Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2015 14:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon. Vísir/Vilhelm/Daníel Venju samkvæmt var rætt um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar á Alþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna enn harðlega dagskrá þingsins þar sem enn er að finna umræðu um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar vegna rammaáætlunar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu hver á fætur öðrum yfir vonbrigðum sínum með það hversu illa hvítasunnuhelgin hafi verið nýtt í að finna lausn á málinu. Ljóst hafi verið á föstudaginn við lok þingfundar að upplausn væri á Alþingi vegna „þrjósku“ stjórnarmeirihlutans um að hafa rammaáætlun áfram á dagskrá. Þá gagnrýndi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, að engin starfsáætlun væri komin fyrir þingið í staðinn fyrir þá sem forseti felldi úr gildi á föstudaginn.Sigmundur Davíð fékk að heyra það Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svo forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrir að labba úr þingsal áður en fyrsti ræðumaður tók til máls um fundarstjórn forseta en ráðherrann hafði komið sér fyrir til að svara óundirbúnum fyrirspurnum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, lét forsætisráðherra einnig heyra það. „Það bar til tíðinda um helgina að hæstvirtur forsætisráðherra kom í leitirnar um helgina sem búið var að auglýsa mikið eftir hér og óska eftir til umræðna í þinginu, en hann kom í leitirnar í fjölmiðlum. Þar var hann með ýmsar skeytasendingar og útlistanir sem beindust að þjóðinni, verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni.“Svandís Svavarsdóttir.Vísir/DaníelStórkostlegir hugsuðir á Alþingi sem hugsa svipað Steingrímur sagðist svo velta því fyrir sér hverjum Sigmundur Davíð væri með í liði því ekki væri hann í liði með þjóðinni eða aðilum vinnumarkaðarins. „Hann skorar endalaus sjálfsmörk. Ég held að stjórnarliðið þurfi að setja mann á hæstvirtan forsætisráðherra í vörninni svo hann skori ekki svona í eigin mark. [...] Ef einhvers staðar er í gangi rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem les svona í stöðuna. Að ætla svona að bæta um betur yfir helgina með því að henda sprengjunum í allar áttir.“ Fundarstjórn forseta var rædd í um 45 mínútur og tók svo við óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sjávar-og landbúnaðarráðherra sátu fyrir svörum. Að honum loknum var gert hálftíma langt hlé á þingfundi fyrir þingflokksfundi en Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir hléinu í umræðunni um fundarstjórn. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04 BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Venju samkvæmt var rætt um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar á Alþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna enn harðlega dagskrá þingsins þar sem enn er að finna umræðu um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar vegna rammaáætlunar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu hver á fætur öðrum yfir vonbrigðum sínum með það hversu illa hvítasunnuhelgin hafi verið nýtt í að finna lausn á málinu. Ljóst hafi verið á föstudaginn við lok þingfundar að upplausn væri á Alþingi vegna „þrjósku“ stjórnarmeirihlutans um að hafa rammaáætlun áfram á dagskrá. Þá gagnrýndi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, að engin starfsáætlun væri komin fyrir þingið í staðinn fyrir þá sem forseti felldi úr gildi á föstudaginn.Sigmundur Davíð fékk að heyra það Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svo forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrir að labba úr þingsal áður en fyrsti ræðumaður tók til máls um fundarstjórn forseta en ráðherrann hafði komið sér fyrir til að svara óundirbúnum fyrirspurnum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, lét forsætisráðherra einnig heyra það. „Það bar til tíðinda um helgina að hæstvirtur forsætisráðherra kom í leitirnar um helgina sem búið var að auglýsa mikið eftir hér og óska eftir til umræðna í þinginu, en hann kom í leitirnar í fjölmiðlum. Þar var hann með ýmsar skeytasendingar og útlistanir sem beindust að þjóðinni, verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni.“Svandís Svavarsdóttir.Vísir/DaníelStórkostlegir hugsuðir á Alþingi sem hugsa svipað Steingrímur sagðist svo velta því fyrir sér hverjum Sigmundur Davíð væri með í liði því ekki væri hann í liði með þjóðinni eða aðilum vinnumarkaðarins. „Hann skorar endalaus sjálfsmörk. Ég held að stjórnarliðið þurfi að setja mann á hæstvirtan forsætisráðherra í vörninni svo hann skori ekki svona í eigin mark. [...] Ef einhvers staðar er í gangi rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem les svona í stöðuna. Að ætla svona að bæta um betur yfir helgina með því að henda sprengjunum í allar áttir.“ Fundarstjórn forseta var rædd í um 45 mínútur og tók svo við óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sjávar-og landbúnaðarráðherra sátu fyrir svörum. Að honum loknum var gert hálftíma langt hlé á þingfundi fyrir þingflokksfundi en Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir hléinu í umræðunni um fundarstjórn.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04 BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04
BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24
Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15