Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 2. júní 2015 15:40 Ásdís vann til sinna fjórðu gullverðlauna á Smáþjóðaleikum. vísir/pjetur Frjálsíþróttakeppnin á 16. Smáþjóðaleikunum hófst í dag en keppt var á þjóðarleikvangnum í Laugardal. Keppni í frjálsum íþróttum heldur áfram á fimmtudaginn og lýkur svo á laugardaginn. Ásdís Hjálmsdóttir, sem tryggði sér nýverið sæti á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári, vann öruggan sigur í spjótkastkeppninni. Ásdís kastaði best 58,85 metra og var mjög nálægt því að slá mótsmet sitt sem er 58,93 metrar. Viðtal við Ásdísi má lesa með því að smella hér. María Rún Gunnlaugsdóttir hafnaði í 3. sæti í greininni. Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, varð að sætta sig við silfurverðlaun í 800 metra hlaupi. Aníta var lengi vel með forystu í hlaupinu en gaf eftir á lokakaflanum og Charline Mathias frá Lúxemborg tók fram úr henni og kom fyrst í mark á tímanum 2:08,61 mínútum. Aníta hljóp á tímanum 2:09,10 mínútum sem er talsvert frá hennar besta tíma. Aníta var að vonum svekkt eftir hlaupið en viðtal við hana má lesa með því að smella hér. Hafdís Sigurðardóttir var í eldlínunni í dag en hún keppti bæði í langstökki og 100 metra hlaupi. Hafdís vann langstökkskeppnina örugglega en besta stökk hennar var 6,50 metrar. Það fæst þó ekki gilt sem Íslands- né Smáþjóðaleikamet þar sem meðvindur var of mikill, +5,8 metrar á sekúndu. Hafdís stökk yfir sex metra í öllum sex stökkunum sínum. Viðtal við Hafdís má lesa hér. Dóróthea Jóhannesdóttir var aðeins fjórum sekúndubrotum frá því að vinna til bronsverðlauna í langstökkskeppninni en hún stökk lengst 5,56 metra. Hafdís náði svo í silfurverðlaun í 100 metra hlaupinu. Hún kom í mark á tímanum 11,87 sekúndum, 16 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum Charlotte Wingfield frá Möltu. Arna Stefanía Guðmundsdóttir kom fimmta í mark á tímanum 12,14 sekúndum. Ari Bragi Kárason var aðeins einu sekúndubroti frá því að vinna til silfurverðlauna í 100 metra hlaupi en hann kom í mark á tímanum 10,76 sekúndum. Panagiotis Ioannou frá Kýpur varð hlutskarpastur á tímanum 10,64 sekúndum. Juan Ramon Borges Bosque frá Íslandi endaði í 7. sæti á tímanum 11,01 sekúndum. Óðinn Björn Þorsteinsson vann til silfurverðlauna í kúluvarpskeppninni en besta kast hans var 18,10 metrar. Mótsmet Óðins, sem hann setti í Lichtenstein fyrir fjórum árum, er 19,73 metrar. Hlynur Andrésson vann til gullverðlauna í 5000 metra hlaupi á tímanum 14:45,94 og þá náði hin 15 ára gamla Þórdís Eva Steinsdóttir besta tímanum í undanrásunum í 400 metra hlaupi. Þórdís hljóp metrana 400 á 57,65 sekúndum. Krister Blær Jónsson hafnaði í 2. sæti í stangarstökkskeppninni sem færa þurfti í Kaplakrika í Hafnarfirði vegna veðurs. Besta stökk Kristers var 5,05 metrar en hans besti árangur í greininni er 5,21 metrar. Nikandros Stylianou frá Kýpur varð hlutskarpastur en hann lyfti sér yfir 5,15 metra. Einar Daði Lárusson hafnaði í 5. og neðsta sæti en hann hans besta stökk var 4,60 metrar. Öll úrslit frá fyrsta frjálsíþróttadeginum má finna hér.