Á nú að pissa í skóinn sinn? Guðríður Kristín Þórðardóttir og Elfa Þöll Grétarsdóttir. skrifar 12. júní 2015 08:40 Við sitjum yfir kaffibolla í verkfalli og veltum því fyrir okkur hvort við hjúkrunarfræðingar verðum skikkaðir til vinnu á morgun með lagasetningu, eftir tvær langar og leiðinlegar vikur heima í verkfalli. Við erum sammála um að þeim vangaveltum fylgja blendnar tilfinningar. Við hugsum til þess með létti að hugsanlega sjái fyrir endann á þessu erfiða og í raun lífsógnandi verkfalli en um leið hryllir okkur við hroka og úrræðaleysi ráðamanna. Sumir kollegar okkar hafa sjaldan unnið eins mikið og einmitt þessar síðustu vikur vegna álags en mun fleiri hafa ekkert unnið. Flestir hafa setið heima og beðið frétta í þeirri von um að geta snúið bjartsýn aftur til starfa. Snúið aftur til þess að veita sjúkum þjónustu og meðferð sem þeir eiga rétt á samkvæmt íslenskum lögum. Eins og formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason kemur inn á í grein sinni í Fréttablaðinu þann 9. júní s.l. þá óttumst við framtíðina. Við teljum að almenningur og einkum og sér í lagi stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því hvernig ástandið er nú þegar og í hvað stefnir í íslensku heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala, Hjúkrunarfræðideild HÍ og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa endurtekið bent á staðreyndir um yfirvofandi manneklu meðal hjúkrunarfræðinga. Aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu vikurnar bendir til að þessar áhyggjuraddir tali í tóma tunnu. Er enginn að hlusta. Það getur bara ekki verið! Við erum báðar sérfræðingar í hjúkrun, önnur er formaður hjúkrunarráðs og hin formaður fræðslunefndar þess. Okkar skyldur í þeim stöðum eru fyrst og fremst að standa vörð um fagmennsku hjúkrunar á Landspítala ásamt öryggi sjúklinga og starfsmanna með einum og öðrum hætti. Stuðla að faglegri þróun, efla gæði hjúkrunar, leiðbeina og vera fyrirmynd annarra í starfi. Við eigum það sameiginlegt að taka hlutverki okkar sem talsmanni sjúklinga alvarlega, höfum einsett okkur að bæta þjónustuna við þá og ástvini þeirra á deildum okkar: hjartadeildinni, öldrunardeildunum sem og spítalanum öllum.„Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda?“ Við höfum haft frumkvæði að og stýrt ýmsum verkefnum sem stuðla að framþróun í hjúkrun og bæta þjónustu við skjólstæðinga spítalans, einkum á sviði líknar- og lífslokameðferðar og í þjónustu við aldraða. Í verkfalli er ekki undanþága fyrir þessum ólífsnauðsynlegu störfum okkar. Getum við þá ekki þá bara hætt þessu? Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda? Það eru mörg hundruð hjúkrunarfræðingar sem hafa setið heima í tvær vikur. Ætli störf þeirra séu ekki nauðsynleg? Hvað erum við tilbúin til að bíða lengi til að komast að því? Hjartagáttin er lokuð, göngudeild hjartabilunar er lokuð eins og reyndar stór hluti göngudeilda spítalans, skurðdeildir eru lokaðar að hluta, hjartaþræðingar bíða, endurhæfingardeildir eru margar lokaðar, þjónusta við geðsjúka er verulega skert og svo mætti lengi telja. Afleiðingar þess að draga úr allri fyrirbyggjandi þjónustu, endurhæfingu og göngudeildarþjónustu koma ekki fram fyrr en seinna. Öll fræðsla og stuðningur fyrir nýráðið heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala hefur fallið niður vegna verfalls. Þetta eru meðal annars nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og hjúkrunarnemar sem munu vera í meiri hluta mönnunar á mörgum deildum í allt sumar vegna sumarleyfa. Við höfum verulega takmörkuð úrræði fyrir hruma aldraða og langveika sjúklinga sem við erum að útskrifa of snemma vegna plássleysis. Við getum nefnd fjölmörg dæmi. Hjúkrunarfræðingar eru ekki einungis í beinni hjúkrun á legudeildum. Þeir eru út um allt frá fremstu víglínu við hlið sjúklings, við stjórnun, við fræðslu og rannsóknir, að stuðla að framþróun, eru talsmenn sjúklinga, stjórna og veita þjónustu á göngudeildum, styðja við aðstandendur, vinna að hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og svo mætti lengi telja.Verkfallið verður að stöðva með samningum Skilaboðin sem við viljum koma á framfæri með þessum skrifum er að það sem við óttumst mest er að þetta umhverfi sem við horfum á núna í lífsógnandi verkfalli verði íslenskur raunveruleiki ef ekki verður tekið á vandanum með framtíðarsýn á heilbrigðiskerfið að leiðarljósi. Þetta gæti verið það sem íslenskt heilbrigðiskerfi muni hafa upp á að bjóða innan fárra mánaða ef ekkert verður að gert til að auka nýliðun í hjúkrun og halda þeirri þekkingu sem fyrir er. Nú þegar vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Ekki bara á Landspítalann, heldur alls staðar. Verkfallið verður að stöðva strax með samningum áður en það sem allir hafa óttast gerist! Öryggi er ógnað! Lagasetning getur haft alvarlegar afleiðingar og við höldum að ríkisstjórnin viti það, annars væri búið að grípa til þess ráðs miklu fyrr. Flestir sem þetta lesa ættu að vera sammála því að það sé ekki lausn að að pissa í skóinn sinn, eins og lagasetning á verkfall heilbrigðisstarfsmanna væri. Stöndum vörð um mannafla og þekkingu í heilbrigðiskerfisinu. Veljum mönnun til framtíðar, okkar allra