Þúsunda prósenta launamunur ræddur á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 11:56 Mörg þúsund prósenta munur er á kjörum þeirra lægst launuðu í landinu og þeirra sem eiga von á tugum og jafnvel um eða yfir 100 milljónum í bónusgreiðslum einstakra fyrirtækja. En kjör þessara ólíku hópa voru á dagskrá Alþingis í morgun. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanamál tóku stærstan hluta fundartíma Alþingis í gær áttunda þingfundardaginn í röð. En klukkan átta í gærkvöldi hjó Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis loks á hnútinn og tók málið af dagskrá í bili alla vega. „Þetta er gert til að freista þess að unnst sé að greiða fyrir þingstörfum og komast til botns í því máli sem hér hefur verið hvað mest til umræðu og freista þess að finna lausnir í því máli,“ sagði Einar þegar hann kynnti ákvörðun sína. Þar með brast ákveðin stífla á þingi og í dag eru 33 mál á dagskrá sem almenn sátt virðist um að ljúka á yfirstandandi þingi. En þingmönnum lá margt á hjarta í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Kjör lífeyrisþega verði bætt Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði ástæðu til að fagna því ef kjarasamningar væru að nást. „En það dregur um leið athyglina að því algera árangursleysi sem er í viðræðum á hinum opinbera markaði,“ sagði Helgi. Þá þyrfti að huga að kjörum lífeyrisþega í tengslum við gerð kjarasamninga en þeir byggju við lökustu kjörin í landinu. „Þá er það áskorun fyrri okkur að gera slíkt hið sama fyrir þá sem eru á ellilífeyri og örorkulífeyri hjá almannatryggingum og eiga framfærslu sína alfarið undir þessari stofnun hér, Alþingi,“ sagði Helgi. Og Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hélt sig á svipuðum slóðum og benti á að enn einu sinni væri túlkasjóður heyrnarskertra tómur. „Það má vísa til þess, og þetta er algert brot á því grundvallarsjónarmiði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir ár. Hann hefur að meginmarkmiði að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Íslenska ríkið verður að sýna að það meini eitthvað þegar það segir að það ætli að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Páll Valur.Hinir ríku fá risavaxna bónusa Kjör hinna hæst launuðu og best settu í þjóðfélaginu báru líka á góma á Alþingi í morgun. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á því að Íslenska umsýslufélagið, áður Straumur-Burðarás hafi lagt til hliðar 3.400 milljónir til að standa undir bónusgreiðslum til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. „Að meðaltali nema þessar greiðslur um hundrað milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV,“ sagði Karl. Þá eigi hópur fyrrverandi og núverandi starfsmanna gamla Kaupþings von á bónusum upp á tugi milljóna hver með nauðasamningum félagsins. „Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100% ? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei,“ sagði Karl Garðarsson. Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21 Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Mörg þúsund prósenta munur er á kjörum þeirra lægst launuðu í landinu og þeirra sem eiga von á tugum og jafnvel um eða yfir 100 milljónum í bónusgreiðslum einstakra fyrirtækja. En kjör þessara ólíku hópa voru á dagskrá Alþingis í morgun. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanamál tóku stærstan hluta fundartíma Alþingis í gær áttunda þingfundardaginn í röð. En klukkan átta í gærkvöldi hjó Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis loks á hnútinn og tók málið af dagskrá í bili alla vega. „Þetta er gert til að freista þess að unnst sé að greiða fyrir þingstörfum og komast til botns í því máli sem hér hefur verið hvað mest til umræðu og freista þess að finna lausnir í því máli,“ sagði Einar þegar hann kynnti ákvörðun sína. Þar með brast ákveðin stífla á þingi og í dag eru 33 mál á dagskrá sem almenn sátt virðist um að ljúka á yfirstandandi þingi. En þingmönnum lá margt á hjarta í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Kjör lífeyrisþega verði bætt Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði ástæðu til að fagna því ef kjarasamningar væru að nást. „En það dregur um leið athyglina að því algera árangursleysi sem er í viðræðum á hinum opinbera markaði,“ sagði Helgi. Þá þyrfti að huga að kjörum lífeyrisþega í tengslum við gerð kjarasamninga en þeir byggju við lökustu kjörin í landinu. „Þá er það áskorun fyrri okkur að gera slíkt hið sama fyrir þá sem eru á ellilífeyri og örorkulífeyri hjá almannatryggingum og eiga framfærslu sína alfarið undir þessari stofnun hér, Alþingi,“ sagði Helgi. Og Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hélt sig á svipuðum slóðum og benti á að enn einu sinni væri túlkasjóður heyrnarskertra tómur. „Það má vísa til þess, og þetta er algert brot á því grundvallarsjónarmiði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir ár. Hann hefur að meginmarkmiði að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Íslenska ríkið verður að sýna að það meini eitthvað þegar það segir að það ætli að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Páll Valur.Hinir ríku fá risavaxna bónusa Kjör hinna hæst launuðu og best settu í þjóðfélaginu báru líka á góma á Alþingi í morgun. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á því að Íslenska umsýslufélagið, áður Straumur-Burðarás hafi lagt til hliðar 3.400 milljónir til að standa undir bónusgreiðslum til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. „Að meðaltali nema þessar greiðslur um hundrað milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV,“ sagði Karl. Þá eigi hópur fyrrverandi og núverandi starfsmanna gamla Kaupþings von á bónusum upp á tugi milljóna hver með nauðasamningum félagsins. „Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100% ? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei,“ sagði Karl Garðarsson.
Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21 Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21
Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14