[Bein lýsing]19:42 Ari Bragi Kárason fékk bronsverðlaun í 100 metra hlaupi karla sem var lokagrein dagsins. Ari kom í mark á tímanum 10,76 sekúndum í úrslitahlaupinu, 16 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum, Panagiotis Ioannou frá Kýpur. Landi hans, Christos Chatziangelidis, kom annar í mark á tímanum 10,75 sekúndum, einu sekúndubroti á undan Ara. Juan Ramon Borges Bosque hafnaði í 7. og næstneðsta sæti á tímanum 11,01 sekúndum.19:35 Hafdís Sigurðardóttir kom önnur í mark í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna. Hafdís kom í mark á tímanum 11,87 sekúndum, 16 sekúndubrotum á eftir Charlotte Wingfield frá Möltu sem varð hlutskörpust. Hinar kýpversku Dimitra Kyriakidou og Marianna Pisiara röðuðu sér í næstu sæti en Arna Stefanía Guðmundsdóttir endaði í 5. sæti. Hún kom í mark á tímanum 12,14 sekúndum.19:30 Tíu þúsund metra hlaupi kvenna er lokið þar sem Sladana Perunovic hafði sigur á tímanum 36:58,48 mínútum. Hin 41 árs gamla Giselle Camilleri frá Möltu kom önnur í mark á tímanum 38:11,64 mínútum. Anna Berglind Pálmadóttir hafnaði í 4. sæti á tímanum 38:58,23 og Helga Guðný Elíasdóttir lenti í 5. og neðsta sæti en hún kom í mark á tímanum 40:59,56.19:20 Óðinn Björn Þorsteinsson, ÍR, hafnaði í 2. sæti í kúluvarpi. Óðinn kastaði best 18,10 metra en mótsmet hans á leikunum er 19,73 metrar. Hann setti metið á leikunum í Lichtenstein fyrir fjórum árum. Bob Bertemes frá Lúxemborg varð hlutskarpastur í kúluvarpinu í kvöld en hann kastaði lengst 19,11 metra.19:15 Hlynur Andrésson bar sigur úr býtum í 5000 metra hlaupi karla en hann kom í mark á tímanum 14:45,94 mínútum. Marcos Sanza Arranz frá Andorra var í 2. sæti á tímanum 14:48,34 mínútum.18:45 Hafdís Sigurðardóttir sigraði í langstökki. Besta stökk hennar var 6,50 metrar en meðvindur var +5,8. Öll sex stökk Hafdísar voru dæmd gild. Rebecca Camilleri frá Möltu var í 2. sæti en besta stökk hennar var 6,15 metrar (meðvindur var +4,6). Svartfellingurinn Ljiljana Matovic fékk bronsverðlaun (5,60 m, +5,3). Dóróthea Jóhannesdóttir hafnaði í 4. sæti. Besta stökk hennar var 5,56 metrar (meðvindur var +4,9).18:15 Undanrásum í 400 metra hlaupi kvenna er einnig lokið þar sem Þórdís Eva Steinsdóttir, sem er aðeins 15 ára gömul, átti besta tímann: 57,65 sekúndur. Steinunn Erla Davíðsdóttir kom í mark á tímanum 60,01 sekúndu. Þær keppa báðar til úrslita á fimmtudaginn en hlaupið hefst klukkan 17:10.18:08 Kolbeinn Höður Gunnarsson náði bestum tíma í undanrásum í 400 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 50,45 sekúndum, 40 sekúndubrotum á undan Kevin Moore frá Möltu. Kormákur Ari Hafliðason kom í mark á tímanum 52,46 í sínum riðli. Kormákur og Kolbeinn keppa báðir í úrslitunum sem fara fram á fimmtudaginn. 17.12 Ásdís Hjálmsdóttir vann gull í spjótkasti með miklum yfirburðum. Hún kastaði 58,85 m og var nálægt mótsmetinu sínu sem er 58,93 m. Inga Stasiulionyte frá Mónakó varð önnur með 46,40 m og María Rún Gunnlaugsdóttir þriðja með 42,30 m.17.09 Staðfestir tímar eru komnir í 800 m hlaupinu. Aníta hljóp á 2:09,10 sem er vitanlega langt frá hennar besta árangri og Íslandsmeti hennar. Sigurtími Mathias var 2:08,61 mínútur. Mótsmet Anítu stendur enn í 2:04,60 mínútur.17:05 Aníta Hinriksdóttir varð önnur í 800 m hlaupi kvenna. Hún varð að játa sig sigraða fyrir Charline Mathias frá Lúxemborg eftir að hafa leitt framan af. Það var mikill vindur sem Aníta fékk í fangið lengst af en það dró nokkuð úr henni.16:47 Það er búið að færa stangarstökk karla, sem hefst klukkan 17:00, í Kaplakrika vegna veðurs.16:25 Tveir Íslendingar eru búnir að hlaupa í undanriðlum í 100 metra hlaupi. Ari Bragi Kárason vann sinn riðil á 10,78 sekúndum en Juan Ramon Borges Bosque kom fjórði í mark í riðli 2 á tímanum 10,95. Þeir komust báðir í úrslitin sem hefjast klukkan 19:40.16.00 Góðan daginn og velkomin með Vísi í Laugardalinn þar sem frjálsíþróttakeppni á Smáþjóðaleikunum er að hefjast. Við vonumst eftir nokkrum gullverðlaunum í kvöld, en bindum mestar vonir