Ásdís: Lofar góðu fyrir framhaldið Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalnum skrifar 2. júní 2015 17:49 Ásdís vann sín fjórðu gullverðlaun á Smáþjóðaleikum. vísir/pjetur Ásdís Hjálmsdóttir vann nú rétt í þessu til gullverðlauna í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir í Laugardalnum. Ásdís vann öruggan sigur í greininni en besta kast hennar var 58,85 metrar. Inga Stasiulionyte, frá Mónakó, lenti í 2. sæti en besta kast hennar var 46,40 metrar. María Rún Gunnlaugsdóttir lenti svo í 3. sæti en aðeins tvö köst hennar voru gild; 42,30 og 40,58 metrar. Ásdís, sem tryggði sig nýverið inn á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári, var að vonum sátt með sigurinn en þetta voru fjórðu gullverðlaun hennar í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum.Leist ekkert á blikuna í upphitun "Veistu, ég er alveg ofboðslega ánægð með daginn. Mér leist ekki á blikuna þegar kom hingað og fór að hita upp. Það var kalt og mikið rok," sagði Ásdís. "En það rættist úr þessu og að kasta rétt tæpa 59 metra í svona aðstæðum, og spjótið fór þversum í því kasti, er mjög gott. Þetta lofar ofboðslega góðu fyrir framhaldið." Ásdís var þó svolítið svekkt að hafa ekki náð að bæta Smáþjóðaleikametið sitt sem er 58,93 metrar. Hún setti það á leikunum á Kýpur 2009. "Það var pínu svekkjandi að vera svona nálægt því. Markmiðið fyrir daginn var að bæta metið. "En ég er ekkert að svekkja mig of mikið á þessu, ég var með tvö köst upp á meira en 58 metra," sagði Ásdís sem hefur ekki lokið leik á Smáþjóðaleikunum því hún keppir í kringlukasti á fimmtudaginn. En hvað tekur við hjá henni eftir leikana?Fimm mót á fjórum vikum "Ég fer heim til Zürich í stutt stopp og svo fer ég á Demantamótið í Osló í næstu viku. Síðan tekur við smá æfingatímabil. Þá er ég búin að taka fimm mót á fjórum vikum sem er rosalega mikið," sagði Ásdís sem fannst ekkert mál að einbeita sér að Smáþjóðaleikunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM og Ólympíuleikunum fyrir nokkrum dögum? "Alls ekki, þetta var góð tímasetning því ég hafði smá tíma þarna á milli. Mér finnst frábært að koma beint heim til Íslands eftir að hafa náð lágmarkinu. Það er gott að finna stuðninginn hérna heima," sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21 Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir vann nú rétt í þessu til gullverðlauna í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir í Laugardalnum. Ásdís vann öruggan sigur í greininni en besta kast hennar var 58,85 metrar. Inga Stasiulionyte, frá Mónakó, lenti í 2. sæti en besta kast hennar var 46,40 metrar. María Rún Gunnlaugsdóttir lenti svo í 3. sæti en aðeins tvö köst hennar voru gild; 42,30 og 40,58 metrar. Ásdís, sem tryggði sig nýverið inn á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári, var að vonum sátt með sigurinn en þetta voru fjórðu gullverðlaun hennar í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum.Leist ekkert á blikuna í upphitun "Veistu, ég er alveg ofboðslega ánægð með daginn. Mér leist ekki á blikuna þegar kom hingað og fór að hita upp. Það var kalt og mikið rok," sagði Ásdís. "En það rættist úr þessu og að kasta rétt tæpa 59 metra í svona aðstæðum, og spjótið fór þversum í því kasti, er mjög gott. Þetta lofar ofboðslega góðu fyrir framhaldið." Ásdís var þó svolítið svekkt að hafa ekki náð að bæta Smáþjóðaleikametið sitt sem er 58,93 metrar. Hún setti það á leikunum á Kýpur 2009. "Það var pínu svekkjandi að vera svona nálægt því. Markmiðið fyrir daginn var að bæta metið. "En ég er ekkert að svekkja mig of mikið á þessu, ég var með tvö köst upp á meira en 58 metra," sagði Ásdís sem hefur ekki lokið leik á Smáþjóðaleikunum því hún keppir í kringlukasti á fimmtudaginn. En hvað tekur við hjá henni eftir leikana?Fimm mót á fjórum vikum "Ég fer heim til Zürich í stutt stopp og svo fer ég á Demantamótið í Osló í næstu viku. Síðan tekur við smá æfingatímabil. Þá er ég búin að taka fimm mót á fjórum vikum sem er rosalega mikið," sagði Ásdís sem fannst ekkert mál að einbeita sér að Smáþjóðaleikunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM og Ólympíuleikunum fyrir nokkrum dögum? "Alls ekki, þetta var góð tímasetning því ég hafði smá tíma þarna á milli. Mér finnst frábært að koma beint heim til Íslands eftir að hafa náð lágmarkinu. Það er gott að finna stuðninginn hérna heima," sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21 Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21
Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast