Segja lögin ekki leysa vandann Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2015 11:17 Árni Páll Árnason er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/VIlhelm „Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga leysa ekki vandann sem stjórnvöld standi frammi fyrir. Ef byggja á upp góða opinbera þjónustu og heilbrigðiskerfi sem stenst alþjóðlegan samanburð þarf að ná samningum við opinbera starfsmenn. Til þess þarf að meta menntun til launa og brúa kynbundinn launamun.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Þar segir að gerðardómi sé sett allt of ströng skilyrði. Því megi ætla að niðurstaðan verði ekki réttlát né skapi vinnufrið. Því hafi stjórnarandstaðan lagt fram breytingartillögur um að rýmka skilyrðin, svo gerðardómur gæti tekið mið af öðrum opinberum kjarasamningum. Þar er átt við samninga lækna og framhaldsskólakennara. Þar að auki var lagt til að gildistími kjarasamnings gerðardóms yrði að hámarki til eins árs. Allar tillögurnar voru felldar. Þá vekur þingflokkurinn athygli á því að í minnisblaði landlæknis til ríkisstjórnarinnar hafi verið lögð áhersla á að yrði kjaradeilum við heilbrigðisstéttir lokið án samninga, þá yrði ekkert gert án „afdráttarlausra yfirlýsinga“ um áframhaldandi viðræður svo hægt væri að skapa vinnufrið. „Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar speglast í því að við lok umræðna um bann á verkföllum í gær höfðu engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar af hálfu heilbrigðisráðherra. Þingflokkurinn skorar á hann að gefa slíkar yfirlýsingar hið fyrsta.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ítrekað hafa sett samskipti við aðila vinnumarkaðaarins í uppnám. „Þingflokkur Samfylkingarinnar harmar að tómlætið sem hún hefur sýnt í 10 vikna viðræðum við 17 stéttarfélög hefur bitnað harkalega á almenningi og opinberri þjónustu.“ Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga leysa ekki vandann sem stjórnvöld standi frammi fyrir. Ef byggja á upp góða opinbera þjónustu og heilbrigðiskerfi sem stenst alþjóðlegan samanburð þarf að ná samningum við opinbera starfsmenn. Til þess þarf að meta menntun til launa og brúa kynbundinn launamun.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Þar segir að gerðardómi sé sett allt of ströng skilyrði. Því megi ætla að niðurstaðan verði ekki réttlát né skapi vinnufrið. Því hafi stjórnarandstaðan lagt fram breytingartillögur um að rýmka skilyrðin, svo gerðardómur gæti tekið mið af öðrum opinberum kjarasamningum. Þar er átt við samninga lækna og framhaldsskólakennara. Þar að auki var lagt til að gildistími kjarasamnings gerðardóms yrði að hámarki til eins árs. Allar tillögurnar voru felldar. Þá vekur þingflokkurinn athygli á því að í minnisblaði landlæknis til ríkisstjórnarinnar hafi verið lögð áhersla á að yrði kjaradeilum við heilbrigðisstéttir lokið án samninga, þá yrði ekkert gert án „afdráttarlausra yfirlýsinga“ um áframhaldandi viðræður svo hægt væri að skapa vinnufrið. „Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar speglast í því að við lok umræðna um bann á verkföllum í gær höfðu engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar af hálfu heilbrigðisráðherra. Þingflokkurinn skorar á hann að gefa slíkar yfirlýsingar hið fyrsta.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ítrekað hafa sett samskipti við aðila vinnumarkaðaarins í uppnám. „Þingflokkur Samfylkingarinnar harmar að tómlætið sem hún hefur sýnt í 10 vikna viðræðum við 17 stéttarfélög hefur bitnað harkalega á almenningi og opinberri þjónustu.“
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira