Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2015 14:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon. Vísir/Vilhelm/Daníel Venju samkvæmt var rætt um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar á Alþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna enn harðlega dagskrá þingsins þar sem enn er að finna umræðu um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar vegna rammaáætlunar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu hver á fætur öðrum yfir vonbrigðum sínum með það hversu illa hvítasunnuhelgin hafi verið nýtt í að finna lausn á málinu. Ljóst hafi verið á föstudaginn við lok þingfundar að upplausn væri á Alþingi vegna „þrjósku“ stjórnarmeirihlutans um að hafa rammaáætlun áfram á dagskrá. Þá gagnrýndi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, að engin starfsáætlun væri komin fyrir þingið í staðinn fyrir þá sem forseti felldi úr gildi á föstudaginn.Sigmundur Davíð fékk að heyra það Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svo forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrir að labba úr þingsal áður en fyrsti ræðumaður tók til máls um fundarstjórn forseta en ráðherrann hafði komið sér fyrir til að svara óundirbúnum fyrirspurnum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, lét forsætisráðherra einnig heyra það. „Það bar til tíðinda um helgina að hæstvirtur forsætisráðherra kom í leitirnar um helgina sem búið var að auglýsa mikið eftir hér og óska eftir til umræðna í þinginu, en hann kom í leitirnar í fjölmiðlum. Þar var hann með ýmsar skeytasendingar og útlistanir sem beindust að þjóðinni, verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni.“Svandís Svavarsdóttir.Vísir/DaníelStórkostlegir hugsuðir á Alþingi sem hugsa svipað Steingrímur sagðist svo velta því fyrir sér hverjum Sigmundur Davíð væri með í liði því ekki væri hann í liði með þjóðinni eða aðilum vinnumarkaðarins. „Hann skorar endalaus sjálfsmörk. Ég held að stjórnarliðið þurfi að setja mann á hæstvirtan forsætisráðherra í vörninni svo hann skori ekki svona í eigin mark. [...] Ef einhvers staðar er í gangi rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem les svona í stöðuna. Að ætla svona að bæta um betur yfir helgina með því að henda sprengjunum í allar áttir.“ Fundarstjórn forseta var rædd í um 45 mínútur og tók svo við óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sjávar-og landbúnaðarráðherra sátu fyrir svörum. Að honum loknum var gert hálftíma langt hlé á þingfundi fyrir þingflokksfundi en Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir hléinu í umræðunni um fundarstjórn. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04 BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Venju samkvæmt var rætt um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar á Alþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna enn harðlega dagskrá þingsins þar sem enn er að finna umræðu um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar vegna rammaáætlunar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu hver á fætur öðrum yfir vonbrigðum sínum með það hversu illa hvítasunnuhelgin hafi verið nýtt í að finna lausn á málinu. Ljóst hafi verið á föstudaginn við lok þingfundar að upplausn væri á Alþingi vegna „þrjósku“ stjórnarmeirihlutans um að hafa rammaáætlun áfram á dagskrá. Þá gagnrýndi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, að engin starfsáætlun væri komin fyrir þingið í staðinn fyrir þá sem forseti felldi úr gildi á föstudaginn.Sigmundur Davíð fékk að heyra það Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svo forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrir að labba úr þingsal áður en fyrsti ræðumaður tók til máls um fundarstjórn forseta en ráðherrann hafði komið sér fyrir til að svara óundirbúnum fyrirspurnum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, lét forsætisráðherra einnig heyra það. „Það bar til tíðinda um helgina að hæstvirtur forsætisráðherra kom í leitirnar um helgina sem búið var að auglýsa mikið eftir hér og óska eftir til umræðna í þinginu, en hann kom í leitirnar í fjölmiðlum. Þar var hann með ýmsar skeytasendingar og útlistanir sem beindust að þjóðinni, verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni.“Svandís Svavarsdóttir.Vísir/DaníelStórkostlegir hugsuðir á Alþingi sem hugsa svipað Steingrímur sagðist svo velta því fyrir sér hverjum Sigmundur Davíð væri með í liði því ekki væri hann í liði með þjóðinni eða aðilum vinnumarkaðarins. „Hann skorar endalaus sjálfsmörk. Ég held að stjórnarliðið þurfi að setja mann á hæstvirtan forsætisráðherra í vörninni svo hann skori ekki svona í eigin mark. [...] Ef einhvers staðar er í gangi rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem les svona í stöðuna. Að ætla svona að bæta um betur yfir helgina með því að henda sprengjunum í allar áttir.“ Fundarstjórn forseta var rædd í um 45 mínútur og tók svo við óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sjávar-og landbúnaðarráðherra sátu fyrir svörum. Að honum loknum var gert hálftíma langt hlé á þingfundi fyrir þingflokksfundi en Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir hléinu í umræðunni um fundarstjórn.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04 BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04
BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24
Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15