Sport

Hafdís vann gull en fékk ekki metið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir.
Hafdís Sigurðardóttir. Vísir
Hafdís Sigurðardóttir vann í kvöld gull í langstökki kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík með risastökki - 6,50 metrum.

Íslandsmet hennar í greininni er 6,45 m en stökkið í dag var ekki gilt Íslandsmet þar sem meðvindur var of mikill eða 5,8 m/sek. Leyfilegur meðvindur er að hámarki 2 m/sek.

Hafdís átti frábæra stökkseríu og fór yfir 6 metra í öllum sex stökkunum sínum. Dóróthea Jóhannesdóttir var svo 4 sentímetrum frá bronsinu en hún stökk lengst 5,56 m.

Rebecca Camilleri frá Möltu fékk silfur er hún stökk 6,15 m og Liljana Matovic brons með stökki upp á 5,60 m.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×