vegna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Við sitjum yfir kaffibolla í verkfalli og veltum því fyrir okkur hvort við hjúkrunarfræðingar verðum skikkaðir til vinnu á morgun með lagasetningu, eftir tvær langar og leiðinlegar vikur heima í verkfalli. Við erum sammála um að þeim vangaveltum fylgja blendnar tilfinningar. Við hugsum til þess með létti að hugsanlega sjái fyrir endann á þessu erfiða og í raun lífsógnandi verkfalli en um leið hryllir okkur við hroka og úrræðaleysi ráðamanna. Sumir kollegar okkar hafa sjaldan unnið eins mikið og einmitt þessar síðustu vikur vegna álags en mun fleiri hafa ekkert unnið. Flestir hafa setið heima og beðið frétta í þeirri von um að geta snúið bjartsýn aftur til starfa. Snúið aftur til þess að veita sjúkum þjónustu og meðferð sem þeir eiga rétt á samkvæmt íslenskum lögum. Eins og formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason kemur inn á í grein sinni í Fréttablaðinu þann 9. júní s.l. þá óttumst við framtíðina. Við teljum að almenningur og einkum og sér í lagi stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því hvernig ástandið er nú þegar og í hvað stefnir í íslensku heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala, Hjúkrunarfræðideild HÍ og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa endurtekið bent á staðreyndir um yfirvofandi manneklu meðal hjúkrunarfræðinga. Aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu vikurnar bendir til að þessar áhyggjuraddir tali í tóma tunnu. Er enginn að hlusta. Það getur bara ekki verið! Við erum báðar sérfræðingar í hjúkrun, önnur er formaður hjúkrunarráðs og hin formaður fræðslunefndar þess. Okkar skyldur í þeim stöðum eru fyrst og fremst að standa vörð um fagmennsku hjúkrunar á Landspítala ásamt öryggi sjúklinga og starfsmanna með einum og öðrum hætti. Stuðla að faglegri þróun, efla gæði hjúkrunar, leiðbeina og vera fyrirmynd annarra í starfi. Við eigum það sameiginlegt að taka hlutverki okkar sem talsmanni sjúklinga alvarlega, höfum einsett okkur að bæta þjónustuna við þá og ástvini þeirra á deildum okkar: hjartadeildinni, öldrunardeildunum sem og spítalanum öllum.„Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda?“ Við höfum haft frumkvæði að og stýrt ýmsum verkefnum sem stuðla að framþróun í hjúkrun og bæta þjónustu við skjólstæðinga spítalans, einkum á sviði líknar- og lífslokameðferðar og í þjónustu við aldraða. Í verkfalli er ekki undanþága fyrir þessum ólífsnauðsynlegu störfum okkar. Getum við þá ekki þá bara hætt þessu? Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda? Það eru mörg hundruð hjúkrunarfræðingar sem hafa setið heima í tvær vikur. Ætli störf þeirra séu ekki nauðsynleg? Hvað erum við tilbúin til að bíða lengi til að komast að því? Hjartagáttin er lokuð, göngudeild hjartabilunar er lokuð eins og reyndar stór hluti göngudeilda spítalans, skurðdeildir eru lokaðar að hluta, hjartaþræðingar bíða, endurhæfingardeildir eru margar lokaðar, þjónusta við geðsjúka er verulega skert og svo mætti lengi telja. Afleiðingar þess að draga úr allri fyrirbyggjandi þjónustu, endurhæfingu og göngudeildarþjónustu koma ekki fram fyrr en seinna. Öll fræðsla og stuðningur fyrir nýráðið heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala hefur fallið niður vegna verfalls. Þetta eru meðal annars nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og hjúkrunarnemar sem munu vera í meiri hluta mönnunar á mörgum deildum í allt sumar vegna sumarleyfa. Við höfum verulega takmörkuð úrræði fyrir hruma aldraða og langveika sjúklinga sem við erum að útskrifa of snemma vegna plássleysis. Við getum nefnd fjölmörg dæmi. Hjúkrunarfræðingar eru ekki einungis í beinni hjúkrun á legudeildum. Þeir eru út um allt frá fremstu víglínu við hlið sjúklings, við stjórnun, við fræðslu og rannsóknir, að stuðla að framþróun, eru talsmenn sjúklinga, stjórna og veita þjónustu á göngudeildum, styðja við aðstandendur, vinna að hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og svo mætti lengi telja.Verkfallið verður að stöðva með samningum Skilaboðin sem við viljum koma á framfæri með þessum skrifum er að það sem við óttumst mest er að þetta umhverfi sem við horfum á núna í lífsógnandi verkfalli verði íslenskur raunveruleiki ef ekki verður tekið á vandanum með framtíðarsýn á heilbrigðiskerfið að leiðarljósi. Þetta gæti verið það sem íslenskt heilbrigðiskerfi muni hafa upp á að bjóða innan fárra mánaða ef ekkert verður að gert til að auka nýliðun í hjúkrun og halda þeirri þekkingu sem fyrir er. Nú þegar vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Ekki bara á Landspítalann, heldur alls staðar. Verkfallið verður að stöðva strax með samningum áður en það sem allir hafa óttast gerist! Öryggi er ógnað! Lagasetning getur haft alvarlegar afleiðingar og við höldum að ríkisstjórnin viti það, annars væri búið að grípa til þess ráðs miklu fyrr. Flestir sem þetta lesa ættu að vera sammála því að það sé ekki lausn að að pissa í skóinn sinn, eins og lagasetning á verkfall heilbrigðisstarfsmanna væri. Stöndum vörð um mannafla og þekkingu í heilbrigðiskerfisinu. Veljum mönnun til framtíðar, okkar allra vegna!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar