því hvenær dómaranum bæri eingöngu að sýna gula spjaldið í stað þess rauða fyrir slíkt leikbrot, hins vegar hafnað. Nefndin var engu að síður sammála um það í grundvallaratriðum að í vissum tilfellum mætti fella niður einn þátt "þreföldu refsingarinnar", þ.e. hið sjálfkrafa eins leiks bann fyrir rautt spjald sem leikmaðurinn fær skv. núgildandi ákvæðum agareglugerðar Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA). Í framhaldinu var aga- og laganefndum FIFA síðan falið að kanna hvort gerlegt væri að fella niður hið sjálfkrafa eins leiks bann sem fylgir í kjölfar brottreksturs leikmanna sem "hafa af mótherja upplagt marktækifæri" þegar um er að ræða brot sem ekki teljast "heiftarleg" í skilningi knattspyrnulaganna. Niðurstöður aga- og laganefnda FIFA voru síðan lagðar fyrir fund framkvæmdastjórnar FIFA hinn 25. maí sl. Skemmst er hins vegar frá því að segja að framkvæmdastjórnin samþykkti þar, að tillögu forseta síns, að ekki yrðu að sinni gerðar neinar breytingar á agareglugerð FIFA hvað þetta varðar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Knattspyrnuforystuna ætlar ekki að breyta reglum um rautt spjald á markmenn en á heimasíðu KSÍ má finna fréttir af ársfundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda þar sem hin umdeilda "þrefalda refsing" var tekin fyrir. Ársfundur Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda (IFAB) fór fram hinn 28. febrúar síðastliðinn og þar fjallaði nefndin meðal annars um hina svokölluðu "þreföldu refsingu" (skv. 12. gr. Knattspyrnulaganna), það er brottrekstur, vítaspyrnu og leikbann, sem fylgir því að "hafa af mótherja augljóst marktækifæri". Nefndin var sammála um að þessi refsing væri of hörð og að finna þyrfti betri lausn. Á fundinum var tillögu Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), sem fól í sér nákvæma skilgreiningu á því hvenær dómaranum bæri eingöngu að sýna gula spjaldið í stað þess rauða fyrir slíkt leikbrot, hins vegar hafnað. Nefndin var engu að síður sammála um það í grundvallaratriðum að í vissum tilfellum mætti fella niður einn þátt "þreföldu refsingarinnar", þ.e. hið sjálfkrafa eins leiks bann fyrir rautt spjald sem leikmaðurinn fær skv. núgildandi ákvæðum agareglugerðar Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA). Í framhaldinu var aga- og laganefndum FIFA síðan falið að kanna hvort gerlegt væri að fella niður hið sjálfkrafa eins leiks bann sem fylgir í kjölfar brottreksturs leikmanna sem "hafa af mótherja upplagt marktækifæri" þegar um er að ræða brot sem ekki teljast "heiftarleg" í skilningi knattspyrnulaganna. Niðurstöður aga- og laganefnda FIFA voru síðan lagðar fyrir fund framkvæmdastjórnar FIFA hinn 25. maí sl. Skemmst er hins vegar frá því að segja að framkvæmdastjórnin samþykkti þar, að tillögu forseta síns, að ekki yrðu að sinni gerðar neinar breytingar á agareglugerð FIFA hvað þetta varðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira