Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson hefur farið vel af stað í Pepsi-deildinni í sumar.
Aron skoraði glæsilegt mark í 3-3 jafntefli Fjölnis og Vals á Vodafone-vellinum á mánudaginn með skoti af löngu færi. Það merkilega er að Aron hefur skorað fjögur mörk í efstu deild, þar af þrjú á sama markið á Vodafone-vellinum (það sem er nær Öskjuhlíðinni).
Valtýr Björn Valtýsson fór með Aron í heimsókn á Vodafone-völlinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Aðspurður hvort hann væri á leið í Val hafði Aron þetta að segja:
„Nei, ég er ekki á leið í Val. En ég hef fundið mig vel hér svo það spurning um að færa leiki Fjölnis hingað,“ sagði Aron í léttum dúr en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Grafarvogsliðið í gær.
Hann kvaðst ósáttur að hafa ekki náð í sigur gegn Val en bætti því við að Fjölnisliðið sé sterkara en í fyrra.
„Við erum stöðugri. Við höfum unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og bara tapað einu sinni. Við erum að safna stigum og þetta gengur ágætlega,“ sagði Aron en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aron Sig: Spurning um að færa Fjölnisleikina á Vodafone-völlinn
Tengdar fréttir

Sjáðu geggjað skot Arons og frábæran einleik Þóris
Það litu tvo gullfalleg mörk dagsins ljós í leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla í kvöld, en mörk Aron Sigurðarson og Þóris Guðjónssonar voru mögnuð.

Uppbótartíminn: Doumbia sneri aftur með stæl | Myndbönd
Fimmta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær.

Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fjölnir 3-3 | Sjáðu markaveisluna
Valsmenn og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í kvöld á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Öll mörkin sex komu í fyrri hálfleiknum og var hann magnaður og fer sennilega í einhverjar sögubækur.

Skoraði frábært mark í gær og fékk nýjan samning í dag
Fjölnismenn framlengja um eitt ár við Aron Sigurðarson sem átti stórleik á Hlíðarenda í gær.