við Anítu og Ásdísi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Frjálsíþróttakeppnin á 16. Smáþjóðaleikunum hófst í dag en keppt var á þjóðarleikvangnum í Laugardal. Keppni í frjálsum íþróttum heldur áfram á fimmtudaginn og lýkur svo á laugardaginn. Ásdís Hjálmsdóttir, sem tryggði sér nýverið sæti á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári, vann öruggan sigur í spjótkastkeppninni. Ásdís kastaði best 58,85 metra og var mjög nálægt því að slá mótsmet sitt sem er 58,93 metrar. Viðtal við Ásdísi má lesa með því að smella hér. María Rún Gunnlaugsdóttir hafnaði í 3. sæti í greininni. Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, varð að sætta sig við silfurverðlaun í 800 metra hlaupi. Aníta var lengi vel með forystu í hlaupinu en gaf eftir á lokakaflanum og Charline Mathias frá Lúxemborg tók fram úr henni og kom fyrst í mark á tímanum 2:08,61 mínútum. Aníta hljóp á tímanum 2:09,10 mínútum sem er talsvert frá hennar besta tíma. Aníta var að vonum svekkt eftir hlaupið en viðtal við hana má lesa með því að smella hér. Hafdís Sigurðardóttir var í eldlínunni í dag en hún keppti bæði í langstökki og 100 metra hlaupi. Hafdís vann langstökkskeppnina örugglega en besta stökk hennar var 6,50 metrar. Það fæst þó ekki gilt sem Íslands- né Smáþjóðaleikamet þar sem meðvindur var of mikill, +5,8 metrar á sekúndu. Hafdís stökk yfir sex metra í öllum sex stökkunum sínum. Viðtal við Hafdís má lesa hér. Dóróthea Jóhannesdóttir var aðeins fjórum sekúndubrotum frá því að vinna til bronsverðlauna í langstökkskeppninni en hún stökk lengst 5,56 metra. Hafdís náði svo í silfurverðlaun í 100 metra hlaupinu. Hún kom í mark á tímanum 11,87 sekúndum, 16 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum Charlotte Wingfield frá Möltu. Arna Stefanía Guðmundsdóttir kom fimmta í mark á tímanum 12,14 sekúndum. Ari Bragi Kárason var aðeins einu sekúndubroti frá því að vinna til silfurverðlauna í 100 metra hlaupi en hann kom í mark á tímanum 10,76 sekúndum. Panagiotis Ioannou frá Kýpur varð hlutskarpastur á tímanum 10,64 sekúndum. Juan Ramon Borges Bosque frá Íslandi endaði í 7. sæti á tímanum 11,01 sekúndum. Óðinn Björn Þorsteinsson vann til silfurverðlauna í kúluvarpskeppninni en besta kast hans var 18,10 metrar. Mótsmet Óðins, sem hann setti í Lichtenstein fyrir fjórum árum, er 19,73 metrar. Hlynur Andrésson vann til gullverðlauna í 5000 metra hlaupi á tímanum 14:45,94 og þá náði hin 15 ára gamla Þórdís Eva Steinsdóttir besta tímanum í undanrásunum í 400 metra hlaupi. Þórdís hljóp metrana 400 á 57,65 sekúndum. Krister Blær Jónsson hafnaði í 2. sæti í stangarstökkskeppninni sem færa þurfti í Kaplakrika í Hafnarfirði vegna veðurs. Besta stökk Kristers var 5,05 metrar en hans besti árangur í greininni er 5,21 metrar. Nikandros Stylianou frá Kýpur varð hlutskarpastur en hann lyfti sér yfir 5,15 metra. Einar Daði Lárusson hafnaði í 5. og neðsta sæti en hann hans besta stökk var 4,60 metrar. Öll úrslit frá fyrsta frjálsíþróttadeginum má finna hér.[Bein lýsing]19:42 Ari Bragi Kárason fékk bronsverðlaun í 100 metra hlaupi karla sem var lokagrein dagsins. Ari kom í mark á tímanum 10,76 sekúndum í úrslitahlaupinu, 16 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum, Panagiotis Ioannou frá Kýpur. Landi hans, Christos Chatziangelidis, kom annar í mark á tímanum 10,75 sekúndum, einu sekúndubroti á undan Ara. Juan Ramon Borges Bosque hafnaði í 7. og næstneðsta sæti á tímanum 11,01 sekúndum.19:35 Hafdís Sigurðardóttir kom önnur í mark í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna. Hafdís