Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2015 14:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon. Vísir/Vilhelm/Daníel Venju samkvæmt var rætt um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar á Alþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna enn harðlega dagskrá þingsins þar sem enn er að finna umræðu um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar vegna rammaáætlunar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu hver á fætur öðrum yfir vonbrigðum sínum með það hversu illa hvítasunnuhelgin hafi verið nýtt í að finna lausn á málinu. Ljóst hafi verið á föstudaginn við lok þingfundar að upplausn væri á Alþingi vegna „þrjósku“ stjórnarmeirihlutans um að hafa rammaáætlun áfram á dagskrá. Þá gagnrýndi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, að engin starfsáætlun væri komin fyrir þingið í staðinn fyrir þá sem forseti felldi úr gildi á föstudaginn.Sigmundur Davíð fékk að heyra það Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svo forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrir að labba úr þingsal áður en fyrsti ræðumaður tók til máls um fundarstjórn forseta en ráðherrann hafði komið sér fyrir til að svara óundirbúnum fyrirspurnum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, lét forsætisráðherra einnig heyra það. „Það bar til tíðinda um helgina að hæstvirtur forsætisráðherra kom í leitirnar um helgina sem búið var að auglýsa mikið eftir hér og óska eftir til umræðna í þinginu, en hann kom í leitirnar í fjölmiðlum. Þar var hann með ýmsar skeytasendingar og útlistanir sem beindust að þjóðinni, verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni.“Svandís Svavarsdóttir.Vísir/DaníelStórkostlegir hugsuðir á Alþingi sem hugsa svipað Steingrímur sagðist svo velta því fyrir sér hverjum Sigmundur Davíð væri með í liði því ekki væri hann í liði með þjóðinni eða aðilum vinnumarkaðarins. „Hann skorar endalaus sjálfsmörk. Ég held að stjórnarliðið þurfi að setja mann á hæstvirtan forsætisráðherra í vörninni svo hann skori ekki svona í eigin mark. [...] Ef einhvers staðar er í gangi rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem les svona í stöðuna. Að ætla svona að bæta um betur yfir helgina með því að henda sprengjunum í allar áttir.“ Fundarstjórn forseta var rædd í um 45 mínútur og tók svo við óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sjávar-og landbúnaðarráðherra sátu fyrir svörum. Að honum loknum var gert hálftíma langt hlé á þingfundi fyrir þingflokksfundi en Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir hléinu í umræðunni um fundarstjórn. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04 BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Venju samkvæmt var rætt um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar á Alþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna enn harðlega dagskrá þingsins þar sem enn er að finna umræðu um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar vegna rammaáætlunar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu hver á fætur öðrum yfir vonbrigðum sínum með það hversu illa hvítasunnuhelgin hafi verið nýtt í að finna lausn á málinu. Ljóst hafi verið á föstudaginn við lok þingfundar að upplausn væri á Alþingi vegna „þrjósku“ stjórnarmeirihlutans um að hafa rammaáætlun áfram á dagskrá. Þá gagnrýndi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, að engin starfsáætlun væri komin fyrir þingið í staðinn fyrir þá sem forseti felldi úr gildi á föstudaginn.Sigmundur Davíð fékk að heyra það Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svo forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrir að labba úr þingsal áður en fyrsti ræðumaður tók til máls um fundarstjórn forseta en ráðherrann hafði komið sér fyrir til að svara óundirbúnum fyrirspurnum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, lét forsætisráðherra einnig heyra það. „Það bar til tíðinda um helgina að hæstvirtur forsætisráðherra kom í leitirnar um helgina sem búið var að auglýsa mikið eftir hér og óska eftir til umræðna í þinginu, en hann kom í leitirnar í fjölmiðlum. Þar var hann með ýmsar skeytasendingar og útlistanir sem beindust að þjóðinni, verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni.“Svandís Svavarsdóttir.Vísir/DaníelStórkostlegir hugsuðir á Alþingi sem hugsa svipað Steingrímur sagðist svo velta því fyrir sér hverjum Sigmundur Davíð væri með í liði því ekki væri hann í liði með þjóðinni eða aðilum vinnumarkaðarins. „Hann skorar endalaus sjálfsmörk. Ég held að stjórnarliðið þurfi að setja mann á hæstvirtan forsætisráðherra í vörninni svo hann skori ekki svona í eigin mark. [...] Ef einhvers staðar er í gangi rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem les svona í stöðuna. Að ætla svona að bæta um betur yfir helgina með því að henda sprengjunum í allar áttir.“ Fundarstjórn forseta var rædd í um 45 mínútur og tók svo við óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sjávar-og landbúnaðarráðherra sátu fyrir svörum. Að honum loknum var gert hálftíma langt hlé á þingfundi fyrir þingflokksfundi en Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir hléinu í umræðunni um fundarstjórn.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04 BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04
BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24
Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15