Sport

Ásdís varð áttunda í Ósló

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Vísir/Pjetur
Ásdís Hjálmsdóttir varð í áttunda sæti í spjótkasti kvenna á Demantamóti sem fór fram á Bislett-leikvanginum í Ósló í kvöld.

Ásdís kastaði 59,77 m í annarri umferð og reyndist það besta kast hennar í kvöld. Átta komust áfram í síðari umferðina og fengu að kasta alls sex sinnum en Ásdís náði ekki að bæta sinn árangur og hafnaði í áttunda sæti.

Næstbesta kast hennar var 59,59 m en hún átti svo þrjú köst undir 58 m. Síðasta kastið var svo ógilt.

Íslandsmet Ásdísar er 62,77 m en það setti hún á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hún á best 62,14 m í ár.

Marharyta Dorozhon frá Ísrael vann mótið í kvöld með nýju landsmeti, 64,56 m. Sunette Viljoen frá Suður-Afríku, sem á lengsta kast ársins til þessa, varð önnur með 64,36 m. Heimsmethafinn og Ólympíumeistarinn Barbora Spotakova frá Tékklandi varð svo þriðja með 64,10 m.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×