kom í mark á tímanum 11,87 sekúndum, 16 sekúndubrotum á eftir Charlotte Wingfield frá Möltu sem varð hlutskörpust. Hinar kýpversku Dimitra Kyriakidou og Marianna Pisiara röðuðu sér í næstu sæti en Arna Stefanía Guðmundsdóttir endaði í 5. sæti. Hún kom í mark á tímanum 12,14 sekúndum.19:30 Tíu þúsund metra hlaupi kvenna er lokið þar sem Sladana Perunovic hafði sigur á tímanum 36:58,48 mínútum. Hin 41 árs gamla Giselle Camilleri frá Möltu kom önnur í mark á tímanum 38:11,64 mínútum. Anna Berglind Pálmadóttir hafnaði í 4. sæti á tímanum 38:58,23 og Helga Guðný Elíasdóttir lenti í 5. og neðsta sæti en hún kom í mark á tímanum 40:59,56.19:20 Óðinn Björn Þorsteinsson, ÍR, hafnaði í 2. sæti í kúluvarpi. Óðinn kastaði best 18,10 metra en mótsmet hans á leikunum er 19,73 metrar. Hann setti metið á leikunum í Lichtenstein fyrir fjórum árum. Bob Bertemes frá Lúxemborg varð hlutskarpastur í kúluvarpinu í kvöld en hann kastaði lengst 19,11 metra.19:15 Hlynur Andrésson bar sigur úr býtum í 5000 metra hlaupi karla en hann kom í mark á tímanum 14:45,94 mínútum. Marcos Sanza Arranz frá Andorra var í 2. sæti á tímanum 14:48,34 mínútum.18:45 Hafdís Sigurðardóttir sigraði í langstökki. Besta stökk hennar var 6,50 metrar en meðvindur var +5,8. Öll sex stökk Hafdísar voru dæmd gild. Rebecca Camilleri frá Möltu var í 2. sæti en besta stökk hennar var 6,15 metrar (meðvindur var +4,6). Svartfellingurinn Ljiljana Matovic fékk bronsverðlaun (5,60 m, +5,3). Dóróthea Jóhannesdóttir hafnaði í 4. sæti. Besta stökk hennar var 5,56 metrar (meðvindur var +4,9).18:15 Undanrásum í 400 metra hlaupi kvenna er einnig lokið þar sem Þórdís Eva Steinsdóttir, sem er aðeins 15 ára gömul, átti besta tímann: 57,65 sekúndur. Steinunn Erla Davíðsdóttir kom í mark á tímanum 60,01 sekúndu. Þær keppa báðar til úrslita á fimmtudaginn en hlaupið hefst klukkan 17:10.18:08 Kolbeinn Höður Gunnarsson náði bestum tíma í undanrásum í 400 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 50,45 sekúndum, 40 sekúndubrotum á undan Kevin Moore frá Möltu. Kormákur Ari Hafliðason kom í mark á tímanum 52,46 í sínum riðli. Kormákur og Kolbeinn keppa báðir í úrslitunum sem fara fram á fimmtudaginn. 17.12 Ásdís Hjálmsdóttir vann gull í spjótkasti með miklum yfirburðum. Hún kastaði 58,85 m og var nálægt mótsmetinu sínu sem er 58,93 m. Inga Stasiulionyte frá Mónakó varð önnur með 46,40 m og María Rún Gunnlaugsdóttir þriðja með 42,30 m.17.09 Staðfestir tímar eru komnir í 800 m hlaupinu. Aníta hljóp á 2:09,10 sem er vitanlega langt frá hennar besta árangri og Íslandsmeti hennar. Sigurtími Mathias var 2:08,61 mínútur. Mótsmet Anítu stendur enn í 2:04,60 mínútur.17:05 Aníta Hinriksdóttir varð önnur í 800 m hlaupi kvenna. Hún varð að játa sig sigraða fyrir Charline Mathias frá Lúxemborg eftir að hafa leitt framan af. Það var mikill vindur sem Aníta fékk í fangið lengst af en það dró nokkuð úr henni.16:47 Það er búið að færa stangarstökk karla, sem hefst klukkan 17:00, í Kaplakrika vegna veðurs.16:25 Tveir Íslendingar eru búnir að hlaupa í undanriðlum í 100 metra hlaupi. Ari Bragi Kárason vann sinn riðil á 10,78 sekúndum en Juan Ramon Borges Bosque kom fjórði í mark í riðli 2 á tímanum 10,95. Þeir komust báðir í úrslitin sem hefjast klukkan 19:40.16.00 Góðan daginn og velkomin með Vísi í Laugardalinn þar sem frjálsíþróttakeppni á Smáþjóðaleikunum er að hefjast. Við vonumst eftir nokkrum gullverðlaunum í kvöld, en bindum mestar vonir við Anítu og Ásdísi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira